Samþykkja umdeild höfundarréttarlög Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2019 13:32 Andstæðingar laganna segja það fela í sér mikil fjárútlát og þróun flókins hugbúnaðar við að greina og fjarlægja efni sem er höfundarréttarvarið. Það gæti leitt til aukinnar fákeppni á mörkuðum þar sem eingöngu stærstu fyrirtækin hafi burði til að fylgja lögunum. WPA/PATRICK SEEGER Evrópuþingið hefur samþykkt umdeild höfundarréttarlög sem gagnrýnendur segja að muni gerbreyta eðli internetsins. Lögin fela í sér að tæknifyrirtæki séu ábyrg fyrir því að notendur þeirra hlaði höfundarréttarvörðu efni upp á vefinn. 348 þingmenn greiddu atkvæði með lögunum og 278 greiddu atkvæði gegn þeim. Tónlistarfólk, fjölmiðlafyrirtæki og aðrir efnishöfundar segja lögin geta bætt stöðu þeirra á netinu en samkvæmt BBC segja aðrir að lögin muni ganga frá efni hefðbundinna notenda. Stærstu tæknifyrirtæki heims, eins og Google og Facebook eru andvíg lögunum.Lögunum var síðast breytt árið 2001 og það hefur tekið þó nokkrar tilraunir og breytingar til að koma lögunum í gegnum Evrópuþingið. Nú þurfa stök aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja lögin. Geri þau það hafa þau tvö ár til að koma þeim í gildi. Tvö ákvæði laganna eru hvað umdeildust. Annað felur í sér að fyrirtæki sem reka leitarvélar og fréttaveitur þurfa að greiða fjölmiðlum fyrir að nota fréttir og efni þeirra. Hitt ákvæðið segir að tæknifyrirtæki séu ábyrg deili notendur þeirra höfundarréttarvörðu efni. Andstæðingar laganna segja það fela í sér mikil fjárútlát og þróun flókins hugbúnaðar við að greina og fjarlægja efni sem er höfundarréttarvarið. Það gæti leitt til aukinnar fákeppni á mörkuðum þar sem eingöngu stærstu fyrirtækin hafi burði til að fylgja lögunum. Þá eru svokölluð „meme“ myndir og stutt myndbönd undanskilin lögunum en óljóst er hvernig hægt sé að útfæra þá undanþágu. Því hafa lögin verið kennd við að þau muni ganga frá meme-um dauðum, ef svo má að orði komast. Forsvarsmenn Google sögðu í janúar að ef lögin yrðu samþykkt gæti fyrirtækið þurft að aftengja fréttahluta leitarvélar þeirra í Evrópu. Evrópusambandið Facebook Google Tækni Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Evrópuþingið hefur samþykkt umdeild höfundarréttarlög sem gagnrýnendur segja að muni gerbreyta eðli internetsins. Lögin fela í sér að tæknifyrirtæki séu ábyrg fyrir því að notendur þeirra hlaði höfundarréttarvörðu efni upp á vefinn. 348 þingmenn greiddu atkvæði með lögunum og 278 greiddu atkvæði gegn þeim. Tónlistarfólk, fjölmiðlafyrirtæki og aðrir efnishöfundar segja lögin geta bætt stöðu þeirra á netinu en samkvæmt BBC segja aðrir að lögin muni ganga frá efni hefðbundinna notenda. Stærstu tæknifyrirtæki heims, eins og Google og Facebook eru andvíg lögunum.Lögunum var síðast breytt árið 2001 og það hefur tekið þó nokkrar tilraunir og breytingar til að koma lögunum í gegnum Evrópuþingið. Nú þurfa stök aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja lögin. Geri þau það hafa þau tvö ár til að koma þeim í gildi. Tvö ákvæði laganna eru hvað umdeildust. Annað felur í sér að fyrirtæki sem reka leitarvélar og fréttaveitur þurfa að greiða fjölmiðlum fyrir að nota fréttir og efni þeirra. Hitt ákvæðið segir að tæknifyrirtæki séu ábyrg deili notendur þeirra höfundarréttarvörðu efni. Andstæðingar laganna segja það fela í sér mikil fjárútlát og þróun flókins hugbúnaðar við að greina og fjarlægja efni sem er höfundarréttarvarið. Það gæti leitt til aukinnar fákeppni á mörkuðum þar sem eingöngu stærstu fyrirtækin hafi burði til að fylgja lögunum. Þá eru svokölluð „meme“ myndir og stutt myndbönd undanskilin lögunum en óljóst er hvernig hægt sé að útfæra þá undanþágu. Því hafa lögin verið kennd við að þau muni ganga frá meme-um dauðum, ef svo má að orði komast. Forsvarsmenn Google sögðu í janúar að ef lögin yrðu samþykkt gæti fyrirtækið þurft að aftengja fréttahluta leitarvélar þeirra í Evrópu.
Evrópusambandið Facebook Google Tækni Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent