Tim Duncan vissi ekki hver Ginobili var þegar að Spurs valdi hann 29. mars 2019 17:45 Tim Duncan fór á kostum. vísir/getty Argentínumaðurinn Manu Ginobili var í gærkvöldi heiðraður af San Antonio Spurs fyrir magnaðan feril en treyja hans númer 20 var hengd upp í rjáfur við mikla athöfn. Ginobili er kannski ein óvæntasta stjarna í sögu NBA-deildarinnar en fáir vissu hver hann var þegar að Spurs valdi hann 57. í nýliðavalinu árið 1999. Hann átti eftir að heilla aðdáendur NBA-deildarinnar næstu 16 árin og vinna fjóra meistaratitla með San Antonio en Argentínumaðurinn var tvisvar sinnum valinn í stjörnulið vesturdeildarinnar og þá var hann sjötti maður ársins árið 2008. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, og fyrrverandi liðsfélagar Ginobili á borð við Tony Parker og Tim Duncan héldu ræður um félaga sinn í gærkvöldi og verður ekki annað sagt en að Tim Duncan hafi farið á kostum.„Ég sat heima á hverju ári og horfði á nýliðavalið og fylgdist með okkur velja leikmenn sem ég hafði aldrei heyrt um. Þetta árið völdum við Emanuel Ginobili,“ sagði Duncan og bar eftirnafn Ginobili fram eins og hann gerði það árið 1999 og uppskar hlátrasköll. „Ég hringdi í Pop og spurði hver þetta væri og hann svaraði að þetta væri öflugur leikmaður. Ég nennti ekki að spá meira í þessu á þeim tíma því hann kom ekki fyrr en tveimur árum seinna.“ Ginobili mætti svo sumarið 2002 til leiks þegar að leikmenn Spurs voru að leika sér í körfubolta í æfingasal félagsins og lét Bruce Bowen, einn besti varnarmaður sögunnar, Ginobili heldur betur finna fyrir því í leiknum. „Bowen beitti öllum brögðunum í bókinni en Manu lét sér fátt um finnast. Hann breytti aldrei leik sínum og fór ekki að væla. Hann hélt bara áfram og þá vissi ég að þetta væri alvöru leikmaður,“ sagði Tim Duncan. Alla athöfnina má sjá hér að neðan en Duncan stígur á svið eftir rúmar 23 mínútur. NBA Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Argentínumaðurinn Manu Ginobili var í gærkvöldi heiðraður af San Antonio Spurs fyrir magnaðan feril en treyja hans númer 20 var hengd upp í rjáfur við mikla athöfn. Ginobili er kannski ein óvæntasta stjarna í sögu NBA-deildarinnar en fáir vissu hver hann var þegar að Spurs valdi hann 57. í nýliðavalinu árið 1999. Hann átti eftir að heilla aðdáendur NBA-deildarinnar næstu 16 árin og vinna fjóra meistaratitla með San Antonio en Argentínumaðurinn var tvisvar sinnum valinn í stjörnulið vesturdeildarinnar og þá var hann sjötti maður ársins árið 2008. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, og fyrrverandi liðsfélagar Ginobili á borð við Tony Parker og Tim Duncan héldu ræður um félaga sinn í gærkvöldi og verður ekki annað sagt en að Tim Duncan hafi farið á kostum.„Ég sat heima á hverju ári og horfði á nýliðavalið og fylgdist með okkur velja leikmenn sem ég hafði aldrei heyrt um. Þetta árið völdum við Emanuel Ginobili,“ sagði Duncan og bar eftirnafn Ginobili fram eins og hann gerði það árið 1999 og uppskar hlátrasköll. „Ég hringdi í Pop og spurði hver þetta væri og hann svaraði að þetta væri öflugur leikmaður. Ég nennti ekki að spá meira í þessu á þeim tíma því hann kom ekki fyrr en tveimur árum seinna.“ Ginobili mætti svo sumarið 2002 til leiks þegar að leikmenn Spurs voru að leika sér í körfubolta í æfingasal félagsins og lét Bruce Bowen, einn besti varnarmaður sögunnar, Ginobili heldur betur finna fyrir því í leiknum. „Bowen beitti öllum brögðunum í bókinni en Manu lét sér fátt um finnast. Hann breytti aldrei leik sínum og fór ekki að væla. Hann hélt bara áfram og þá vissi ég að þetta væri alvöru leikmaður,“ sagði Tim Duncan. Alla athöfnina má sjá hér að neðan en Duncan stígur á svið eftir rúmar 23 mínútur.
NBA Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira