Boeing 737 MAX 8: Samgöngustofa fylgist grannt með gangi mála Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2019 11:05 Icelandair gerir út þrjár vélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Skjáskot úr kynningarmyndbandi Icelandair Samgöngustofa fylgist grannt með málefnum Boeing 737 MAX 8 vélanna í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu í gær þar sem 157 manns fórust. Fulltrúar Icelandair hafa sagt að ekki standi til að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8 vélar félagsins eða þá að grípa til sérstakra aðgerða, en flugfélagið gerir út þrjár slíkar vélar - Jökulsárlón, Látrabjarg og Dyrhólaey. Slysið í Eþíópíu er annað flugslysið á um hálfu ári þar sem umrædd flugvélategund kemur við sögu, en vél Lion Air sem fórst við Jakarta í Indónesíu í október. Í báðum tilvikum hröpuðu vélarnar skömmu eftir flugtak. Greint var frá því í morgun að kínversk flugmálayfirvöld hafi ákveðið að kyrrsetja allar vélarnar af tegundinni 737 MAX 8, alls rúmlega níutíu vélar. Sömuleiðis hafi Ethiopian Airlines og Cayman Airways kyrrsett sínar vélar.Samstarf flugmálayfirvalda Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir að samstarf flugmálayfirvalda í Evrópu snúist að stærstum hluta um samstarf um öryggi. Íslensk flugumferðaryfirvöld fylgist því grannt með umræðunni innan og ákvörðunum Flugöryggisstofnunar Evrópu, sem og í Bandaríkjunum. „Þar hefur ekki verið tekið nein ákvörðun um kyrrsetningu á þessum vélum,“ segir Þórhildur Elín. Hún segir að sömuleiðis eigi Samgöngustofa í samstarfi við við flugrekandann, sem er Icelandair í þessu tilviki. Icelandair eigi svo í samstarfi við framleiðandann Boeing. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Kínverjar kyrrsetja Boeing 737 Max 8 Kínversk flugmálayfirvöld hafa ákveðið kyrrsetja Boeing 737 Max 8 þotur kínverskra flugfélaga, eftir hið mannskæða flugslys sem varð í Eþíópíu um helgina. 11. mars 2019 06:41 Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Samgöngustofa fylgist grannt með málefnum Boeing 737 MAX 8 vélanna í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu í gær þar sem 157 manns fórust. Fulltrúar Icelandair hafa sagt að ekki standi til að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8 vélar félagsins eða þá að grípa til sérstakra aðgerða, en flugfélagið gerir út þrjár slíkar vélar - Jökulsárlón, Látrabjarg og Dyrhólaey. Slysið í Eþíópíu er annað flugslysið á um hálfu ári þar sem umrædd flugvélategund kemur við sögu, en vél Lion Air sem fórst við Jakarta í Indónesíu í október. Í báðum tilvikum hröpuðu vélarnar skömmu eftir flugtak. Greint var frá því í morgun að kínversk flugmálayfirvöld hafi ákveðið að kyrrsetja allar vélarnar af tegundinni 737 MAX 8, alls rúmlega níutíu vélar. Sömuleiðis hafi Ethiopian Airlines og Cayman Airways kyrrsett sínar vélar.Samstarf flugmálayfirvalda Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir að samstarf flugmálayfirvalda í Evrópu snúist að stærstum hluta um samstarf um öryggi. Íslensk flugumferðaryfirvöld fylgist því grannt með umræðunni innan og ákvörðunum Flugöryggisstofnunar Evrópu, sem og í Bandaríkjunum. „Þar hefur ekki verið tekið nein ákvörðun um kyrrsetningu á þessum vélum,“ segir Þórhildur Elín. Hún segir að sömuleiðis eigi Samgöngustofa í samstarfi við við flugrekandann, sem er Icelandair í þessu tilviki. Icelandair eigi svo í samstarfi við framleiðandann Boeing.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Kínverjar kyrrsetja Boeing 737 Max 8 Kínversk flugmálayfirvöld hafa ákveðið kyrrsetja Boeing 737 Max 8 þotur kínverskra flugfélaga, eftir hið mannskæða flugslys sem varð í Eþíópíu um helgina. 11. mars 2019 06:41 Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Kínverjar kyrrsetja Boeing 737 Max 8 Kínversk flugmálayfirvöld hafa ákveðið kyrrsetja Boeing 737 Max 8 þotur kínverskra flugfélaga, eftir hið mannskæða flugslys sem varð í Eþíópíu um helgina. 11. mars 2019 06:41
Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15