Tillaga um innleiðingu rafíþrótta í starf íþróttafélaga Björn Gíslason skrifar 28. mars 2019 21:51 Þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi getur haft mjög jákvæð áhrif á félagsfærni barna, ekki síst til framtíðar litið. Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi jákvæðu tengsl, en nauðsynlegt er að börn fái þjálfun í félagsfærni enda getur slík færni hjálpað þeim á öllum stigum lífsins, bæði í leik og starfi. Sem borgarfulltrúi og formaður Íþróttafélagsins Fylkis fæ ég mjög gjarnan fregnir af börnum sem einangra sig félagslega, eru heima í tölvunni og geta jafnvel ekki slitið sig frá henni. Ástæða er til að ætla að tíðari fregnir af slíkum tilfellum muni berast, enda fleygir tækninni fram á ógnarhraða og tölvutæknin orðin órjúfanlegur hluti af lífi fólks nú til dags. Byltingarkennd og hröð tækniþróun þarf ekki endilega að vera neikvæð. Í dag þykir t.d. ekkert tiltökumál að hringja myndsímtal í börnin og barnabörnin sem búsett eru utan landsteinanna, jafnvel í annarri heimsálfu. Þá þykir okkur ekkert tiltökumál að vinna hvar sem er í heiminum, það eina sem þarf til er tölva. En auðvitað á tæknin líka sínar myrku hliðar og er ein birtingarmyndin sú að börn og ungmenni fara ekki út úr húsi, eiga nánast í engum mannlegum samskiptum sem leiðir til einangrunar. Þetta hefur alls konar fylgikvilla í för með sér, s.s. vanlíðan, kvíða, þunglyndi og offitu. En hvað er til ráða? Sjálfur hef ég haft miklar áhyggjur af þessari þróun og velt vöngum yfir henni. Reykjavíkurborg og íþróttafélögin öll geta nefnilega lagt sitt af mörkum í að snúa þessari þróun við og nýta tæknina til góðs. Í haust hafði ég spurnir af svokölluðum rafíþróttum, sem ganga út á að börn og unglingar mæli sér mót og æfi sig saman sem lið og einstaklingar í alls kyns tölvuleikjum. Rafíþróttir eru þannig eins og hefðbundnar íþróttir í þeim skilningi að iðkendur hittast á æfingum og keppa svo sín á milli á mótum, sams konar mótum og íþróttamótum. Þetta eitt og sér fær ungmenni til þess að fara út úr húsi, hitta aðra einstaklinga og mynda nauðsynleg félagsleg tengsl. Rafíþróttir sem almennar íþróttagreinar Eftir að hafa heyrt um rafíþróttir ákvað ég að mæla mér mót við menn sem þekkja þetta erlendis frá og sótti í kjölfarið ráðstefnu sem haldinn var hérlendis um málið. Sem formaður Íþróttafélagsins Fylkis lagði ég til að félagið yrði fyrst til þess að innleiða rafíþróttir inn í almennt íþróttastarf félagsins. Þannig myndum við skilgreina íþróttina sem almenna íþróttagrein innan félagsins. Nú er unnið hörðum höndum að stefnumótun sem felur í sér innleiðingu rafíþrótta innan félagsins. Þetta hefur verið gert víða á Norðurlöndunum, til að mynda í Danmörku og gefið góða raun. Í Danmörku njóta starfræktar rafíþróttadeildir mikilla vinsælda meðal iðkenda. Raunar hafa þær vaxið mjög hratt á umliðnum árum. Þarlendis hefur þátttaka foreldra jafnframt verið mikil. Sjálfur hef ég vakið máls á rafíþróttum í Menningar-, Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Þar hef ég viðrað þá hugmynd að innleiða rafíþróttir inn í starf allra íþróttafélaganna í Reykjavík, ekki síst með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir félagslega einangrun og auka félagsfærni barna og unglinga. Þessar hugmyndir hafa hlotið jákvæðar undirtektir í ráðinu enda allra hagur að snúa aðsteðjandi vandamálum í lausnir, þ.e. að snúa vörn í sókn. Ég hef því ákveðið að leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi þess efnis að íþróttafélögin í Reykjavík fái aðstoð við að innleiða rafíþróttir. Þannig gætu íþróttafélögin í Reykjavík óskað eftir samstarfi við borgina og borgin aðstoðað við að byggja upp deildir innan íþróttafélaganna í Reykjavík. Nýtum tæknina til góðs. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Íþróttafélagsins Fylkis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rafíþróttir Björn Gíslason Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi getur haft mjög jákvæð áhrif á félagsfærni barna, ekki síst til framtíðar litið. Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi jákvæðu tengsl, en nauðsynlegt er að börn fái þjálfun í félagsfærni enda getur slík færni hjálpað þeim á öllum stigum lífsins, bæði í leik og starfi. Sem borgarfulltrúi og formaður Íþróttafélagsins Fylkis fæ ég mjög gjarnan fregnir af börnum sem einangra sig félagslega, eru heima í tölvunni og geta jafnvel ekki slitið sig frá henni. Ástæða er til að ætla að tíðari fregnir af slíkum tilfellum muni berast, enda fleygir tækninni fram á ógnarhraða og tölvutæknin orðin órjúfanlegur hluti af lífi fólks nú til dags. Byltingarkennd og hröð tækniþróun þarf ekki endilega að vera neikvæð. Í dag þykir t.d. ekkert tiltökumál að hringja myndsímtal í börnin og barnabörnin sem búsett eru utan landsteinanna, jafnvel í annarri heimsálfu. Þá þykir okkur ekkert tiltökumál að vinna hvar sem er í heiminum, það eina sem þarf til er tölva. En auðvitað á tæknin líka sínar myrku hliðar og er ein birtingarmyndin sú að börn og ungmenni fara ekki út úr húsi, eiga nánast í engum mannlegum samskiptum sem leiðir til einangrunar. Þetta hefur alls konar fylgikvilla í för með sér, s.s. vanlíðan, kvíða, þunglyndi og offitu. En hvað er til ráða? Sjálfur hef ég haft miklar áhyggjur af þessari þróun og velt vöngum yfir henni. Reykjavíkurborg og íþróttafélögin öll geta nefnilega lagt sitt af mörkum í að snúa þessari þróun við og nýta tæknina til góðs. Í haust hafði ég spurnir af svokölluðum rafíþróttum, sem ganga út á að börn og unglingar mæli sér mót og æfi sig saman sem lið og einstaklingar í alls kyns tölvuleikjum. Rafíþróttir eru þannig eins og hefðbundnar íþróttir í þeim skilningi að iðkendur hittast á æfingum og keppa svo sín á milli á mótum, sams konar mótum og íþróttamótum. Þetta eitt og sér fær ungmenni til þess að fara út úr húsi, hitta aðra einstaklinga og mynda nauðsynleg félagsleg tengsl. Rafíþróttir sem almennar íþróttagreinar Eftir að hafa heyrt um rafíþróttir ákvað ég að mæla mér mót við menn sem þekkja þetta erlendis frá og sótti í kjölfarið ráðstefnu sem haldinn var hérlendis um málið. Sem formaður Íþróttafélagsins Fylkis lagði ég til að félagið yrði fyrst til þess að innleiða rafíþróttir inn í almennt íþróttastarf félagsins. Þannig myndum við skilgreina íþróttina sem almenna íþróttagrein innan félagsins. Nú er unnið hörðum höndum að stefnumótun sem felur í sér innleiðingu rafíþrótta innan félagsins. Þetta hefur verið gert víða á Norðurlöndunum, til að mynda í Danmörku og gefið góða raun. Í Danmörku njóta starfræktar rafíþróttadeildir mikilla vinsælda meðal iðkenda. Raunar hafa þær vaxið mjög hratt á umliðnum árum. Þarlendis hefur þátttaka foreldra jafnframt verið mikil. Sjálfur hef ég vakið máls á rafíþróttum í Menningar-, Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Þar hef ég viðrað þá hugmynd að innleiða rafíþróttir inn í starf allra íþróttafélaganna í Reykjavík, ekki síst með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir félagslega einangrun og auka félagsfærni barna og unglinga. Þessar hugmyndir hafa hlotið jákvæðar undirtektir í ráðinu enda allra hagur að snúa aðsteðjandi vandamálum í lausnir, þ.e. að snúa vörn í sókn. Ég hef því ákveðið að leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi þess efnis að íþróttafélögin í Reykjavík fái aðstoð við að innleiða rafíþróttir. Þannig gætu íþróttafélögin í Reykjavík óskað eftir samstarfi við borgina og borgin aðstoðað við að byggja upp deildir innan íþróttafélaganna í Reykjavík. Nýtum tæknina til góðs. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Íþróttafélagsins Fylkis.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun