Farþegar Icelandair hringja inn vegna slyssins Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 11. mars 2019 14:51 Boeing 737 Max vél Icelandair. Icelandair Kínversk flugmálayfirvöld ákváðu í nótt að kyrrsetja allar Boeing 737-MAX 8 flugvélar þar í landi eftir flugslysið í Eþíópíu í gær. Þrjár slíkar þotur eru í íslenska flugflotanum og segir framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair ekkert benda til þess að Icelandair muni kyrrsetja sínar vélar. Nokkuð hefur borið á því að viðskiptavinir félagsins hafi haft samband við þjónustuver vegna slyssins í gær. Boeing 737-MAX 8 flugvél eþíópíska flugfélagsins Ethiopian Airlines sem fórst skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa með 157 um borð er önnur flugvél þessarar gerðar sem ferst á tæpu hálfu ári. Fyrra slysið varð þegar flugvél Lion Air fórst á leið sinni frá Indónesíu. Rætt hefur verið um líkindi með flugslysi Lion Air flugvélarinnar og Eþíópían Airlines í gær en eftir slys þess fyrrnefnda í lok október í fyrra áréttaði Boeing-flugvélaframleiðandinn mikilvægi þess að flugmenn og flugstjórar fylgi verklagsreglum í handbókum vélanna.Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Stöð 2/Sigurjón ÓlasonKínversk flugmálayfirvöld ákvaðu í nótt að kyrrsetja allar vélar þessarar tegundar í landinu og sömu ákvörðun tók flugfélagið Ethiopian Airlines. Um er að ræða níutíu þotur af um 300 sem eru í umferð en tegundin er með þeim nýjustu sem Boeing hefur framleitt. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Icelandair segir að ekki liggi fyrir að kyrrsetja eigi flugvélar Icelandair. „Nei, það hefur ekkert nýtt borist, hvorki frá framleiðendum né yfirvöldum hér. Það væri óeðlilegt að velta ekki fyrir sér öllum hliðum á þessu máli og það er eðlilegt að fólk spyrji sig spurninga. Við hins vegar fylgjumst mjög vel með stöðu mála, fáum allar upplýsingar um leið og þær berast og fylgjum þeim ábendingum um það,“ segir Jens. „Þrátt fyrir að geti mögulega verið tengsl á milli þessara atburða þá er líka ýmislegt sem bendir til þess að svo sé ekki. Um leið og við færum að hafa verulegar áhyggjur þá myndum við bregðast við um leið.“ Jens segir eitthvað um að flugfarþegar hafi haft samband við þjónustuver Icelandair vegna slyssins í gær. „Við náttúrulega reynum að skýra málið og skýra okkar afstöðu fyrir þeim viðskiptavinum sem hringja. Það hefur verið eitthvað um hringingar frá viðskiptavinum.“ Gengi flugvélaframleiðandans Boeing hafa hríðfallið í morgun og þá hefur gengi hlutabréfabréfa Icelandair í Kauphöllinni hefur lækkað um tíu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Viðskipti með bréf í félaginu nema rúmum 150 milljónum króna það sem af er degi. Hrunið má að einhverju leyti tengja flugslysinu í Eþíópíu í gær sem og tíðindum af mögulega auknu framlagi Indigo Partners í rekstur WOW air. Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Kínverjar kyrrsetja Boeing 737 Max 8 Kínversk flugmálayfirvöld hafa ákveðið kyrrsetja Boeing 737 Max 8 þotur kínverskra flugfélaga, eftir hið mannskæða flugslys sem varð í Eþíópíu um helgina. 11. mars 2019 06:41 Hrun hjá Icelandair í Kauphöllinni í morgunsárið Gengi bréfa Icelandair í Kauphöllinni hefur lækkað um tíu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. 11. mars 2019 10:27 Boeing 737 MAX 8: Samgöngustofa fylgist grannt með gangi mála Íslensk flugumferðaryfirvöld fylgist grannt með umræðunni innan og ákvörðunum Flugöryggisstofnunar Evrópu um Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX 8. 11. mars 2019 11:05 Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15 Mest lesið Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Kínversk flugmálayfirvöld ákváðu í nótt að kyrrsetja allar Boeing 737-MAX 8 flugvélar þar í landi eftir flugslysið í Eþíópíu í gær. Þrjár slíkar þotur eru í íslenska flugflotanum og segir framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair ekkert benda til þess að Icelandair muni kyrrsetja sínar vélar. Nokkuð hefur borið á því að viðskiptavinir félagsins hafi haft samband við þjónustuver vegna slyssins í gær. Boeing 737-MAX 8 flugvél eþíópíska flugfélagsins Ethiopian Airlines sem fórst skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa með 157 um borð er önnur flugvél þessarar gerðar sem ferst á tæpu hálfu ári. Fyrra slysið varð þegar flugvél Lion Air fórst á leið sinni frá Indónesíu. Rætt hefur verið um líkindi með flugslysi Lion Air flugvélarinnar og Eþíópían Airlines í gær en eftir slys þess fyrrnefnda í lok október í fyrra áréttaði Boeing-flugvélaframleiðandinn mikilvægi þess að flugmenn og flugstjórar fylgi verklagsreglum í handbókum vélanna.Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Stöð 2/Sigurjón ÓlasonKínversk flugmálayfirvöld ákvaðu í nótt að kyrrsetja allar vélar þessarar tegundar í landinu og sömu ákvörðun tók flugfélagið Ethiopian Airlines. Um er að ræða níutíu þotur af um 300 sem eru í umferð en tegundin er með þeim nýjustu sem Boeing hefur framleitt. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Icelandair segir að ekki liggi fyrir að kyrrsetja eigi flugvélar Icelandair. „Nei, það hefur ekkert nýtt borist, hvorki frá framleiðendum né yfirvöldum hér. Það væri óeðlilegt að velta ekki fyrir sér öllum hliðum á þessu máli og það er eðlilegt að fólk spyrji sig spurninga. Við hins vegar fylgjumst mjög vel með stöðu mála, fáum allar upplýsingar um leið og þær berast og fylgjum þeim ábendingum um það,“ segir Jens. „Þrátt fyrir að geti mögulega verið tengsl á milli þessara atburða þá er líka ýmislegt sem bendir til þess að svo sé ekki. Um leið og við færum að hafa verulegar áhyggjur þá myndum við bregðast við um leið.“ Jens segir eitthvað um að flugfarþegar hafi haft samband við þjónustuver Icelandair vegna slyssins í gær. „Við náttúrulega reynum að skýra málið og skýra okkar afstöðu fyrir þeim viðskiptavinum sem hringja. Það hefur verið eitthvað um hringingar frá viðskiptavinum.“ Gengi flugvélaframleiðandans Boeing hafa hríðfallið í morgun og þá hefur gengi hlutabréfabréfa Icelandair í Kauphöllinni hefur lækkað um tíu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Viðskipti með bréf í félaginu nema rúmum 150 milljónum króna það sem af er degi. Hrunið má að einhverju leyti tengja flugslysinu í Eþíópíu í gær sem og tíðindum af mögulega auknu framlagi Indigo Partners í rekstur WOW air.
Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Kínverjar kyrrsetja Boeing 737 Max 8 Kínversk flugmálayfirvöld hafa ákveðið kyrrsetja Boeing 737 Max 8 þotur kínverskra flugfélaga, eftir hið mannskæða flugslys sem varð í Eþíópíu um helgina. 11. mars 2019 06:41 Hrun hjá Icelandair í Kauphöllinni í morgunsárið Gengi bréfa Icelandair í Kauphöllinni hefur lækkað um tíu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. 11. mars 2019 10:27 Boeing 737 MAX 8: Samgöngustofa fylgist grannt með gangi mála Íslensk flugumferðaryfirvöld fylgist grannt með umræðunni innan og ákvörðunum Flugöryggisstofnunar Evrópu um Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX 8. 11. mars 2019 11:05 Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15 Mest lesið Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Kínverjar kyrrsetja Boeing 737 Max 8 Kínversk flugmálayfirvöld hafa ákveðið kyrrsetja Boeing 737 Max 8 þotur kínverskra flugfélaga, eftir hið mannskæða flugslys sem varð í Eþíópíu um helgina. 11. mars 2019 06:41
Hrun hjá Icelandair í Kauphöllinni í morgunsárið Gengi bréfa Icelandair í Kauphöllinni hefur lækkað um tíu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. 11. mars 2019 10:27
Boeing 737 MAX 8: Samgöngustofa fylgist grannt með gangi mála Íslensk flugumferðaryfirvöld fylgist grannt með umræðunni innan og ákvörðunum Flugöryggisstofnunar Evrópu um Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX 8. 11. mars 2019 11:05
Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15