Erfitt að manna teymi í barnageðlækningum Sveinn Arnarsson skrifar 27. mars 2019 06:30 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Fréttablaðið/Auðunn Barna- og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri, SAk, er afar illa mannað en 12. apríl hættir eini sálfræðingurinn í teyminu störfum á sjúkrahúsinu. Þá eru aðeins eftir einn iðjuþjálfi og geðlæknir í hálfri stöðu sem starfar frá Reykjavík. Auglýst var eftir sálfræðingi á síðasta ári og sótti einn um stöðuna en hætti við. Þá voru tveir sálfræðingar starfandi við teymið. Annar þeirra hætti síðastliðið haust og hinn mun hætta um miðjan apríl að óbreyttu. Alice Harpa Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs Sjúkrahússins á Akureyri, segir mönnunina ekki eins og best verður á kosið og það geti gengið erfiðlega að sinna skyldum gagnvart upptökusvæði stofnunarinnar, en SAk á að sinna bæði Norðurog Austurlandi. „Fjöldi mála sem koma inn á borð BUG-teymis er mikill og það segir sig því sjálft að við værum til í að hafa betri mönnun. Við erum að vinna í að fullmanna teymið og ég á von á að það náist á næstunni. Á meðan leysum við málin með öðrum leiðum svo ekki myndist skörð í þjónustuna,“ segir Alice Harpa. Alice Harpa er bjartsýn á að manna teymið. Eins og staðan sé hins vegar núna er ekkert í hendi og ef áfram heldur sem horfir verður aðeins iðjuþjálfi í fullu starfi við teymið eftir rúman hálfan mánuð. „Við erum að skoða ákveðnar leiðir og ég tel að við náum að manna þetta teymi á næstunni. Bráðamálum er að sjálfsögðu sinnt strax. Áhersla okkar er sem fyrr að tryggja góða og örugga þjónustu fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Alice Harpa. Mikið hefur verið rætt um barna- og unglingageðlækningar á síðustu misserum og á sama tíma eru biðlistar hjá BUGL í Reykjavík. Einnig hefur verið erfitt að manna sérfræðistöður á Sjúkrahúsinu á Akureyri síðustu árin og hefur Fréttablaðið áður greint frá því, þó að það hafi færst til betri vegar á allra síðustu misserum. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Barna- og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri, SAk, er afar illa mannað en 12. apríl hættir eini sálfræðingurinn í teyminu störfum á sjúkrahúsinu. Þá eru aðeins eftir einn iðjuþjálfi og geðlæknir í hálfri stöðu sem starfar frá Reykjavík. Auglýst var eftir sálfræðingi á síðasta ári og sótti einn um stöðuna en hætti við. Þá voru tveir sálfræðingar starfandi við teymið. Annar þeirra hætti síðastliðið haust og hinn mun hætta um miðjan apríl að óbreyttu. Alice Harpa Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs Sjúkrahússins á Akureyri, segir mönnunina ekki eins og best verður á kosið og það geti gengið erfiðlega að sinna skyldum gagnvart upptökusvæði stofnunarinnar, en SAk á að sinna bæði Norðurog Austurlandi. „Fjöldi mála sem koma inn á borð BUG-teymis er mikill og það segir sig því sjálft að við værum til í að hafa betri mönnun. Við erum að vinna í að fullmanna teymið og ég á von á að það náist á næstunni. Á meðan leysum við málin með öðrum leiðum svo ekki myndist skörð í þjónustuna,“ segir Alice Harpa. Alice Harpa er bjartsýn á að manna teymið. Eins og staðan sé hins vegar núna er ekkert í hendi og ef áfram heldur sem horfir verður aðeins iðjuþjálfi í fullu starfi við teymið eftir rúman hálfan mánuð. „Við erum að skoða ákveðnar leiðir og ég tel að við náum að manna þetta teymi á næstunni. Bráðamálum er að sjálfsögðu sinnt strax. Áhersla okkar er sem fyrr að tryggja góða og örugga þjónustu fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Alice Harpa. Mikið hefur verið rætt um barna- og unglingageðlækningar á síðustu misserum og á sama tíma eru biðlistar hjá BUGL í Reykjavík. Einnig hefur verið erfitt að manna sérfræðistöður á Sjúkrahúsinu á Akureyri síðustu árin og hefur Fréttablaðið áður greint frá því, þó að það hafi færst til betri vegar á allra síðustu misserum.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira