Erdogan í stúkunni er Tyrkland rúllaði yfir Moldóvu Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2019 18:45 Erdogan heilsar aðdáendum í kvöld. vísir/getty Tyrkland lenti í engum vandræðum með Moldóvu, 4-0, er liðin mættust í riðli okkar Íslendinga fyrir undankeppni EM 2020. Tyrkir unnu 2-0 sigur á Albaníu á föstudaginn og héldu uppteknum hætti í kvöld á heimavelli er þeir skoruðu fjögur mörk geng Móldóvú. Hasan Ali Kaldirim skoraði fyrsta markið á 24. mínútu og tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Cenk Tosun, samherja Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, forystuna. Þannig stóðu leikar í hálfleik en Burak Yilmaz klúðraði vítaspyrnu á 53. mínútu. Tosun skoraði annað mark sitt og þriðja mark Tyrkja mínútu síðar. Fjórða og síðasta markið kom eftir hornspyrnu en það skoraði varnarmaðurinn Kaan Ayhan. Lokatölur 4-0 og Tyrkirnir því með sex stig á toppi riðilsins eftir tvo leikina. Þeir eru með markatöluna 6-0. Móldóva er hins vegar án stiga eftir fyrstu tvo leikina en þeir töpuðu fyrir Frökkum 4-1 á föstudagskvöldið. EM 2020 í fótbolta
Tyrkland lenti í engum vandræðum með Moldóvu, 4-0, er liðin mættust í riðli okkar Íslendinga fyrir undankeppni EM 2020. Tyrkir unnu 2-0 sigur á Albaníu á föstudaginn og héldu uppteknum hætti í kvöld á heimavelli er þeir skoruðu fjögur mörk geng Móldóvú. Hasan Ali Kaldirim skoraði fyrsta markið á 24. mínútu og tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Cenk Tosun, samherja Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, forystuna. Þannig stóðu leikar í hálfleik en Burak Yilmaz klúðraði vítaspyrnu á 53. mínútu. Tosun skoraði annað mark sitt og þriðja mark Tyrkja mínútu síðar. Fjórða og síðasta markið kom eftir hornspyrnu en það skoraði varnarmaðurinn Kaan Ayhan. Lokatölur 4-0 og Tyrkirnir því með sex stig á toppi riðilsins eftir tvo leikina. Þeir eru með markatöluna 6-0. Móldóva er hins vegar án stiga eftir fyrstu tvo leikina en þeir töpuðu fyrir Frökkum 4-1 á föstudagskvöldið.
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti