Mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu: „Við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir“ Jóhann K. Jóhannsson, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. mars 2019 21:56 Mótmælendur sem mótmælt hafa slæmum aðstæðum hælisleitenda á Íslandi á Austurvelli í dag hafa nú fært sig um set og standa nú fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu og viðhafa mótmæli sín þar. Um 50 til 60 manns hafa nú safnast saman fyrir utan lögreglustöðina. Eins og greint var frá fyrr í kvöld voru tveir mótmælendur handteknir við Austurvöll. Búið er að sleppa öðrum þeirra, Elínborgu Hörpu Önundardóttur, aktívista hjá No Borders Iceland. Hún segir handtökuna á sér ekki hafa verið réttmæta í þeim aðstæðum sem hún átti sér stað. „Við sátum öll á pappakössum því það var kalt og við vorum að reyna að hafa einangrun frá jörðinni. Lögreglan sagðist hafa haldið að við ætluðum að kveikja eld, við skýrðum það fyrir lögreglunni að við ætluðum ekki að kveikja eld heldur hafi þetta bara verið til þess að sitja á. Samt ákváðu þeir að ráðast að okkur og rífa okkur í burtu. Svo, áður en ég veit af er búið að handtaka mig og skella mér í jörðina.“ Elínborg segir að inni á lögreglustöðinni hafi hún verið sett í fangaklefa og „geymd þar“ uns rannsakandi kom og tók af henni skýrslu.Elínborg eftir að hafa verið sleppt úr haldi. Vísir/VilhelmHún segist gera ráð fyrir að sammótmælendur muni halda áfram að láta í sér heyra þar til stjórnvöld mæti kröfum þeirra. „Mér sýnist vera kraftur í fólkinu og við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir.“ Hún segir markmið mótmælanna hafa verið að fá fund með stjórnvöldum. Þann fund hafi verið búið að biðja um í bréfi sem skrifað var í samstarfi við Rauða krossinn fyrir þremur vikum, en ekkert svar hafi borist.„Við erum að mótmæla þessum handtökum“ Hildur Harðardóttir hjá samtökunum Ekki fleiri brottvísanir segir viðbrögð lögreglunnar, að notast við piparúða og handtaka tvo mótmælendur, hafa verið úr öllu samhengi við aðstæður. „Við vorum ekki að reyna að brenna bál, alls ekki. Þannig að núna erum við að mótmæla þessum handtökum.“ Hún segir mótmælendur hafa verið í sambandi við lögfræðinga vegna handtakanna tveggja.Vert er að taka fram að viðtalið við Hildi var tekið áður en Elínborgu var sleppt úr haldi.Uppfært klukkan 23:00 - Búið er að sleppa seinni mótmælandanum sem handekinn var úr haldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu af vettvangi er mótmælendum að fækka og ekki hefur dregið til frekari tíðinda fyrir utan lögreglustöðina. Fréttamenn Vísis voru á vettvangi og tóku þessar ljósmyndir. Búið er að sleppa seinni mótmælandanum sem handekinn var.Vísir/VilhelmFrelsinu feginn.Vísir/VihelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Jakob BjarnarVísir/Jói K Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira
Mótmælendur sem mótmælt hafa slæmum aðstæðum hælisleitenda á Íslandi á Austurvelli í dag hafa nú fært sig um set og standa nú fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu og viðhafa mótmæli sín þar. Um 50 til 60 manns hafa nú safnast saman fyrir utan lögreglustöðina. Eins og greint var frá fyrr í kvöld voru tveir mótmælendur handteknir við Austurvöll. Búið er að sleppa öðrum þeirra, Elínborgu Hörpu Önundardóttur, aktívista hjá No Borders Iceland. Hún segir handtökuna á sér ekki hafa verið réttmæta í þeim aðstæðum sem hún átti sér stað. „Við sátum öll á pappakössum því það var kalt og við vorum að reyna að hafa einangrun frá jörðinni. Lögreglan sagðist hafa haldið að við ætluðum að kveikja eld, við skýrðum það fyrir lögreglunni að við ætluðum ekki að kveikja eld heldur hafi þetta bara verið til þess að sitja á. Samt ákváðu þeir að ráðast að okkur og rífa okkur í burtu. Svo, áður en ég veit af er búið að handtaka mig og skella mér í jörðina.“ Elínborg segir að inni á lögreglustöðinni hafi hún verið sett í fangaklefa og „geymd þar“ uns rannsakandi kom og tók af henni skýrslu.Elínborg eftir að hafa verið sleppt úr haldi. Vísir/VilhelmHún segist gera ráð fyrir að sammótmælendur muni halda áfram að láta í sér heyra þar til stjórnvöld mæti kröfum þeirra. „Mér sýnist vera kraftur í fólkinu og við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir.“ Hún segir markmið mótmælanna hafa verið að fá fund með stjórnvöldum. Þann fund hafi verið búið að biðja um í bréfi sem skrifað var í samstarfi við Rauða krossinn fyrir þremur vikum, en ekkert svar hafi borist.„Við erum að mótmæla þessum handtökum“ Hildur Harðardóttir hjá samtökunum Ekki fleiri brottvísanir segir viðbrögð lögreglunnar, að notast við piparúða og handtaka tvo mótmælendur, hafa verið úr öllu samhengi við aðstæður. „Við vorum ekki að reyna að brenna bál, alls ekki. Þannig að núna erum við að mótmæla þessum handtökum.“ Hún segir mótmælendur hafa verið í sambandi við lögfræðinga vegna handtakanna tveggja.Vert er að taka fram að viðtalið við Hildi var tekið áður en Elínborgu var sleppt úr haldi.Uppfært klukkan 23:00 - Búið er að sleppa seinni mótmælandanum sem handekinn var úr haldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu af vettvangi er mótmælendum að fækka og ekki hefur dregið til frekari tíðinda fyrir utan lögreglustöðina. Fréttamenn Vísis voru á vettvangi og tóku þessar ljósmyndir. Búið er að sleppa seinni mótmælandanum sem handekinn var.Vísir/VilhelmFrelsinu feginn.Vísir/VihelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Jakob BjarnarVísir/Jói K
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira