Neysla er loftslagsmál Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 11. mars 2019 07:30 Eitt er það sem við deilum öll saman, með nærri 8 milljörðum annarra: Jörðin. Við deilum henni sömuleiðis með öllum sem á eftir okkur koma – líka þeim sem fæðast árið 2700 og árið 4500. Á merkilega fáum áratugum hefur einni tegund lífvera hins vegar tekist að koma af stað ferlum sem ógna öllum öðrum tegundum á plánetunni. Við stöndum frammi fyrir geigvænlegum breytingum á loftslaginu og hjarta vandans er neysla af ýmsum toga – stanslaus og ósjálfbær neysla. Vitanlega þurfum við margvíslega hluti í daglegu lífi okkar og að sjálfsögðu þurfum við mat og fatnað. En til dæmis það að einn þriðji hluti matar í heiminum endi í ruslinu án þess að nokkur hafi neytt hans er galið og hefur gríðarleg loftslagsáhrif. Á einhverjum tímapunkti hætti fólk að gera við og laga hluti og keypti í staðinn nýja. Jafnsjálfsagt varð hjá mörgum að fara með flugvél til útlanda yfir helgi og áður var að skjótast í sumarbústað innanlands. Öll þessi neysla á sér ekki stað í tómi heldur hefur umhverfisáhrif og bein áhrif á loftslagið. Í gær hófst á RÚV ný íslensk þáttaröð „Hvað höfum við gert?“ sem fjallar um áskoranir mannkyns í loftslagsmálum. Þáttur gærkvöldsins fjallaði m.a. um áhrif neysluhyggjunnar og það er mikilvægt. Um leið og við horfumst í augu við vandann verðum við að gæta þess að einbeita okkur að því að leysa málin og vinna þannig á loftslagskvíðanum sem við finnum svo mörg fyrir. Við getum sannarlega brugðist við og breytt þróuninni til betri vegar. Allt sem við gerum hefur áhrif. Vitanlega er þó ekki hægt að hengja allar lausnir á einstaklinginn. Fyrirtæki um allan heim þurfa að taka til í sínum ranni, ríkisstjórnir, sveitarstjórnir, alþjóðleg stórfyrirtæki. Við erum öll saman í liði í þessu stóra verkefni. Umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna hefst í Kenía í dag og þar verður kastljósinu m.a. beint að neyslu og áhrifum hennar á Jörðina. Áskoranirnar eru fjölmargar en lausnirnar eru það sem betur fer líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt er það sem við deilum öll saman, með nærri 8 milljörðum annarra: Jörðin. Við deilum henni sömuleiðis með öllum sem á eftir okkur koma – líka þeim sem fæðast árið 2700 og árið 4500. Á merkilega fáum áratugum hefur einni tegund lífvera hins vegar tekist að koma af stað ferlum sem ógna öllum öðrum tegundum á plánetunni. Við stöndum frammi fyrir geigvænlegum breytingum á loftslaginu og hjarta vandans er neysla af ýmsum toga – stanslaus og ósjálfbær neysla. Vitanlega þurfum við margvíslega hluti í daglegu lífi okkar og að sjálfsögðu þurfum við mat og fatnað. En til dæmis það að einn þriðji hluti matar í heiminum endi í ruslinu án þess að nokkur hafi neytt hans er galið og hefur gríðarleg loftslagsáhrif. Á einhverjum tímapunkti hætti fólk að gera við og laga hluti og keypti í staðinn nýja. Jafnsjálfsagt varð hjá mörgum að fara með flugvél til útlanda yfir helgi og áður var að skjótast í sumarbústað innanlands. Öll þessi neysla á sér ekki stað í tómi heldur hefur umhverfisáhrif og bein áhrif á loftslagið. Í gær hófst á RÚV ný íslensk þáttaröð „Hvað höfum við gert?“ sem fjallar um áskoranir mannkyns í loftslagsmálum. Þáttur gærkvöldsins fjallaði m.a. um áhrif neysluhyggjunnar og það er mikilvægt. Um leið og við horfumst í augu við vandann verðum við að gæta þess að einbeita okkur að því að leysa málin og vinna þannig á loftslagskvíðanum sem við finnum svo mörg fyrir. Við getum sannarlega brugðist við og breytt þróuninni til betri vegar. Allt sem við gerum hefur áhrif. Vitanlega er þó ekki hægt að hengja allar lausnir á einstaklinginn. Fyrirtæki um allan heim þurfa að taka til í sínum ranni, ríkisstjórnir, sveitarstjórnir, alþjóðleg stórfyrirtæki. Við erum öll saman í liði í þessu stóra verkefni. Umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna hefst í Kenía í dag og þar verður kastljósinu m.a. beint að neyslu og áhrifum hennar á Jörðina. Áskoranirnar eru fjölmargar en lausnirnar eru það sem betur fer líka.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun