Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. mars 2019 22:15 Vél sömu tegundarog á þessari mynd hvarf með 189 farþegar og áhöfn Lion Air innanborðs skömmu eftir flugtak frá Jakarta AP Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu.189 létust þegar Boeing MAX 8 vél Lion Air hrapaði skömmu eftir flugtak frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu, á síðasta ári. Talið er að gallaður skynjari hafi orðið til þess að það kviknaði á MCAS-kerfi vélarinnar, sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris og má finna í MAX-vélum Boeing.Í frétt New York Times segir að settar hafi verið upp prófanir í flughermi til þess að líkja eftir þeim aðstæðum sem sköpuðust þegar vél Lion Air hrapaði. Í einu prófinu var skynjarinn látinn bila sem varð til þess að MCAS-kerfið fór í gang.Hefur Times eftir tveimur heimildarmönnum sem komu að prófununum að flugmennirnir í flugherminum hafi aðeins haft 40 sekúndur til þess að átta sig á vandanum, aftengja kerfið og koma í veg fyrir að vélin tæki dýfu sem ekki væri hægt að ná henni úr aftur.Greint hefur verið frá því að flugmenn vélarinnar hafi barist við sjálfstýringu hennar og flett leiðbeiningabæklingum í von um að ná fullri stjórn á vélinni aftur, án árangurs. Eftir að samskonar vél Ethiopian Airlines hrapaði fyrr í mánuðinum voru allar MAX-vélar Boeing kyrrsettar. Verið er að rannsaka hvort MCAS-búnaðurinn hafi átt hlut að máli í hrapi vélar Ethiopan Airlines. Í frétt New York Times segir að þeir sem hafi framkvæmt prófanirnar í flugherminum hafi ekki áttað sig á því hversu öflugt kerfið er fyrr en á reyndi í prófununum, en sjá má útskýringu á því hvernig kerfið virkar hér að ofan. Boeing vinnur nú hörðum höndum að því að koma frá sér uppfærslu á kerfinu sem veiti flugmönnum meiri stjórn yfir því. Er uppfærslan forsenda fyrir því að flugbanni MAX 8 vélanna verði aflétt. Boeing Fréttir af flugi Indónesía Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu.189 létust þegar Boeing MAX 8 vél Lion Air hrapaði skömmu eftir flugtak frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu, á síðasta ári. Talið er að gallaður skynjari hafi orðið til þess að það kviknaði á MCAS-kerfi vélarinnar, sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris og má finna í MAX-vélum Boeing.Í frétt New York Times segir að settar hafi verið upp prófanir í flughermi til þess að líkja eftir þeim aðstæðum sem sköpuðust þegar vél Lion Air hrapaði. Í einu prófinu var skynjarinn látinn bila sem varð til þess að MCAS-kerfið fór í gang.Hefur Times eftir tveimur heimildarmönnum sem komu að prófununum að flugmennirnir í flugherminum hafi aðeins haft 40 sekúndur til þess að átta sig á vandanum, aftengja kerfið og koma í veg fyrir að vélin tæki dýfu sem ekki væri hægt að ná henni úr aftur.Greint hefur verið frá því að flugmenn vélarinnar hafi barist við sjálfstýringu hennar og flett leiðbeiningabæklingum í von um að ná fullri stjórn á vélinni aftur, án árangurs. Eftir að samskonar vél Ethiopian Airlines hrapaði fyrr í mánuðinum voru allar MAX-vélar Boeing kyrrsettar. Verið er að rannsaka hvort MCAS-búnaðurinn hafi átt hlut að máli í hrapi vélar Ethiopan Airlines. Í frétt New York Times segir að þeir sem hafi framkvæmt prófanirnar í flugherminum hafi ekki áttað sig á því hversu öflugt kerfið er fyrr en á reyndi í prófununum, en sjá má útskýringu á því hvernig kerfið virkar hér að ofan. Boeing vinnur nú hörðum höndum að því að koma frá sér uppfærslu á kerfinu sem veiti flugmönnum meiri stjórn yfir því. Er uppfærslan forsenda fyrir því að flugbanni MAX 8 vélanna verði aflétt.
Boeing Fréttir af flugi Indónesía Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira