Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2019 15:30 Klukkunni var flýtt um klukkustund í Bandaríkjunum um helgina. Vísir/EPA Flytjendum þingmáls um hætta að færa klukkuna á vorin og haustin í Bandaríkjunum barst óvæntur liðsauki í morgun þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir stuðningi sínum við að taka upp sumartíma allt árið um kring. Klukkan í Bandaríkjunum var færð fram um eina klukkustund á aðfaranótt sunnudags en þau eru eitt fjölda ríkja heims þar sem klukkunni er breytt tvisvar á ári. Markmið svonefnds sumartíma er að hámarka fjölda birtustunda á vinnutíma. Klukkubreytingin hefur hins vegar sætt gagnrýni víða, meðal annars á þeim forsendum að breytingin komi niður á framleiðni og jafnvel heilsu fólks. Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana frá Flórída hafa lagt fram frumvarp á Bandaríkjaþingi um að taka upp sumartíma allt árið. Klukkunni yrði þannig flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. Mögulega var Trump einn þeirra sem klukkubreytingin um helgina fór illa í því í morgun tísti hann um málið. „Það er allt í lagi fyrir mér að gera sumartímann varanlegan!“ tísti forsetinn.Making Daylight Saving Time permanent is O.K. with me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 11, 2019 Nokkur ríki Bandaríkjanna hafa þegar samþykkt að hætta að breyta klukkunni tvisvar á ári, þar á meðal Flórída, að sögn Politico. Þar var ákveðið að hafa sumartíma allt árið í fyrra. Það er þveröfug þróun við Ísland þar sem tillaga liggur fyrir um að seinka klukkunni um klukkustund til að fjölga birtustundum að morgni. „Sólskinsverndarfrumvarpið mun gera Flórídabúum og gestum kleift að njóta fallega ríkisins okkar jafnvel seinna á daginn og mun koma ferðamannaiðnaði Flórída sem á enn eitt metárið að baki til góða,“ sagði Rick Scott, annar þingmannanna sem lögðu fram frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið, í yfirlýsingu í síðustu viku. Skoðanir eru skiptar um ágæti þess að taka upp sumartíma allt árið. Marco Rubio, annar flutningsmanna frumvarpsins, bendir á skýrslu sem sagði að glæpatíðni lækkaði merkjanlega þegar birtan varir lengur á daginn eftir skiptin yfir í sumartíma. Þá nýtur hugmyndin stuðnings golfíþróttarinnar og grilliðnaðarins enda njóta vörur þeirra góðs af fleiri birtustundum eftir vinnu, að sögn Washington Post. Foreldrasamtök hafa þó lýst algerri andstöðu við að hafa sumartíma á veturna og vísa til þess að meira myrkur og kuldi á morgnana ógni öryggi barna sem ganga eða taka rútu í skólann. Bandaríkin Donald Trump Klukkan á Íslandi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Flytjendum þingmáls um hætta að færa klukkuna á vorin og haustin í Bandaríkjunum barst óvæntur liðsauki í morgun þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir stuðningi sínum við að taka upp sumartíma allt árið um kring. Klukkan í Bandaríkjunum var færð fram um eina klukkustund á aðfaranótt sunnudags en þau eru eitt fjölda ríkja heims þar sem klukkunni er breytt tvisvar á ári. Markmið svonefnds sumartíma er að hámarka fjölda birtustunda á vinnutíma. Klukkubreytingin hefur hins vegar sætt gagnrýni víða, meðal annars á þeim forsendum að breytingin komi niður á framleiðni og jafnvel heilsu fólks. Tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana frá Flórída hafa lagt fram frumvarp á Bandaríkjaþingi um að taka upp sumartíma allt árið. Klukkunni yrði þannig flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. Mögulega var Trump einn þeirra sem klukkubreytingin um helgina fór illa í því í morgun tísti hann um málið. „Það er allt í lagi fyrir mér að gera sumartímann varanlegan!“ tísti forsetinn.Making Daylight Saving Time permanent is O.K. with me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 11, 2019 Nokkur ríki Bandaríkjanna hafa þegar samþykkt að hætta að breyta klukkunni tvisvar á ári, þar á meðal Flórída, að sögn Politico. Þar var ákveðið að hafa sumartíma allt árið í fyrra. Það er þveröfug þróun við Ísland þar sem tillaga liggur fyrir um að seinka klukkunni um klukkustund til að fjölga birtustundum að morgni. „Sólskinsverndarfrumvarpið mun gera Flórídabúum og gestum kleift að njóta fallega ríkisins okkar jafnvel seinna á daginn og mun koma ferðamannaiðnaði Flórída sem á enn eitt metárið að baki til góða,“ sagði Rick Scott, annar þingmannanna sem lögðu fram frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið, í yfirlýsingu í síðustu viku. Skoðanir eru skiptar um ágæti þess að taka upp sumartíma allt árið. Marco Rubio, annar flutningsmanna frumvarpsins, bendir á skýrslu sem sagði að glæpatíðni lækkaði merkjanlega þegar birtan varir lengur á daginn eftir skiptin yfir í sumartíma. Þá nýtur hugmyndin stuðnings golfíþróttarinnar og grilliðnaðarins enda njóta vörur þeirra góðs af fleiri birtustundum eftir vinnu, að sögn Washington Post. Foreldrasamtök hafa þó lýst algerri andstöðu við að hafa sumartíma á veturna og vísa til þess að meira myrkur og kuldi á morgnana ógni öryggi barna sem ganga eða taka rútu í skólann.
Bandaríkin Donald Trump Klukkan á Íslandi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira