25 milljónir til björgunarstarfa í Mósambík og Malaví Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2019 12:23 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að eyðileggingin á svæðinu vegna Idai sé meiri en orð fái lýst og að íbúar hamfarasvæðanna hafi liðið ómældar þjáningar. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að fela Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna að ráðstafa 25 milljónum íslenskra króna til björgunarstarfa á hamfarasvæðunum í Mósambík og Malaví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Óttast er að á annað þúsund hafi látið lífið í ofsaflóðum í kjölfar fellibylsins Idai sem gekk yfir sunnanverða Afríku fyrr í mánuðinum. Í tilkynningunni kemur fram að þegar hafi verið staðfest að rúmlega 760 hafi farist. Hundruð íbúa er enn saknað, flestra í Beira og nágrenni, þar sem tæplega 34 þúsund heimili eyðilögðust. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra að eyðileggingin á svæðinu vegna Idai sé meiri en orð fá lýst og íbúar hamfarasvæðanna hafi liðið ómældar þjáningar. „Við getum ekki staðið aðgerðalaus hjá slíkum hörmungum heldur ber okkur siðferðisleg skylda til að hjálpa þeim sem um sárt eiga binda, ekki síst í ljósi þess að um samstarfsríki Íslands til margra ára er að ræða.“ Björgunarsveitir leggja nú áherslu á matvæla- og lyfjaaðstoð, vatn- og salernisaðstöðu, auk þess sem kapp er lagt á að koma upp neyðarskýlum. „Heilbrigðisstarfsfólk leggur nótt við dag að bólusetja íbúa gegn kóleru til að freista þess að afstýra faraldri. Þegar hafa verið staðfest 139 tilvik þessa banvæna smitsjúkdóms í Mósambík. Aðrir vatnsbornir sjúkdómar hafa líka látið á sér kræla,“ segir í tilkynningunni. Malaví er annað tveggja samstarfslanda Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Íslendingar lokuðu sendiráðu sínu í Mósambík fyrir um ári en styðja þó áfram þróunarstarf í landinu, að því er fram kemur í tilkynningunni. Malaví Mósambík Utanríkismál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að fela Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna að ráðstafa 25 milljónum íslenskra króna til björgunarstarfa á hamfarasvæðunum í Mósambík og Malaví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Óttast er að á annað þúsund hafi látið lífið í ofsaflóðum í kjölfar fellibylsins Idai sem gekk yfir sunnanverða Afríku fyrr í mánuðinum. Í tilkynningunni kemur fram að þegar hafi verið staðfest að rúmlega 760 hafi farist. Hundruð íbúa er enn saknað, flestra í Beira og nágrenni, þar sem tæplega 34 þúsund heimili eyðilögðust. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra að eyðileggingin á svæðinu vegna Idai sé meiri en orð fá lýst og íbúar hamfarasvæðanna hafi liðið ómældar þjáningar. „Við getum ekki staðið aðgerðalaus hjá slíkum hörmungum heldur ber okkur siðferðisleg skylda til að hjálpa þeim sem um sárt eiga binda, ekki síst í ljósi þess að um samstarfsríki Íslands til margra ára er að ræða.“ Björgunarsveitir leggja nú áherslu á matvæla- og lyfjaaðstoð, vatn- og salernisaðstöðu, auk þess sem kapp er lagt á að koma upp neyðarskýlum. „Heilbrigðisstarfsfólk leggur nótt við dag að bólusetja íbúa gegn kóleru til að freista þess að afstýra faraldri. Þegar hafa verið staðfest 139 tilvik þessa banvæna smitsjúkdóms í Mósambík. Aðrir vatnsbornir sjúkdómar hafa líka látið á sér kræla,“ segir í tilkynningunni. Malaví er annað tveggja samstarfslanda Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Íslendingar lokuðu sendiráðu sínu í Mósambík fyrir um ári en styðja þó áfram þróunarstarf í landinu, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Malaví Mósambík Utanríkismál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira