Árbæingar vinna að stofnun rafíþróttadeildar innan Fylkis Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. mars 2019 10:30 Keppt var í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári. Fréttablaðið/Ernir Íþróttafélagið Fylkir vinnur þessa dagana að því að setja upp rafíþróttadeild innan félagsins. Með því yrði Fylkir fyrsta íslenska íþróttafélagið sem kemur upp sérstakri rafíþróttadeild innan félagsins. Fyrir er Fylkir með knattspyrnudeild, handboltadeild, blakdeild, fimleikadeild og karatedeild og er markmiðið að rafíþróttadeildin verði komin á laggirnar næsta haust. Björn Gíslason, formaður aðalstjórnar Fylkis, segir að hugmyndin eigi ekki langan aðdraganda en að stjórn Fylkis sé spennt fyrir þessu verkefni. „Þetta er allt saman í undirbúningi en við vonumst til þess að starfsemin verði komin á fullt í síðasta lagi í haust. Við erum í sambandi við Rafíþróttasamtök Íslands við að koma fótum undir deildina þegar kemur að þjálfun og að setja upp aðstöðu. Það er verið að taka saman kostnaðaráætlun þar sem við þurfum að setja upp aðstöðu til að iðka rafíþróttir,“ segir Björn og heldur áfram: „Markmið okkar er að koma upp aðstöðu í Fylkisselinu þar sem við erum með fimleika og karate.“ Fordæmi eru fyrir því að íþróttalið erlendis séu með rafíþróttalið á sínum snærum. FC Kaupmannahöfn keypti á síðasta ári eitt af stærstu rafíþróttaliðum Danmerkur. „Stjórnin heillaðist af þessu, sérstaklega þegar við sjáum þróunina í þessum geira í Danmörku. Það er hröð þróun í þessum bransa, ég sótti ráðstefnu í Danmörku á dögunum þar sem ég heillaðist af þessum hugmyndum.“ Ekki er vitað til þess að fleiri lið séu að stofna rafíþróttadeild. „Ég hef heyrt af áhuga en veit ekki af öðrum félögum sem eru að stofna deild. Innan ÍTR er hins vegar áhugi á að koma að þessu. Það eru margir sem einangrast við tölvuleikjaspilun en þetta er leið til að sameina þessa hópa. Með því fá krakkar tækifæri til að spila með jafnöldrum sínum sem deila þessu áhugamáli. Okkar hugmynd er að það verði hreyfing innifalin, hver sem það verður, og að þetta verði unnið í samstarfi við frístundamiðstöðvarnar. Það verður ekki bara setið við tölvuna allan daginn.“ Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, tekur því fagnandi að íslensk félög séu farin að skoða þennan möguleika. „Við finnum fyrir mun meiri áhuga eftir Reykjavíkurleikana á öllum stigum samfélagsins. Ég hef rætt við fulltrúa annarra íþróttafélaga á Íslandi en Fylkir er komið hvað lengst í þessu. Okkar markmið er að skapa jákvætt umhverfi fyrir þá sem kjósa að spila tölvuleiki eins og í öðrum íþróttum. Með þessu sköpum við vettvang fyrir þá sem vilja koma saman og rækta þetta áhugamál.“ Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sjá meira
Íþróttafélagið Fylkir vinnur þessa dagana að því að setja upp rafíþróttadeild innan félagsins. Með því yrði Fylkir fyrsta íslenska íþróttafélagið sem kemur upp sérstakri rafíþróttadeild innan félagsins. Fyrir er Fylkir með knattspyrnudeild, handboltadeild, blakdeild, fimleikadeild og karatedeild og er markmiðið að rafíþróttadeildin verði komin á laggirnar næsta haust. Björn Gíslason, formaður aðalstjórnar Fylkis, segir að hugmyndin eigi ekki langan aðdraganda en að stjórn Fylkis sé spennt fyrir þessu verkefni. „Þetta er allt saman í undirbúningi en við vonumst til þess að starfsemin verði komin á fullt í síðasta lagi í haust. Við erum í sambandi við Rafíþróttasamtök Íslands við að koma fótum undir deildina þegar kemur að þjálfun og að setja upp aðstöðu. Það er verið að taka saman kostnaðaráætlun þar sem við þurfum að setja upp aðstöðu til að iðka rafíþróttir,“ segir Björn og heldur áfram: „Markmið okkar er að koma upp aðstöðu í Fylkisselinu þar sem við erum með fimleika og karate.“ Fordæmi eru fyrir því að íþróttalið erlendis séu með rafíþróttalið á sínum snærum. FC Kaupmannahöfn keypti á síðasta ári eitt af stærstu rafíþróttaliðum Danmerkur. „Stjórnin heillaðist af þessu, sérstaklega þegar við sjáum þróunina í þessum geira í Danmörku. Það er hröð þróun í þessum bransa, ég sótti ráðstefnu í Danmörku á dögunum þar sem ég heillaðist af þessum hugmyndum.“ Ekki er vitað til þess að fleiri lið séu að stofna rafíþróttadeild. „Ég hef heyrt af áhuga en veit ekki af öðrum félögum sem eru að stofna deild. Innan ÍTR er hins vegar áhugi á að koma að þessu. Það eru margir sem einangrast við tölvuleikjaspilun en þetta er leið til að sameina þessa hópa. Með því fá krakkar tækifæri til að spila með jafnöldrum sínum sem deila þessu áhugamáli. Okkar hugmynd er að það verði hreyfing innifalin, hver sem það verður, og að þetta verði unnið í samstarfi við frístundamiðstöðvarnar. Það verður ekki bara setið við tölvuna allan daginn.“ Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, tekur því fagnandi að íslensk félög séu farin að skoða þennan möguleika. „Við finnum fyrir mun meiri áhuga eftir Reykjavíkurleikana á öllum stigum samfélagsins. Ég hef rætt við fulltrúa annarra íþróttafélaga á Íslandi en Fylkir er komið hvað lengst í þessu. Okkar markmið er að skapa jákvætt umhverfi fyrir þá sem kjósa að spila tölvuleiki eins og í öðrum íþróttum. Með þessu sköpum við vettvang fyrir þá sem vilja koma saman og rækta þetta áhugamál.“
Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sjá meira