Rólegur dagur eftir sprengjuregn í nótt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. mars 2019 20:00 Ísraelskir hermenn aðhafast nærri landamærum Gaza. EPA/Atef Safadi Dagurinn í dag hefur verið hljóðlátur á Gasasvæðinu og einnig handan landamæranna Ísraelsmegin. Sérstaklega í samanburði við nóttina sem einkenndist af sprengjuregni og loftvarnarsírenum beggja vegna. Skólar voru lokaðir í suðurhluta Ísraels í dag af ótta við sprengjur frá Gasa og á sama tíma mátti sjá ísrelska herinn flytja mikið magn hergagna suður að landamærunum. Óttast hefur verið að frekari átök brjótist út en enn sem komið er hefur dagurinn verið rólegur. Skærurnar í nótt má rekja til eldflaugaárásar á mánudagsmorgun. Þá var eldflaug skotið frá borginni Rafah á suðurhluta Gasa svæðisins og hafnaði hún á íbúðarhúsi í Mishmeret í Ísrael með þeim afleiðingum að sjö slösuðust. Árásin þótti sérstök þar sem eldflaugin dreif óvenju langt og fyrir þær sakir að Hamas liðar segjast ekki bera ábyrgð á henni. Sjö slösuðust í árásinni.Mikil eyðilegging er í Gasaborg eftir loftárásir Ísraelshers.EPA/Mohammed SaberÍ gærkvöldi svaraði Ísraelsher fyrir sig með loftárásum á lykilskotmörk undir stjórn Hamas samtakanna í Gasaborg. Þar á meðal var skrifstofu eins æðsta leiðtoga Hamas samtakanna, Ismail Haniyeh, grandað. Sjö slösuðust í loftárásunum samkvæmt talsmanni heimbrigðisyfirvalda á Gasa. Í kjölfarið hafa báðar fylkingar látið sprengjunum rigna. Í nótt skutu vígamenn á Gasasvæðinu um 60 skotum úr sprengjuvörpum og eldflaugum yfir á þorp og bæi í Ísrael og Ísrael svaraði um hæl með loftárásum á 15 skotmörk víðsvegar um Gasasvæðið. Árásir héldu áfram inn í nóttina þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé sem samþykkt var klukkan tíu í gærkvöldi. Árásarhrinur sem þessar hafa færst í aukana að undanförnu en the Guardian greinir frá því að Ísraelsher hafi gert um 900 loftárásir á Gasa undanfarið ár og sömuleiðis hafa Hamas samtökin gert um 1200 eldflauga- og sprengivörpuárásir. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Dagurinn í dag hefur verið hljóðlátur á Gasasvæðinu og einnig handan landamæranna Ísraelsmegin. Sérstaklega í samanburði við nóttina sem einkenndist af sprengjuregni og loftvarnarsírenum beggja vegna. Skólar voru lokaðir í suðurhluta Ísraels í dag af ótta við sprengjur frá Gasa og á sama tíma mátti sjá ísrelska herinn flytja mikið magn hergagna suður að landamærunum. Óttast hefur verið að frekari átök brjótist út en enn sem komið er hefur dagurinn verið rólegur. Skærurnar í nótt má rekja til eldflaugaárásar á mánudagsmorgun. Þá var eldflaug skotið frá borginni Rafah á suðurhluta Gasa svæðisins og hafnaði hún á íbúðarhúsi í Mishmeret í Ísrael með þeim afleiðingum að sjö slösuðust. Árásin þótti sérstök þar sem eldflaugin dreif óvenju langt og fyrir þær sakir að Hamas liðar segjast ekki bera ábyrgð á henni. Sjö slösuðust í árásinni.Mikil eyðilegging er í Gasaborg eftir loftárásir Ísraelshers.EPA/Mohammed SaberÍ gærkvöldi svaraði Ísraelsher fyrir sig með loftárásum á lykilskotmörk undir stjórn Hamas samtakanna í Gasaborg. Þar á meðal var skrifstofu eins æðsta leiðtoga Hamas samtakanna, Ismail Haniyeh, grandað. Sjö slösuðust í loftárásunum samkvæmt talsmanni heimbrigðisyfirvalda á Gasa. Í kjölfarið hafa báðar fylkingar látið sprengjunum rigna. Í nótt skutu vígamenn á Gasasvæðinu um 60 skotum úr sprengjuvörpum og eldflaugum yfir á þorp og bæi í Ísrael og Ísrael svaraði um hæl með loftárásum á 15 skotmörk víðsvegar um Gasasvæðið. Árásir héldu áfram inn í nóttina þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé sem samþykkt var klukkan tíu í gærkvöldi. Árásarhrinur sem þessar hafa færst í aukana að undanförnu en the Guardian greinir frá því að Ísraelsher hafi gert um 900 loftárásir á Gasa undanfarið ár og sömuleiðis hafa Hamas samtökin gert um 1200 eldflauga- og sprengivörpuárásir.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10