Hann dæmdi þá leik Möltu og Færeyja sem Malta vann 2-1. Vilhjálmur dæmdi tvö víti í leiknum, gaf eitt rautt spjald og sex gul spjöld.
Eitt vítið var frekar vafasamt og svo virðist vera sem okkar maður hafi klikkað á að dæma víti sem Færeyingar virtust eiga að fá. Það sauð svo upp úr í uppbótartímanum er leikmenn höguðu sér eins og vitleysingar er Færeyingar minnkuðu muninn í 2-1.
Sjá má þessi læti hér að neðan.