Sterling: Kominn tími til þess að fólkið sem ræður taki á kynþáttaníði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. mars 2019 08:30 Sterling fagnar marki sínu í gærkvöld vísir/getty Sigur Englands á Svartfjallalandi í undankeppni EM 2020 stendur í skugganum af kynþáttaníði sem leikmenn Englands sátu undir frá stuðningsmönnum Svartfjallalands. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, varð sjálfur vitni af því þegar stuðningsmenn heimamanna í Svartfjallalandi nýddust á Danny Rose. Þá sagði Callum Hudson-Odoi frá því að hann hafi orðið var við kynþáttaníð úr stúkunni og Raheem Sterling setti á Twitter í gærkvöldi mynd af sér þar sem hann er með hendurnar á eyrunum og sagði „besta leiðin til þess að slökkva í höturunum, og já ég á við rasista.“ Sterling hefur áður orðið fyrir kynþáttaníði í vetur, þar á meðal heima fyrir í Englandi. Eftir leikinn í gærkvöld, sem England vann 5-1 og Sterling var á meðal markaskorara, var hann spurður að því hvort refsa ætti fyrir hegðun stuðningsmannanna með því að spila næstu leiki fyrir luktum dyrum. „Já. Það þarf að refsa þeim alvarlega til þess að þeir hugsi sig um áður en þeir gera þetta aftur,“ sagði Sterling.Best way to silence the haters (and yeah I mean racists) #2019 #getsomeeducationpic.twitter.com/ohhkOJtdey — Raheem Sterling (@sterling7) March 25, 2019 „Það er kominn tími til þess að fólkið sem ræður seti alvöru stimpil á þetta. Hversu mikið gerir það að sekta bara?“ „Það verður að refsa harðar, refsa öllum stuðningsmönnunum og banna þeim að fara á leiki. Ef liðið þeirra þarf að spila án stuðningsmanna þá verður það erfiðara fyrir liðið og stuðningsmennirnir munu hugsa sig tvisvar um.“ Regluverk UEFA segir að kynþáttaníði frá stuðningsmönnum skuli refsa með að minnsta kosti hluta af stúkunni lokaðri í næstu leikjum. Sterling sagði þó eftir leikinn að hann hafi sjálfur ekki heyrt neitt í þessum tiltekna leik, en hann heyrði af því frá Danny Rose. Spurður út í fagnið þar sem hann setti hendurnar á eyrun sagði Sterling: „Ég vildi bara sýna þeim að þeir þurfa að gera meira en þetta til þess að koma okkur úr jafnvægi og stoppa okkur. Við vitum allir hver húðlitur okkar er, svo ég veit ekki afhverju þetta er svona mikið mál, það er ekki eins og þeir séu að segja okkur eitthvað nýtt.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Danny Rose varð fyrir kynþáttaníði í kvöld: „Þetta er ekki boðlegt“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, staðfesti eftir leik Englands gegn Svartfjallalandi í kvöld að Danny Rose, bakvörður Englands, hafi orðið fyrir kynþáttaníði. 25. mars 2019 22:19 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum klárlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Sigur Englands á Svartfjallalandi í undankeppni EM 2020 stendur í skugganum af kynþáttaníði sem leikmenn Englands sátu undir frá stuðningsmönnum Svartfjallalands. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, varð sjálfur vitni af því þegar stuðningsmenn heimamanna í Svartfjallalandi nýddust á Danny Rose. Þá sagði Callum Hudson-Odoi frá því að hann hafi orðið var við kynþáttaníð úr stúkunni og Raheem Sterling setti á Twitter í gærkvöldi mynd af sér þar sem hann er með hendurnar á eyrunum og sagði „besta leiðin til þess að slökkva í höturunum, og já ég á við rasista.“ Sterling hefur áður orðið fyrir kynþáttaníði í vetur, þar á meðal heima fyrir í Englandi. Eftir leikinn í gærkvöld, sem England vann 5-1 og Sterling var á meðal markaskorara, var hann spurður að því hvort refsa ætti fyrir hegðun stuðningsmannanna með því að spila næstu leiki fyrir luktum dyrum. „Já. Það þarf að refsa þeim alvarlega til þess að þeir hugsi sig um áður en þeir gera þetta aftur,“ sagði Sterling.Best way to silence the haters (and yeah I mean racists) #2019 #getsomeeducationpic.twitter.com/ohhkOJtdey — Raheem Sterling (@sterling7) March 25, 2019 „Það er kominn tími til þess að fólkið sem ræður seti alvöru stimpil á þetta. Hversu mikið gerir það að sekta bara?“ „Það verður að refsa harðar, refsa öllum stuðningsmönnunum og banna þeim að fara á leiki. Ef liðið þeirra þarf að spila án stuðningsmanna þá verður það erfiðara fyrir liðið og stuðningsmennirnir munu hugsa sig tvisvar um.“ Regluverk UEFA segir að kynþáttaníði frá stuðningsmönnum skuli refsa með að minnsta kosti hluta af stúkunni lokaðri í næstu leikjum. Sterling sagði þó eftir leikinn að hann hafi sjálfur ekki heyrt neitt í þessum tiltekna leik, en hann heyrði af því frá Danny Rose. Spurður út í fagnið þar sem hann setti hendurnar á eyrun sagði Sterling: „Ég vildi bara sýna þeim að þeir þurfa að gera meira en þetta til þess að koma okkur úr jafnvægi og stoppa okkur. Við vitum allir hver húðlitur okkar er, svo ég veit ekki afhverju þetta er svona mikið mál, það er ekki eins og þeir séu að segja okkur eitthvað nýtt.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Danny Rose varð fyrir kynþáttaníði í kvöld: „Þetta er ekki boðlegt“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, staðfesti eftir leik Englands gegn Svartfjallalandi í kvöld að Danny Rose, bakvörður Englands, hafi orðið fyrir kynþáttaníði. 25. mars 2019 22:19 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum klárlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Danny Rose varð fyrir kynþáttaníði í kvöld: „Þetta er ekki boðlegt“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, staðfesti eftir leik Englands gegn Svartfjallalandi í kvöld að Danny Rose, bakvörður Englands, hafi orðið fyrir kynþáttaníði. 25. mars 2019 22:19