Charlottesville-morðinginn játar sig sekan um hatursglæpi Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2019 13:51 Blóm til minningar um Heather Heyer sem lést af völdum nýnasista í Charlottesville þegar ár var liðið frá dauða hennar. Vísir/EPA Nýnasisti á þrítugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks í Charlottesville í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að kona lést játaði sig sekan um hatursglæpi þegar mál hans var tekið fyrir í gær. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en sleppur við dauðarefsingu. Ódæðið framdi maðurinn, sem er 21 árs gamall, undir lok uppþota sem áttu sér stað í borginni þegar hópar hvítra þjóðernissinna og hægri öfgamanna efndu til samkomu þar í ágúst árið 2017. Til átaka hafði komið á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra á götum borgarinnar. Maðurinn ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda í þröngri götu. Heather Heyer, 32 ára gömul kona, lést og fjöldi annarra særðust þegar þau urðu fyrir bíl mannsins. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekið inn í hópinn af ótta um öryggi sitt. Kviðdómur í ríkisdómstól í Virginíu sakfelldi manninn um morð og líkamsárásir og mælti með að hann yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi í desember. Alríkisyfirvöld ákærðu hann einnig fyrir hatursglæpi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann hafi játað sök í 29 af 30 ákæruliðum til að komast hjá dauðarefsingu. Játaði hann sig meðal annars sekan um að hafa valdið dauða Heyer og sárum hinna.New York Times segir að við hverju brotanna liggi lífstíðarfangelsi. William Barr, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu að brot mannsins væru „innanlandshryðjuverk“.Tilgangslaust að krefjast dauðarefsingar Susan Bro, móðir Heyer, segist sammála ákvörðun yfirvalda um að krefjast ekki dauðarefsingar yfir morðingja dóttur hennar. „Það er enginn tilgangur með því að drepa hann. Það færir Heather ekki til baka,“ segir hún. Refsing yfir manninnum í báðum málum verður ákvörðuð í júlí. Samkoma hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville var sú fjölmennasta í Bandaríkjunum í áratugi og ofbeldið sem fylgdi henni sló bandarísku þjóðina óhug. Donald Trump Bandaríkjaforseti var harðlega gagnrýndur þegar hann þráaðist fyrst lengi við að fordæma hægriöfgamenninna sérstaklega og síðar þegar hann lagði hvítu þjóðernissinnanna og mótmælendur þeirra að jöfnu. Sagði forsetinn að „mjög fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingum. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum vegna hatursglæpa. 12. desember 2018 07:44 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Nýnasisti á þrítugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks í Charlottesville í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að kona lést játaði sig sekan um hatursglæpi þegar mál hans var tekið fyrir í gær. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en sleppur við dauðarefsingu. Ódæðið framdi maðurinn, sem er 21 árs gamall, undir lok uppþota sem áttu sér stað í borginni þegar hópar hvítra þjóðernissinna og hægri öfgamanna efndu til samkomu þar í ágúst árið 2017. Til átaka hafði komið á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra á götum borgarinnar. Maðurinn ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda í þröngri götu. Heather Heyer, 32 ára gömul kona, lést og fjöldi annarra særðust þegar þau urðu fyrir bíl mannsins. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekið inn í hópinn af ótta um öryggi sitt. Kviðdómur í ríkisdómstól í Virginíu sakfelldi manninn um morð og líkamsárásir og mælti með að hann yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi í desember. Alríkisyfirvöld ákærðu hann einnig fyrir hatursglæpi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann hafi játað sök í 29 af 30 ákæruliðum til að komast hjá dauðarefsingu. Játaði hann sig meðal annars sekan um að hafa valdið dauða Heyer og sárum hinna.New York Times segir að við hverju brotanna liggi lífstíðarfangelsi. William Barr, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu að brot mannsins væru „innanlandshryðjuverk“.Tilgangslaust að krefjast dauðarefsingar Susan Bro, móðir Heyer, segist sammála ákvörðun yfirvalda um að krefjast ekki dauðarefsingar yfir morðingja dóttur hennar. „Það er enginn tilgangur með því að drepa hann. Það færir Heather ekki til baka,“ segir hún. Refsing yfir manninnum í báðum málum verður ákvörðuð í júlí. Samkoma hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville var sú fjölmennasta í Bandaríkjunum í áratugi og ofbeldið sem fylgdi henni sló bandarísku þjóðina óhug. Donald Trump Bandaríkjaforseti var harðlega gagnrýndur þegar hann þráaðist fyrst lengi við að fordæma hægriöfgamenninna sérstaklega og síðar þegar hann lagði hvítu þjóðernissinnanna og mótmælendur þeirra að jöfnu. Sagði forsetinn að „mjög fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingum.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum vegna hatursglæpa. 12. desember 2018 07:44 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Hann gæti enn átt dauðadóm yfir höfði sér í máli alríkisstjórnarinnar gegn honum vegna hatursglæpa. 12. desember 2018 07:44
Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53
Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kviðdómendur töldu manninn hafa ekið inn í hóp mótmælenda að yfirlögðu ráði. 8. desember 2018 09:04