Dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga sambýliskonu sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. mars 2019 11:54 Dómurinn var kveðinn upp í gær. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í tveggja og hálfs árs langt fangelsi fyrir að nauðga sambýliskonu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir að fara upp í rúm til konunnar að nóttu til í ágúst 2015 þar sem hann beitti hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þegar konan gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu lýsti hún því að maðurinn hefði ruðst inn í herbergið til hennar, rifið fötin utan af henni og þvingað hana til kynferðismaka. Sagði hún að sonur sinn hefði verið heima og að hann hefði orðið var við það sem gekk á í herberginu. Þá sagði konan jafnframt að maðurinn hefði nauðgað henni þrisvar þetta sama sumar 2015. Maðurinn neitaði sök en í niðurstöðukafla dómsins er framburður 12 ára sonar konunnar í Barnahúsi rakinn: „Í vætti hans kom fram að brotaþoli hefði verið sofandi inni í svefnherbergi, en það herbergi hafi verið við hlið herbergis vitnisins. Hafi vitnið heyrt brotaþola segja ákærða að hætta, að þessu lyki ekki svona og að hún ætlaði til lögreglu og að ákærði færi í fangelsi. Hann kæmist ekki upp með þetta. Þessi atburðarás hafi staðið í tuttugu mínútur til hálftíma. Af hljóðum að dæma úr herberginu hafi vitnið talið líklegt að ákærði væri að nauðga brotaþola. Hafi hann ráðið það af rödd ákærða og brotaþola. Vitnið hafi rætt þessa hluti við brotaþola næsta dag. Hafi brotaþoli þá sagt að ákærði hefði nauðgað henni.“ Þá er í niðurstöðukafla einnig vísað í tvö vitni sem komu fyrir dóm og voru á þeim tíma sem brotið átti sér stað vinir konunnar. Greindi konan þeim frá ofbeldinu sem hún hafði orðið fyrir af hálfu sambýlismanns síns. Ákærði hafði aftur á móti orðið missaga um tiltekin atriði málsins og mat dómurinn framburð hans ótrúverðugan. Konan hafði aftur á móti verið samkvæms sjálfri sér um meginatriði málsins. Var ákærði því dæmdur í tveggja og hálfs árs langt fangelsi og til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Þá var hann einnig dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, alls um þrjár milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í tveggja og hálfs árs langt fangelsi fyrir að nauðga sambýliskonu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir að fara upp í rúm til konunnar að nóttu til í ágúst 2015 þar sem hann beitti hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þegar konan gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu lýsti hún því að maðurinn hefði ruðst inn í herbergið til hennar, rifið fötin utan af henni og þvingað hana til kynferðismaka. Sagði hún að sonur sinn hefði verið heima og að hann hefði orðið var við það sem gekk á í herberginu. Þá sagði konan jafnframt að maðurinn hefði nauðgað henni þrisvar þetta sama sumar 2015. Maðurinn neitaði sök en í niðurstöðukafla dómsins er framburður 12 ára sonar konunnar í Barnahúsi rakinn: „Í vætti hans kom fram að brotaþoli hefði verið sofandi inni í svefnherbergi, en það herbergi hafi verið við hlið herbergis vitnisins. Hafi vitnið heyrt brotaþola segja ákærða að hætta, að þessu lyki ekki svona og að hún ætlaði til lögreglu og að ákærði færi í fangelsi. Hann kæmist ekki upp með þetta. Þessi atburðarás hafi staðið í tuttugu mínútur til hálftíma. Af hljóðum að dæma úr herberginu hafi vitnið talið líklegt að ákærði væri að nauðga brotaþola. Hafi hann ráðið það af rödd ákærða og brotaþola. Vitnið hafi rætt þessa hluti við brotaþola næsta dag. Hafi brotaþoli þá sagt að ákærði hefði nauðgað henni.“ Þá er í niðurstöðukafla einnig vísað í tvö vitni sem komu fyrir dóm og voru á þeim tíma sem brotið átti sér stað vinir konunnar. Greindi konan þeim frá ofbeldinu sem hún hafði orðið fyrir af hálfu sambýlismanns síns. Ákærði hafði aftur á móti orðið missaga um tiltekin atriði málsins og mat dómurinn framburð hans ótrúverðugan. Konan hafði aftur á móti verið samkvæms sjálfri sér um meginatriði málsins. Var ákærði því dæmdur í tveggja og hálfs árs langt fangelsi og til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Þá var hann einnig dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, alls um þrjár milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira