Pence vill menn á tunglið innan fimm ára Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2019 13:16 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. AP/Eric Schultz Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kallaði í gær eftir því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi menn til tunglsins á fimm árum. Hann sagði það nauðsynlegt og að stofnunin þyrfti að taka stakkaskiptum á næstu árum. Í sumar verða 50 ár liðin frá því að menn lentu fyrst á tunglinu, en það var síðast gert árið 1972. Þetta sagði Pence á fundi Geimráðs Bandaríkjanna. Varaforsetinn sagði koma til greina að skipta út eldflaugum og geimförum NASA fyrir eldflaugar og geimför einkafyrirtækja. Hann sagði að fyrra markmiðið hefði verið að lenda mönnunum á tunglinu í fyrsta lagið árið 2028. Pence viðurkenndi að til að ná nýja markmiðinu þyrfti mikla hæfileika og sömuleiðis peninga. „Það er kominn tími til að spýta í lófana,“ hefur AP fréttaveitan eftir Pence. „Þetta getur gerst, en mun ekki gerast nema við gefum í.“ Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, staðhæfði að starfsmenn stofnunarinnar myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að ná markmiði þessu. Sérfræðingur sem blaðamenn AP ræddu við dró það þó verulega í efa. Það þyrfti að þróa, byggja og prófa nýtt lendingarfar, sem er tímafrekt ferli. Þar að auki þyrfti nánast öll fjárveiting NASA að fara í þetta verkefniVísir/NASABridenstine segir nauðsynlegt að fá nýja eldflaug NASA, Space Launch System, í notkun. Pence gagnrýndi þá eldflaug hins vegar og sagði hana gott dæmi um verkefni sem væri að drukkna í stjórnsýslu. Þar þyrfti einnig að spýta í lófana.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Bridenstein sagði að könnun NASA hefði leitt í ljós að eldflaugar einkafyrirtækja eins og SpaceX og United Launch Alliance myndu ekki duga fyrir djúp-geimverkefni. Það er að segja að þær dugi ekki til þess að skjóta geimförum NASA til tunglsins og Mars. Ríkisstjórn Donald Trump hefur þó lagt verulega niðurskurði til varðandi þróun SLS-eldflaugarinnar. NASA birti meðfylgjandi myndband um ætlanir sínar fyrir tveimur vikum. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kallaði í gær eftir því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi menn til tunglsins á fimm árum. Hann sagði það nauðsynlegt og að stofnunin þyrfti að taka stakkaskiptum á næstu árum. Í sumar verða 50 ár liðin frá því að menn lentu fyrst á tunglinu, en það var síðast gert árið 1972. Þetta sagði Pence á fundi Geimráðs Bandaríkjanna. Varaforsetinn sagði koma til greina að skipta út eldflaugum og geimförum NASA fyrir eldflaugar og geimför einkafyrirtækja. Hann sagði að fyrra markmiðið hefði verið að lenda mönnunum á tunglinu í fyrsta lagið árið 2028. Pence viðurkenndi að til að ná nýja markmiðinu þyrfti mikla hæfileika og sömuleiðis peninga. „Það er kominn tími til að spýta í lófana,“ hefur AP fréttaveitan eftir Pence. „Þetta getur gerst, en mun ekki gerast nema við gefum í.“ Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, staðhæfði að starfsmenn stofnunarinnar myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að ná markmiði þessu. Sérfræðingur sem blaðamenn AP ræddu við dró það þó verulega í efa. Það þyrfti að þróa, byggja og prófa nýtt lendingarfar, sem er tímafrekt ferli. Þar að auki þyrfti nánast öll fjárveiting NASA að fara í þetta verkefniVísir/NASABridenstine segir nauðsynlegt að fá nýja eldflaug NASA, Space Launch System, í notkun. Pence gagnrýndi þá eldflaug hins vegar og sagði hana gott dæmi um verkefni sem væri að drukkna í stjórnsýslu. Þar þyrfti einnig að spýta í lófana.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Bridenstein sagði að könnun NASA hefði leitt í ljós að eldflaugar einkafyrirtækja eins og SpaceX og United Launch Alliance myndu ekki duga fyrir djúp-geimverkefni. Það er að segja að þær dugi ekki til þess að skjóta geimförum NASA til tunglsins og Mars. Ríkisstjórn Donald Trump hefur þó lagt verulega niðurskurði til varðandi þróun SLS-eldflaugarinnar. NASA birti meðfylgjandi myndband um ætlanir sínar fyrir tveimur vikum.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira