Ein mánaðarlaun á ári Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 26. mars 2019 07:00 Flestir háskólanemar fjármagna nám sitt með námslánum sem eru verðtryggð og bera 1% vexti. Algengt er að fólk sem leggur á sig langt og strangt nám skuldi margar milljónir króna í námslán að því loknu. Lántaki greiðir um 4% af launum sínum í af borganir af námslánum eða sem samsvarar u.þ.b. einum útborguðum mánaðarlaunum á ári. Fyrir marga er þetta þung byrði enda er fólk á sama tíma að hasla sér völl á vinnumarkaði, eignast börn og koma sér þaki yfir höfuðið. Aðildarfélög BHM eru nú að búa sig undir kjaraviðræður við ríki og sveitarfélög en samningar losna í lok þessa mánaðar. Í væntanlegum viðræðum munu félögin m.a. leggja áherslu á að breytingar verði gerðar á námslánakerfinu, einkum á reglum er varða endurgreiðslur námslána. Í fyrsta lagi vill BHM að komið verði til móts við greiðendur námslána sem jafnframt hafa fyrir fjölskyldu að sjá og/eða hafa tekið húsnæðislán. Farið er fram á að reglum um tekjutengingu vaxta- og barnabóta verði breytt þannig að árlegar af borganir, vextir og verðbætur af námslánum dragist frá þeim stofni sem notaður er við útreikning bótanna. Í öðru lagi telur BHM að eftirstöðvar námsláns eigi að falla niður þegar lífeyristökualdri er náð eða þegar greitt hefur verið af láni í 40 ár. Nú eru námslán ótímabundin og fyrnast ekki. Í þriðja lagi telur BHM að auðvelda eigi lántökum að greiða upp námslán, þ.e.a.s. þeim sem á annað borð hafa tök á því að greiða upp sín lán. Samkvæmt núgildandi reglum sjóðsins er veittur 7% uppgreiðsluafsláttur þegar greitt er upp ógjaldfallið lán. Hækka ætti þennan afslátt upp í 20%. Loks leggur BHM áherslu á að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu. Enn eru í gildi sjálfskuldarábyrgðir á námslánum sem tekin voru fyrir 2009. Frá þeim tíma hefur Lánasjóður íslenskra námsmanna ekki krafist sjálfskuldarábyrgðar á lánunum. Í þessu felst augljós mismunun og ósamræmi sem ekki er hægt að una við.Höfundur er formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Skóla - og menntamál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Flestir háskólanemar fjármagna nám sitt með námslánum sem eru verðtryggð og bera 1% vexti. Algengt er að fólk sem leggur á sig langt og strangt nám skuldi margar milljónir króna í námslán að því loknu. Lántaki greiðir um 4% af launum sínum í af borganir af námslánum eða sem samsvarar u.þ.b. einum útborguðum mánaðarlaunum á ári. Fyrir marga er þetta þung byrði enda er fólk á sama tíma að hasla sér völl á vinnumarkaði, eignast börn og koma sér þaki yfir höfuðið. Aðildarfélög BHM eru nú að búa sig undir kjaraviðræður við ríki og sveitarfélög en samningar losna í lok þessa mánaðar. Í væntanlegum viðræðum munu félögin m.a. leggja áherslu á að breytingar verði gerðar á námslánakerfinu, einkum á reglum er varða endurgreiðslur námslána. Í fyrsta lagi vill BHM að komið verði til móts við greiðendur námslána sem jafnframt hafa fyrir fjölskyldu að sjá og/eða hafa tekið húsnæðislán. Farið er fram á að reglum um tekjutengingu vaxta- og barnabóta verði breytt þannig að árlegar af borganir, vextir og verðbætur af námslánum dragist frá þeim stofni sem notaður er við útreikning bótanna. Í öðru lagi telur BHM að eftirstöðvar námsláns eigi að falla niður þegar lífeyristökualdri er náð eða þegar greitt hefur verið af láni í 40 ár. Nú eru námslán ótímabundin og fyrnast ekki. Í þriðja lagi telur BHM að auðvelda eigi lántökum að greiða upp námslán, þ.e.a.s. þeim sem á annað borð hafa tök á því að greiða upp sín lán. Samkvæmt núgildandi reglum sjóðsins er veittur 7% uppgreiðsluafsláttur þegar greitt er upp ógjaldfallið lán. Hækka ætti þennan afslátt upp í 20%. Loks leggur BHM áherslu á að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu. Enn eru í gildi sjálfskuldarábyrgðir á námslánum sem tekin voru fyrir 2009. Frá þeim tíma hefur Lánasjóður íslenskra námsmanna ekki krafist sjálfskuldarábyrgðar á lánunum. Í þessu felst augljós mismunun og ósamræmi sem ekki er hægt að una við.Höfundur er formaður BHM
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun