Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2019 10:50 Icelandair á í viðræðum um kaup á Wow air. Vísir/Vilhelm Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. Á fimmtudaginn var tilkynnt að Icelandair Group og WOW air hefðu aftur hafið viðræður um aðkomu að rekstri WOW air. Þann dag varð ljóst að Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. Viðræðurnar á milli Icelandair og WOW air fara fram í samráði við stjórnvöld. Ætlunin er að ljúka viðræðunum fyrir morgundaginn.Jón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Jón Karl var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt hagfræðingnum Magnúsi Árna Skúlasyni sem vann skýrslu fyrir WOW air um áhrif þess færi fyrirtækið á hausinn. Í máli Jón Karls kom fram að hann teldi viðræðurnar væru að undirlagi stjórnvalda og að líklegt væri að þær snerust að mestu leyti um að tryggja að farþegar WOW air kæmust leiðar sinnar. „Ég hef trú á því að þetta samtal sem nú á sér stað sé aðeins að undirlagi stjórnvalda. Að þau raunverulega ýti svolítið á að þetta samtal eigi sér stað. Þetta er ekkert alveg nýtt, þegar Air Berlin fór á hlíðina fyrir nokkrum misserum, að verða ár síðan, þá stigu þýsk stjórnvöld inni í og þau náðu að stýra því inn í það að það varð minni vandi,“ sagði Jón Karl.Sér ekki að Icelandair hafi áhuga á Airbus-vélum WOW Að hans mati væri ólíklegt að viðræðurnar myndi endu með kaupum Icelandair á WOW air. „Ég hef ekki mikla trú á því að Icelandair ætli að kaupa WOW. Bara miðað við tölurnar, vandamálin í skuldabréfaútgáfunni, tapreksturinn undanfarna mánuði, tapreksturinn framundan. Þetta er eitthvað sem er mjög erfitt mál að fara að kaupa í heilu lagi,“ sagði Jón Karl. Talað hefur verið um að í kjölfar flugbanns á Boeing 737 MAX vélarnar, sem eiga að verða uppistaðan í flugflota Icelandair, gæti Airbus flugvélar WOW air verið góður kostur fyrir Icelandair. Jón Karl blés hins vegar á þetta, ekki væri fýsilegt fyrir Icelandair að reka þrjár mismunandi tegundir af flugvélum, frá tveimur mismunandi framleiðendum. „Ég sé ekki að Icelandair fari núna á hálfum mánuði að henda sér yfir í Airbus flugvélar með MAX-inn og 757-vélarnar í dag. Það er þegar orðið óhagræði í rekstri því að þetta er lítið flugfélag, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Að fara að bæta þriðju flugvélategundinni við, það myndi vera mjög erfitt,“ sagði Jón Karl en hlusta má á viðtalið við hann og Magnús Árna hér fyrir neðan. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir Ferðamönnum mun fækka við kaup Icelandair Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. 23. mars 2019 10:00 Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. Á fimmtudaginn var tilkynnt að Icelandair Group og WOW air hefðu aftur hafið viðræður um aðkomu að rekstri WOW air. Þann dag varð ljóst að Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. Viðræðurnar á milli Icelandair og WOW air fara fram í samráði við stjórnvöld. Ætlunin er að ljúka viðræðunum fyrir morgundaginn.Jón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Jón Karl var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt hagfræðingnum Magnúsi Árna Skúlasyni sem vann skýrslu fyrir WOW air um áhrif þess færi fyrirtækið á hausinn. Í máli Jón Karls kom fram að hann teldi viðræðurnar væru að undirlagi stjórnvalda og að líklegt væri að þær snerust að mestu leyti um að tryggja að farþegar WOW air kæmust leiðar sinnar. „Ég hef trú á því að þetta samtal sem nú á sér stað sé aðeins að undirlagi stjórnvalda. Að þau raunverulega ýti svolítið á að þetta samtal eigi sér stað. Þetta er ekkert alveg nýtt, þegar Air Berlin fór á hlíðina fyrir nokkrum misserum, að verða ár síðan, þá stigu þýsk stjórnvöld inni í og þau náðu að stýra því inn í það að það varð minni vandi,“ sagði Jón Karl.Sér ekki að Icelandair hafi áhuga á Airbus-vélum WOW Að hans mati væri ólíklegt að viðræðurnar myndi endu með kaupum Icelandair á WOW air. „Ég hef ekki mikla trú á því að Icelandair ætli að kaupa WOW. Bara miðað við tölurnar, vandamálin í skuldabréfaútgáfunni, tapreksturinn undanfarna mánuði, tapreksturinn framundan. Þetta er eitthvað sem er mjög erfitt mál að fara að kaupa í heilu lagi,“ sagði Jón Karl. Talað hefur verið um að í kjölfar flugbanns á Boeing 737 MAX vélarnar, sem eiga að verða uppistaðan í flugflota Icelandair, gæti Airbus flugvélar WOW air verið góður kostur fyrir Icelandair. Jón Karl blés hins vegar á þetta, ekki væri fýsilegt fyrir Icelandair að reka þrjár mismunandi tegundir af flugvélum, frá tveimur mismunandi framleiðendum. „Ég sé ekki að Icelandair fari núna á hálfum mánuði að henda sér yfir í Airbus flugvélar með MAX-inn og 757-vélarnar í dag. Það er þegar orðið óhagræði í rekstri því að þetta er lítið flugfélag, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Að fara að bæta þriðju flugvélategundinni við, það myndi vera mjög erfitt,“ sagði Jón Karl en hlusta má á viðtalið við hann og Magnús Árna hér fyrir neðan.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir Ferðamönnum mun fækka við kaup Icelandair Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. 23. mars 2019 10:00 Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Ferðamönnum mun fækka við kaup Icelandair Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. 23. mars 2019 10:00
Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22
Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30