WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Jakob Bjarnar og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. mars 2019 14:31 Frá Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem fjöldi strandaglópa hefur verið í dag vegna falls WOW air. vísir/vilhelm „Ég fékk meldingu núna áðan, um að málið hafi verið tekið fyrir klukkan 13:30. Og í kjölfarið var félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Ég og Þorsteinn Einarsson vorum skipaðir skiptastjórar,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í stuttu samtali við Vísi. Sveinn segir það ekki fara á milli mála að þetta verkefni sé stórt og þeir Þorsteinn séu að koma alveg nýir að þessu. Sveinn var á leið á fund vegna málsins þegar Vísir ræddi við hann nú fyrir skömmu. Þannig liggur ekkert fyrir um það til dæmis hvort starfsfólk fær greitt laun nú um mánaðamót eða hvort eitthvað fæst upp í kröfur í þrotabúið.Miklir rekstrarörðugleikar í töluverðan tíma Tilkynnt var um það í morgun að félagið hefði hætt starfsemi en í nótt var öllum flugferðum þess í dag aflýst. WOW air hafði verið í miklum rekstrarerfiðleikum í töluverðan tíma. Á þriðjudag tilkynnti félagið að skuldabréfaeigendur félagsins hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafar höfðu því í raun tekið félagið yfir og Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, var því ekki lengur eini eigandi þess. Hann var hins vegar hluthafi eins og aðrir skuldabréfaeigendur og var áfram forstjóri fyrirtækisins. Á sama tíma og tilkynnt var um að skuldabréfaeigendur hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé var tilkynnt að flugfélagið leitaði að mögulegum fjárfestum til að koma inn með fimm milljarða króna svo hægt væri að tryggja áframahaldandi rekstur flugfélagsins. Það tókst ekki. WOW air var stofnað árið 2011 og fór í jómfrúarflug sitt í maí 2012. Í október sama ár tók félagið yfir rekstur Iceland Express og ári síðar fékk WOW air flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Félagið óx hratt en fyrsta árið voru farþegarnir 111.400 talsins. Annað árið voru þeir orðnir 421.000 og árið 2014 voru þeir 495.000. Árið 2015 voru þeir 730.000 og árið 2016 voru farþegarnir orðnir 1,6 milljónir. Árið 2017 voru farþegarnir orðnir þrjár milljónir og í fyrra 3,5 milljónir. Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Tengdar fréttir Setti aleiguna í WOW: Trúir því að með „aðeins meiri tíma“ hefði tekist að bjarga félaginu Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. 28. mars 2019 12:36 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
„Ég fékk meldingu núna áðan, um að málið hafi verið tekið fyrir klukkan 13:30. Og í kjölfarið var félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Ég og Þorsteinn Einarsson vorum skipaðir skiptastjórar,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í stuttu samtali við Vísi. Sveinn segir það ekki fara á milli mála að þetta verkefni sé stórt og þeir Þorsteinn séu að koma alveg nýir að þessu. Sveinn var á leið á fund vegna málsins þegar Vísir ræddi við hann nú fyrir skömmu. Þannig liggur ekkert fyrir um það til dæmis hvort starfsfólk fær greitt laun nú um mánaðamót eða hvort eitthvað fæst upp í kröfur í þrotabúið.Miklir rekstrarörðugleikar í töluverðan tíma Tilkynnt var um það í morgun að félagið hefði hætt starfsemi en í nótt var öllum flugferðum þess í dag aflýst. WOW air hafði verið í miklum rekstrarerfiðleikum í töluverðan tíma. Á þriðjudag tilkynnti félagið að skuldabréfaeigendur félagsins hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafar höfðu því í raun tekið félagið yfir og Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, var því ekki lengur eini eigandi þess. Hann var hins vegar hluthafi eins og aðrir skuldabréfaeigendur og var áfram forstjóri fyrirtækisins. Á sama tíma og tilkynnt var um að skuldabréfaeigendur hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé var tilkynnt að flugfélagið leitaði að mögulegum fjárfestum til að koma inn með fimm milljarða króna svo hægt væri að tryggja áframahaldandi rekstur flugfélagsins. Það tókst ekki. WOW air var stofnað árið 2011 og fór í jómfrúarflug sitt í maí 2012. Í október sama ár tók félagið yfir rekstur Iceland Express og ári síðar fékk WOW air flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Félagið óx hratt en fyrsta árið voru farþegarnir 111.400 talsins. Annað árið voru þeir orðnir 421.000 og árið 2014 voru þeir 495.000. Árið 2015 voru þeir 730.000 og árið 2016 voru farþegarnir orðnir 1,6 milljónir. Árið 2017 voru farþegarnir orðnir þrjár milljónir og í fyrra 3,5 milljónir.
Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Tengdar fréttir Setti aleiguna í WOW: Trúir því að með „aðeins meiri tíma“ hefði tekist að bjarga félaginu Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. 28. mars 2019 12:36 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
Setti aleiguna í WOW: Trúir því að með „aðeins meiri tíma“ hefði tekist að bjarga félaginu Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. 28. mars 2019 12:36
Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06