Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2019 09:30 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. Vísir/vilhelm Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. „Áætlunin getur ekki verið betri en forsendurnar sem hún er reist á. Við erum að tala hérna um mjög veigamikla þætti sem, eins og sakir standa, eru í fullkominni óvissu, mjög veigamikla þætti,“ segir Ólafur og vísar til stöðu WOW air og kjaraviðræðna. Hann segir að bæði launaforsendur og verðlagsforsendur gætu brostið. Ólafur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna voru gestur í Bítinu í morgun og ræddu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem var kynnt á laugardag. Gert er ráð fyrir auknum framlögum til samgöngu-og félagsmála en á móti er krafist aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum. Í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi í kringum flugrekstur á Íslandi finnst Ólafi ábyrgast að fresta umræðum í þinginu um málið en fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður rædd í þinginu á morgun. Ólafur segir að það sé ekki ljóst hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir áætlunina og framkvæmd hennar ef illa fer. Þá vill hann vita á hvaða þjóðfélagshópum mögulegar aðhaldsaðgerðir munu bitna. „Ég bara spyr mig. Umræðan [í þinginu] hlýtur, eins og málið liggur fyrir núna, að litast mjög af þessari óvissu og því að það hefur raunverulega ekki verið gerð grein fyrir því með neinum fullnægjandi hætti í áætluninni hvernig yrði brugðist við ef til að mynda það færi þannig í flugsamgöngum hérna að það yrði umtalsverð fækkun á farþegum til landsins.“Bjarkey Olsen, þingmaður Vinstri grænna, segir að fjármálaáætlunin byggi á spám auk þess sem hún geri ráð fyrir óvæntum útgjöldum.Vísir/vilhelmÁætlunin byggi á spám og geri ráð fyrir óvæntum útgjöldum Bjarkey segir að ekki sé ástæða til þess að fresta umræðunni því fjármálaáætlun byggi á hinum ýmsu spám og geri ráð fyrir óvæntum útgjöldum. „Þegar gerðar eru áætlanir hvort sem það er þessi áætlun eða einhver önnur í ríkisbúskapnum þá höfum við á ákveðnum spám að byggja. Það var dregið fram þegar fjárlaganefnd fundaði með fjármálaráðherra á laugardagsmorgun að það væru auðvitað uppi ákveðnir óvissuþættir þar á meðal WOW og það væru til einhverjar sviðsmyndir sem hefðu með þetta að gera,“ segir Bjarkey. Hún segir að í áætluninni sé gert ráð fyrir umtalsverðum fjármunum í varasjóð og meiri fjármunum en áður hefur verið gert. Bjarkey segir að skellurinn yrði fyrst og fremst á þessu ári ef illa fer fyrir WOW air. „Ég tel enga ástæðu til þess að ætla að við þurfum að fara hafa áhyggjur af því að skerða hér þjónustu - eins og sett hefur verið fram í fjölmiðlum - á þá sem veikast standa eða mest þurfa á að halda. Það er auðvitað ekki þar sem borið er fyrst niður. Það vitum við alveg. Það verður ekki gert.“ Krefst svara Ólafur gefur ekki mikið fyrir svör Bjarkeyjar sem hann kallar óljósar fullyrðingar. Hann kallar eftir skýrari svörum. „Við erum ekki bara að tala um aukin útgjöld í launamálum, við erum líka að tala um skertar tekjur ef það færi þannig að það yrði umtalsverður samdráttur og meiri en áður hefur verið gert varðandi til að mynda komu ferðamanna og við höfum haft miklar tekjur af þeirri grein. Hún er orðin burðarás og hefur staðið hér undir hagvextinum undanfarin ár.“ Alþingi Efnahagsmál Bítið Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni kynnir fjármálaáætlun 2020-2024 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. 23. mars 2019 12:45 Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34 Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15 Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. 24. mars 2019 13:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. „Áætlunin getur ekki verið betri en forsendurnar sem hún er reist á. Við erum að tala hérna um mjög veigamikla þætti sem, eins og sakir standa, eru í fullkominni óvissu, mjög veigamikla þætti,“ segir Ólafur og vísar til stöðu WOW air og kjaraviðræðna. Hann segir að bæði launaforsendur og verðlagsforsendur gætu brostið. Ólafur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna voru gestur í Bítinu í morgun og ræddu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem var kynnt á laugardag. Gert er ráð fyrir auknum framlögum til samgöngu-og félagsmála en á móti er krafist aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum. Í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi í kringum flugrekstur á Íslandi finnst Ólafi ábyrgast að fresta umræðum í þinginu um málið en fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður rædd í þinginu á morgun. Ólafur segir að það sé ekki ljóst hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir áætlunina og framkvæmd hennar ef illa fer. Þá vill hann vita á hvaða þjóðfélagshópum mögulegar aðhaldsaðgerðir munu bitna. „Ég bara spyr mig. Umræðan [í þinginu] hlýtur, eins og málið liggur fyrir núna, að litast mjög af þessari óvissu og því að það hefur raunverulega ekki verið gerð grein fyrir því með neinum fullnægjandi hætti í áætluninni hvernig yrði brugðist við ef til að mynda það færi þannig í flugsamgöngum hérna að það yrði umtalsverð fækkun á farþegum til landsins.“Bjarkey Olsen, þingmaður Vinstri grænna, segir að fjármálaáætlunin byggi á spám auk þess sem hún geri ráð fyrir óvæntum útgjöldum.Vísir/vilhelmÁætlunin byggi á spám og geri ráð fyrir óvæntum útgjöldum Bjarkey segir að ekki sé ástæða til þess að fresta umræðunni því fjármálaáætlun byggi á hinum ýmsu spám og geri ráð fyrir óvæntum útgjöldum. „Þegar gerðar eru áætlanir hvort sem það er þessi áætlun eða einhver önnur í ríkisbúskapnum þá höfum við á ákveðnum spám að byggja. Það var dregið fram þegar fjárlaganefnd fundaði með fjármálaráðherra á laugardagsmorgun að það væru auðvitað uppi ákveðnir óvissuþættir þar á meðal WOW og það væru til einhverjar sviðsmyndir sem hefðu með þetta að gera,“ segir Bjarkey. Hún segir að í áætluninni sé gert ráð fyrir umtalsverðum fjármunum í varasjóð og meiri fjármunum en áður hefur verið gert. Bjarkey segir að skellurinn yrði fyrst og fremst á þessu ári ef illa fer fyrir WOW air. „Ég tel enga ástæðu til þess að ætla að við þurfum að fara hafa áhyggjur af því að skerða hér þjónustu - eins og sett hefur verið fram í fjölmiðlum - á þá sem veikast standa eða mest þurfa á að halda. Það er auðvitað ekki þar sem borið er fyrst niður. Það vitum við alveg. Það verður ekki gert.“ Krefst svara Ólafur gefur ekki mikið fyrir svör Bjarkeyjar sem hann kallar óljósar fullyrðingar. Hann kallar eftir skýrari svörum. „Við erum ekki bara að tala um aukin útgjöld í launamálum, við erum líka að tala um skertar tekjur ef það færi þannig að það yrði umtalsverður samdráttur og meiri en áður hefur verið gert varðandi til að mynda komu ferðamanna og við höfum haft miklar tekjur af þeirri grein. Hún er orðin burðarás og hefur staðið hér undir hagvextinum undanfarin ár.“
Alþingi Efnahagsmál Bítið Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni kynnir fjármálaáætlun 2020-2024 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. 23. mars 2019 12:45 Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34 Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15 Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. 24. mars 2019 13:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Bein útsending: Bjarni kynnir fjármálaáætlun 2020-2024 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. 23. mars 2019 12:45
Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34
Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15
Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29
Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. 24. mars 2019 13:00