Byggja Biskupsstofu á lóð fyrir sóknarprest Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. mars 2019 07:00 Lóðin sem áður var eyrnamerkt presti í Háteigskirkju. Fréttablaðið/Stefán Hreyfing virðist komin að nýju á áform þjóðkirkjunnar um að selja fasteign sína á Laugavegi 31. Biskupsstofa hefur nú augastað á lóð við Háteigskirkju undir starfsemi sína og borgaryfirvöld eru jákvæð gagnvart því. Reykjavíkurborg vinnur að breyttu deiliskipulagi á svokölluðum Sjómannaskólareit. Í bréfi til borgaryfirvalda frá Þorvaldi Víðissyni biskupsritara frá í haust var bent á að á reitnum væri laus lóð sunnan við íbúðarhús að Nóatúni 31. Sú lóð sé skilgreind innan marka sem tilheyri Háteigssókn og Háteigskirkju. Lóðin hafi verið ætluð undir prestsbústað sem aldrei var byggður. Vísaði biskupsritari til fundar síns og Agnesar M . Sigurðardóttur biskups í Ráðhúsi Reykjavíkur með skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar borgarinnar. „Á þeim fundi voru viðraðar hugmyndir um byggingu nýs húsnæðis fyrir starfsemi Biskupsstofu á umræddum reit, sem áður hafði í skipulagi borgarinnar átt að vera undir prestsbústað. Skrifstofustjóri veitti vonir um að hugmyndirnar gætu samræmst vinnu borgarinnar við endurskipulagningu Sjómannaskólareitsins,“ skrifaði biskupsritari. Fulltrúum biskups hafi verið boðið á annan fund um málið. „Á fundinum kom fram að hugmyndirnar gætu samræmst endurskipulagningu borgarinnar á Sjómannaskólareitnum og að lóðin gæti borið húsnæði á stærð við það sem Biskupsstofa þyrfti að byggja undir starfsemi sín,“ sagði áfram í bréfi biskupsritara. Bréf biskupsritara var tekið fyrir ásamt öðrum gögnum tengdum Sjómannaskólareitnum á fundi skipulagsfulltrúa á föstudag í síðustu viku. Á fundinum voru kynnt drög að tillögu sem felur í sér byggingu allt að 145 nýrra íbúða á lóð Sjómannaskólans fyrir eldri borgara, námsmenn, félagsbústaði og hagkvæmar almennar íbúðir. Auk þess verði bætt við byggingarheimildum fyrir Biskupsstofu á lóð Háteigskirkju. Málinu var vísað til skipulags- og samgönguráðs. Fyrir rúmum tveimur árum ákvað kirkjuráð að kanna hvað myndi fást fyrir Laugaveg 31, Kirkjuhúsið, sem nú hýsir Biskupsstofu með það að markmiði að finna hentugra húsnæði. „Ég hugsa að það megi segja að þetta sé eitt dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi,“ sagði Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi í kirkjuráði, um söluáformin í janúar 2017. Ekkert varð af sölu því að kauptilboð þóttu ekki nógu góð. Íbúasamtökin á svæðinu vilja að fallið verði frá byggingaráformum í bili. „Eins og staðan er í dag er Háteigsskóli sprunginn og þétting byggðar eykur því enn á vanda skólans,“ segir í bókun íbúanna. Gróðurþekja í Háteigshverfi sé í lágmarki og gengið verði á hana með nýbyggingunum. „Einnig má gera ráð fyrir umferðaraukningu í hverfinu með meiri loft- og hljóðmengun sem rýrir lífsgæði íbúa og auknum líkum á umferðaróhöppum.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Þjóðkirkjan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Hreyfing virðist komin að nýju á áform þjóðkirkjunnar um að selja fasteign sína á Laugavegi 31. Biskupsstofa hefur nú augastað á lóð við Háteigskirkju undir starfsemi sína og borgaryfirvöld eru jákvæð gagnvart því. Reykjavíkurborg vinnur að breyttu deiliskipulagi á svokölluðum Sjómannaskólareit. Í bréfi til borgaryfirvalda frá Þorvaldi Víðissyni biskupsritara frá í haust var bent á að á reitnum væri laus lóð sunnan við íbúðarhús að Nóatúni 31. Sú lóð sé skilgreind innan marka sem tilheyri Háteigssókn og Háteigskirkju. Lóðin hafi verið ætluð undir prestsbústað sem aldrei var byggður. Vísaði biskupsritari til fundar síns og Agnesar M . Sigurðardóttur biskups í Ráðhúsi Reykjavíkur með skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar borgarinnar. „Á þeim fundi voru viðraðar hugmyndir um byggingu nýs húsnæðis fyrir starfsemi Biskupsstofu á umræddum reit, sem áður hafði í skipulagi borgarinnar átt að vera undir prestsbústað. Skrifstofustjóri veitti vonir um að hugmyndirnar gætu samræmst vinnu borgarinnar við endurskipulagningu Sjómannaskólareitsins,“ skrifaði biskupsritari. Fulltrúum biskups hafi verið boðið á annan fund um málið. „Á fundinum kom fram að hugmyndirnar gætu samræmst endurskipulagningu borgarinnar á Sjómannaskólareitnum og að lóðin gæti borið húsnæði á stærð við það sem Biskupsstofa þyrfti að byggja undir starfsemi sín,“ sagði áfram í bréfi biskupsritara. Bréf biskupsritara var tekið fyrir ásamt öðrum gögnum tengdum Sjómannaskólareitnum á fundi skipulagsfulltrúa á föstudag í síðustu viku. Á fundinum voru kynnt drög að tillögu sem felur í sér byggingu allt að 145 nýrra íbúða á lóð Sjómannaskólans fyrir eldri borgara, námsmenn, félagsbústaði og hagkvæmar almennar íbúðir. Auk þess verði bætt við byggingarheimildum fyrir Biskupsstofu á lóð Háteigskirkju. Málinu var vísað til skipulags- og samgönguráðs. Fyrir rúmum tveimur árum ákvað kirkjuráð að kanna hvað myndi fást fyrir Laugaveg 31, Kirkjuhúsið, sem nú hýsir Biskupsstofu með það að markmiði að finna hentugra húsnæði. „Ég hugsa að það megi segja að þetta sé eitt dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi,“ sagði Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi í kirkjuráði, um söluáformin í janúar 2017. Ekkert varð af sölu því að kauptilboð þóttu ekki nógu góð. Íbúasamtökin á svæðinu vilja að fallið verði frá byggingaráformum í bili. „Eins og staðan er í dag er Háteigsskóli sprunginn og þétting byggðar eykur því enn á vanda skólans,“ segir í bókun íbúanna. Gróðurþekja í Háteigshverfi sé í lágmarki og gengið verði á hana með nýbyggingunum. „Einnig má gera ráð fyrir umferðaraukningu í hverfinu með meiri loft- og hljóðmengun sem rýrir lífsgæði íbúa og auknum líkum á umferðaróhöppum.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Þjóðkirkjan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira