Heimir Hallgríms í forsíðuviðtali á heimasíðu FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2019 09:30 Heimir Hallgrímsson frá tíma sínum sem þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson fer yfir gömul tímana með íslenska landsliðinu og nýju tímana í Katar í stóru forsíðuviðtali á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins. Heimir Hallgrímsson sagði meðal annars frá uppáhalds setningunni sem hann sagði við strákana í landsliðinu á milli Evrópumótsins 2016 og heimsmeistaramótsins 2018. Þau áttu örugglega sinn þátt í því að íslenska landsliðið fylgdi eftir ævintýrinu í Frakklandi með því að komast á HM í fyrsta sinn og setja með því nýtt heimsmet sem fámennasta þátttökuþjóð í sögu HM. Heimir hætti með íslenska landsliðið eftir HM í Rússlandi og réði sig síðan sem þjálfara hjá liði Al Arabi í Katar.He led Iceland to historic heights and a first #WorldCup Now coaching in Qatar, he's tipping the 2022 hosts for big things Heimir Hallgrimsson reflects on Russia 2018, his move to @alarabi_club and and prospects for the Icelanders and Qataris — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) March 28, 2019Blaðamaður kynnir Heimi til leiks og hefur eftir Eyjamanninum að þegar kemur að fótboltanum þá eigi eyjan í norðri og Arabíuríkið heilmargt sameiginlegt. Þar kemur líka fram að Heimir sé búinn að leggja tannlæknborinn til hliðar nú þegar hann er fluttur til Katar. Al Arabi hefur hingað til ekki haft mikla þolinmæði fyrir þjálfurum en Heimir er sá átjándi í röðinni frá árinu 2010. Landslið Katar vann Asíukeppnina á dögunum og koma þar mörgum á óvart. Blaðamaður FIFA telur sig heyra bergmál frá íslenska ævintýrinu í uppkomu katarska landsliðsins.Skjámynd/Forsíða heimasíðu FIFAHeimir gerir upp tímann með íslenska landsliðinu í viðtalinu en talar einnig um það sem er að gerast í Katar. Hann fer líka yfir það af hverju hann valdi starfið í Katar yfir tilboð frá Þýskalandi og Kanada. „Ég vildi frá nýja áskorun á stað þar sem ég vissi að væri mikill vöxtur. Deildin hér í Katar er að stækka hratt. Hluti ástæðunnar er að HM er að koma hingað en það er líka aukinn áhugi fyrir fótbolta í landinu og meðal ráðamanna. Í þessu umhverfi þar sem ég er í dag, þá er að ég að læra eitthvað nýtt hvert sem ég kem og ég var einmitt að leita að slíku. Ég vil halda áfram að vaxa sem þjálfari og sem einstaklingur. Ég þurfti á þessu að halda,“ segir Heimir. „Leiðin að árangri hjá Katar hefur verið svipaður og sá hjá íslenska landsliðinu. Í báðum löndum er byggt á fáum leikmönnum og þeir þurfa því að fá tækifæri til að vaxa og dafna. Flestir leikmenn í Asíumeistaraliði Katar hafa líka spilað saman með yngri landsliðunum alveg eins og stór hluti af íslenska landsliðinu,“ sagði Heimir. „Stærsta áskorunin er alltaf hugarfars eðlis. Eins og þegar við hlutum á neikvæða umræðu eins og „nú höfum við náð markmiðinu okkar þannig að nú getum við bara farið niður á við,“ segir Heimir, „Þetta heyrum við frá fólkinu í kringum okkur, í fjölmiðlunum en við erum líka að hugsa þetta sjálfir ef við pössum okkur ekki. Það er alltaf stærsta áskorunin að fá alla til að vinna áfram í því að gera enn betur, sama hvað hefur gerst,“ sagði Heimr. „Uppáhalds setningin mín á milli EM 2016 og HM 2018 var að árangur er ekki endastöð, heldur er þetta ferðalag í rétta átt. Árangur katarska landsliðsins stoppar ekki nú þegar liðið er orðið Asíumeistari. Árangur er að byggja ofan á það og fá alla til að finna leiðir til að bæta sig enn frekar,“ sagði Heimir. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Heimir Hallgrímsson fer yfir gömul tímana með íslenska landsliðinu og nýju tímana í Katar í stóru forsíðuviðtali á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins. Heimir Hallgrímsson sagði meðal annars frá uppáhalds setningunni sem hann sagði við strákana í landsliðinu á milli Evrópumótsins 2016 og heimsmeistaramótsins 2018. Þau áttu örugglega sinn þátt í því að íslenska landsliðið fylgdi eftir ævintýrinu í Frakklandi með því að komast á HM í fyrsta sinn og setja með því nýtt heimsmet sem fámennasta þátttökuþjóð í sögu HM. Heimir hætti með íslenska landsliðið eftir HM í Rússlandi og réði sig síðan sem þjálfara hjá liði Al Arabi í Katar.He led Iceland to historic heights and a first #WorldCup Now coaching in Qatar, he's tipping the 2022 hosts for big things Heimir Hallgrimsson reflects on Russia 2018, his move to @alarabi_club and and prospects for the Icelanders and Qataris — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) March 28, 2019Blaðamaður kynnir Heimi til leiks og hefur eftir Eyjamanninum að þegar kemur að fótboltanum þá eigi eyjan í norðri og Arabíuríkið heilmargt sameiginlegt. Þar kemur líka fram að Heimir sé búinn að leggja tannlæknborinn til hliðar nú þegar hann er fluttur til Katar. Al Arabi hefur hingað til ekki haft mikla þolinmæði fyrir þjálfurum en Heimir er sá átjándi í röðinni frá árinu 2010. Landslið Katar vann Asíukeppnina á dögunum og koma þar mörgum á óvart. Blaðamaður FIFA telur sig heyra bergmál frá íslenska ævintýrinu í uppkomu katarska landsliðsins.Skjámynd/Forsíða heimasíðu FIFAHeimir gerir upp tímann með íslenska landsliðinu í viðtalinu en talar einnig um það sem er að gerast í Katar. Hann fer líka yfir það af hverju hann valdi starfið í Katar yfir tilboð frá Þýskalandi og Kanada. „Ég vildi frá nýja áskorun á stað þar sem ég vissi að væri mikill vöxtur. Deildin hér í Katar er að stækka hratt. Hluti ástæðunnar er að HM er að koma hingað en það er líka aukinn áhugi fyrir fótbolta í landinu og meðal ráðamanna. Í þessu umhverfi þar sem ég er í dag, þá er að ég að læra eitthvað nýtt hvert sem ég kem og ég var einmitt að leita að slíku. Ég vil halda áfram að vaxa sem þjálfari og sem einstaklingur. Ég þurfti á þessu að halda,“ segir Heimir. „Leiðin að árangri hjá Katar hefur verið svipaður og sá hjá íslenska landsliðinu. Í báðum löndum er byggt á fáum leikmönnum og þeir þurfa því að fá tækifæri til að vaxa og dafna. Flestir leikmenn í Asíumeistaraliði Katar hafa líka spilað saman með yngri landsliðunum alveg eins og stór hluti af íslenska landsliðinu,“ sagði Heimir. „Stærsta áskorunin er alltaf hugarfars eðlis. Eins og þegar við hlutum á neikvæða umræðu eins og „nú höfum við náð markmiðinu okkar þannig að nú getum við bara farið niður á við,“ segir Heimir, „Þetta heyrum við frá fólkinu í kringum okkur, í fjölmiðlunum en við erum líka að hugsa þetta sjálfir ef við pössum okkur ekki. Það er alltaf stærsta áskorunin að fá alla til að vinna áfram í því að gera enn betur, sama hvað hefur gerst,“ sagði Heimr. „Uppáhalds setningin mín á milli EM 2016 og HM 2018 var að árangur er ekki endastöð, heldur er þetta ferðalag í rétta átt. Árangur katarska landsliðsins stoppar ekki nú þegar liðið er orðið Asíumeistari. Árangur er að byggja ofan á það og fá alla til að finna leiðir til að bæta sig enn frekar,“ sagði Heimir. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira