Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Sighvatur Jónsson skrifar 24. mars 2019 13:00 Oddný Harðardóttir. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt í gær. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að auka framlög til samgönguframkvæmda um fjóra milljarða frá og með árinu 2020. Útjöld eru einnig aukin til félagsmála. Á móti er krafist aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að fjármálaáætlunin sýndi slaka hagsstjórn ríkisstjórnarinnar. „Þau gera ráð fyrir fimm milljarða aðhaldi á árinu 2020 en auk þess segja þau ef að ríkisstarfsmenn, stóru kvennastéttirnar sem að sinna heilbrigðiskerfinu og skólakerfinu svo dæmi séu tekin, ef þau semja um meira en hálft prósent umfram verðlag þá þurfa ráðuneytin að skera niður fyrir því. Við vitum ekkert hversu stór pakki þetta er en allar líkur eru á að stéttirnar muni semja um meira en 3,8 prósenta launahækkun,“ sagði Oddný. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir innbyggt aðhald í áætlunina sýna ábyrgð. „Við erum að auka barnabætur um 1,6 milljarða. Við erum að auka stofnframlög til þess að byggja félagslegt húsnæði þannig að hér er verið auka og halda í við áformin. Þessi pólitíska klisja um að hinir verr settu, þar séu breiðu bökin. Þetta er auðvitað ekki rétt,“ sagði Willum Þór. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að fjármálaáætlunin lýsi óskhyggju. „Eins og þetta lítur dálítið út fyrir mér þá vonast ríkisstjórnin til þess að ýmislegt gerist ekki sem er alveg tiltölulega líklegt að gerist. Ef að eitthvað af því fellur í ferðamannaiðnaðinum þá er engin viðbrögð sem eru í kortunum í þessari fjármálaáætlun. Það er bara vonast til að það haldist.“Hlusta má á umræðurnar hér fyrir neðan. Alþingi Efnahagsmál Samfylkingin Sprengisandur Tengdar fréttir Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34 Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15 Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt í gær. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að auka framlög til samgönguframkvæmda um fjóra milljarða frá og með árinu 2020. Útjöld eru einnig aukin til félagsmála. Á móti er krafist aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að fjármálaáætlunin sýndi slaka hagsstjórn ríkisstjórnarinnar. „Þau gera ráð fyrir fimm milljarða aðhaldi á árinu 2020 en auk þess segja þau ef að ríkisstarfsmenn, stóru kvennastéttirnar sem að sinna heilbrigðiskerfinu og skólakerfinu svo dæmi séu tekin, ef þau semja um meira en hálft prósent umfram verðlag þá þurfa ráðuneytin að skera niður fyrir því. Við vitum ekkert hversu stór pakki þetta er en allar líkur eru á að stéttirnar muni semja um meira en 3,8 prósenta launahækkun,“ sagði Oddný. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir innbyggt aðhald í áætlunina sýna ábyrgð. „Við erum að auka barnabætur um 1,6 milljarða. Við erum að auka stofnframlög til þess að byggja félagslegt húsnæði þannig að hér er verið auka og halda í við áformin. Þessi pólitíska klisja um að hinir verr settu, þar séu breiðu bökin. Þetta er auðvitað ekki rétt,“ sagði Willum Þór. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að fjármálaáætlunin lýsi óskhyggju. „Eins og þetta lítur dálítið út fyrir mér þá vonast ríkisstjórnin til þess að ýmislegt gerist ekki sem er alveg tiltölulega líklegt að gerist. Ef að eitthvað af því fellur í ferðamannaiðnaðinum þá er engin viðbrögð sem eru í kortunum í þessari fjármálaáætlun. Það er bara vonast til að það haldist.“Hlusta má á umræðurnar hér fyrir neðan.
Alþingi Efnahagsmál Samfylkingin Sprengisandur Tengdar fréttir Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34 Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15 Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Krafa um fimm milljarða sparnað á fjárlögum næsta árs Krafa verður gerð um aðhald og sparnað hjá ráðuneytum og stofnunum upp á fimm milljarða króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. 19. mars 2019 20:34
Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15
Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29