Dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga sambýliskonu sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. mars 2019 11:54 Dómurinn var kveðinn upp í gær. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í tveggja og hálfs árs langt fangelsi fyrir að nauðga sambýliskonu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir að fara upp í rúm til konunnar að nóttu til í ágúst 2015 þar sem hann beitti hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þegar konan gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu lýsti hún því að maðurinn hefði ruðst inn í herbergið til hennar, rifið fötin utan af henni og þvingað hana til kynferðismaka. Sagði hún að sonur sinn hefði verið heima og að hann hefði orðið var við það sem gekk á í herberginu. Þá sagði konan jafnframt að maðurinn hefði nauðgað henni þrisvar þetta sama sumar 2015. Maðurinn neitaði sök en í niðurstöðukafla dómsins er framburður 12 ára sonar konunnar í Barnahúsi rakinn: „Í vætti hans kom fram að brotaþoli hefði verið sofandi inni í svefnherbergi, en það herbergi hafi verið við hlið herbergis vitnisins. Hafi vitnið heyrt brotaþola segja ákærða að hætta, að þessu lyki ekki svona og að hún ætlaði til lögreglu og að ákærði færi í fangelsi. Hann kæmist ekki upp með þetta. Þessi atburðarás hafi staðið í tuttugu mínútur til hálftíma. Af hljóðum að dæma úr herberginu hafi vitnið talið líklegt að ákærði væri að nauðga brotaþola. Hafi hann ráðið það af rödd ákærða og brotaþola. Vitnið hafi rætt þessa hluti við brotaþola næsta dag. Hafi brotaþoli þá sagt að ákærði hefði nauðgað henni.“ Þá er í niðurstöðukafla einnig vísað í tvö vitni sem komu fyrir dóm og voru á þeim tíma sem brotið átti sér stað vinir konunnar. Greindi konan þeim frá ofbeldinu sem hún hafði orðið fyrir af hálfu sambýlismanns síns. Ákærði hafði aftur á móti orðið missaga um tiltekin atriði málsins og mat dómurinn framburð hans ótrúverðugan. Konan hafði aftur á móti verið samkvæms sjálfri sér um meginatriði málsins. Var ákærði því dæmdur í tveggja og hálfs árs langt fangelsi og til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Þá var hann einnig dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, alls um þrjár milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í tveggja og hálfs árs langt fangelsi fyrir að nauðga sambýliskonu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir að fara upp í rúm til konunnar að nóttu til í ágúst 2015 þar sem hann beitti hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þegar konan gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu lýsti hún því að maðurinn hefði ruðst inn í herbergið til hennar, rifið fötin utan af henni og þvingað hana til kynferðismaka. Sagði hún að sonur sinn hefði verið heima og að hann hefði orðið var við það sem gekk á í herberginu. Þá sagði konan jafnframt að maðurinn hefði nauðgað henni þrisvar þetta sama sumar 2015. Maðurinn neitaði sök en í niðurstöðukafla dómsins er framburður 12 ára sonar konunnar í Barnahúsi rakinn: „Í vætti hans kom fram að brotaþoli hefði verið sofandi inni í svefnherbergi, en það herbergi hafi verið við hlið herbergis vitnisins. Hafi vitnið heyrt brotaþola segja ákærða að hætta, að þessu lyki ekki svona og að hún ætlaði til lögreglu og að ákærði færi í fangelsi. Hann kæmist ekki upp með þetta. Þessi atburðarás hafi staðið í tuttugu mínútur til hálftíma. Af hljóðum að dæma úr herberginu hafi vitnið talið líklegt að ákærði væri að nauðga brotaþola. Hafi hann ráðið það af rödd ákærða og brotaþola. Vitnið hafi rætt þessa hluti við brotaþola næsta dag. Hafi brotaþoli þá sagt að ákærði hefði nauðgað henni.“ Þá er í niðurstöðukafla einnig vísað í tvö vitni sem komu fyrir dóm og voru á þeim tíma sem brotið átti sér stað vinir konunnar. Greindi konan þeim frá ofbeldinu sem hún hafði orðið fyrir af hálfu sambýlismanns síns. Ákærði hafði aftur á móti orðið missaga um tiltekin atriði málsins og mat dómurinn framburð hans ótrúverðugan. Konan hafði aftur á móti verið samkvæms sjálfri sér um meginatriði málsins. Var ákærði því dæmdur í tveggja og hálfs árs langt fangelsi og til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Þá var hann einnig dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, alls um þrjár milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira