Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis Sighvatur Jónsson skrifar 26. mars 2019 20:15 Fjórtán ára stúlka frá Afganistan, Zainab Safari, segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. Zainab flutti til Íslands með móður sinni og bróður í september á síðasta ári. Hún er afgönsk og fæddist í Íran. Zainab hefur aldrei búið í Afganistan. Fjölskyldan flutti frá Íran til Grikklands þaðan sem þau komu til Íslands. Móðir hennar segir að fjölskyldan sé öruggari á Íslandi en annars staðar þar sem þau hafa búið. Fjölskyldufaðirinn er enn í Grikklandi. Zainab óskar þess að pabbi hennar bætist í hópinn og fjölskyldan fái að búa hér á landi. Útlendingastofnun hefur ákveðið að taka málið ekki til efnislegrar meðferðar og hefur vísað fjölskyldunni úr landi. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá ákvörðun.Zainab með móður sinni Shahnaz og Amir yngri bróður sínum.Vísir/ArnarBrá að sjá 600 undirskriftir Þegar Zainab er spurð hvernig hún kunni við sig í skólanum svarar hún að hún elski skólann. Hún hafi eignast marga vini, meðal annars tvær stelpur frá Afganistan sem eru líka í Hagaskóla. Skólasystkini Zainab hafa safnað undirskriftum henni til stuðnings. Hún segist vera alsæl með þessa hjálp frá skólafélögunum. Zainab segist ekki hafa trúað því að 600 manns myndu skrifa nafn sitt á listann henni og fjölskyldu hennar til stuðnings. Lögmaður fjölskyldunnar hefur skilað inn kröfu til kærunefndar útlendingamála um endurupptöku málsins. Er þar vísað til þess að Zainab hafi myndað sterkt tengslanet í Hagaskóla. 600 undirskriftir skólafélaga hennar beri vott um það. „Ef við fáum jákvætt svar þá getum við verið hér áfram og haldið áfram í skólanum,“ segir Zainab. Amir bróðir Zainab er tveimur árum yngri en hún. Hann gengur í Grandaskóla og æfir knattspyrnu með KR. Innflytjendamál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Fjórtán ára stúlka frá Afganistan, Zainab Safari, segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. Zainab flutti til Íslands með móður sinni og bróður í september á síðasta ári. Hún er afgönsk og fæddist í Íran. Zainab hefur aldrei búið í Afganistan. Fjölskyldan flutti frá Íran til Grikklands þaðan sem þau komu til Íslands. Móðir hennar segir að fjölskyldan sé öruggari á Íslandi en annars staðar þar sem þau hafa búið. Fjölskyldufaðirinn er enn í Grikklandi. Zainab óskar þess að pabbi hennar bætist í hópinn og fjölskyldan fái að búa hér á landi. Útlendingastofnun hefur ákveðið að taka málið ekki til efnislegrar meðferðar og hefur vísað fjölskyldunni úr landi. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá ákvörðun.Zainab með móður sinni Shahnaz og Amir yngri bróður sínum.Vísir/ArnarBrá að sjá 600 undirskriftir Þegar Zainab er spurð hvernig hún kunni við sig í skólanum svarar hún að hún elski skólann. Hún hafi eignast marga vini, meðal annars tvær stelpur frá Afganistan sem eru líka í Hagaskóla. Skólasystkini Zainab hafa safnað undirskriftum henni til stuðnings. Hún segist vera alsæl með þessa hjálp frá skólafélögunum. Zainab segist ekki hafa trúað því að 600 manns myndu skrifa nafn sitt á listann henni og fjölskyldu hennar til stuðnings. Lögmaður fjölskyldunnar hefur skilað inn kröfu til kærunefndar útlendingamála um endurupptöku málsins. Er þar vísað til þess að Zainab hafi myndað sterkt tengslanet í Hagaskóla. 600 undirskriftir skólafélaga hennar beri vott um það. „Ef við fáum jákvætt svar þá getum við verið hér áfram og haldið áfram í skólanum,“ segir Zainab. Amir bróðir Zainab er tveimur árum yngri en hún. Hann gengur í Grandaskóla og æfir knattspyrnu með KR.
Innflytjendamál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira