Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. mars 2019 20:15 Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. Krafist er aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum en útgjöld til samgöngu- og félagsmála eru aukin. Verði WOW air gjaldþrota þarf að endurskoða áætlunina. Áætlunin verður lögð fyrir Alþingi á þriðjudag en í henni er horft til þess að efnahagshorfur hafi breyst töluvert á síðastliðnu ári. „Það er nokkuð lægri vöxtur á yfirstandandi ári en við áður sáum fyrir. Það er líka bara aðeins að hægja á hagvexti í hagkerfinu samkvæmt öllum spám. Það þýðir að útgjaldavöxturinn verður minni á næstu árum og við þurfum áfram að fara fram á hagræði og aðhald í opinberum rekstri,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Áfram er gert ráð fyrir hagvexti en horfur ársins breyst umtalsvert frá síðustu áætlun. Þá var gert ráð fyrir 2,8 prósenta vexti en nú er það 1,7 prósent. Það yrði minnsti vöxtur frá árinu 2012. Þessar tölur gætu hins vegar gjörbreyst. Í fjármálaáætlun segir að veruleg óvissa sé uppi um hagþróun næstu missera. Meðal stórra óvissuþátta er staða WOW air en mögulegt gjaldþrot félagsins hefði mikil áhrif á hagkerfið líkt og fram kemur í skýrslu Reykjavík Economics, sem fréttablaðið greindi frá í morgun. Þar segir að landsframleiðsla gæti dregist saman um 0,9 til 2,7 prósent á einu ári við gjaldþrot. Bjarni segir að áætlunin verði endurskoðuð fari félagið í þrot. „Alveg tvímælalaust. Ef það verða meiriháttar breytingar í nærumhverfinu eða annars staðar verðum við að aðlaga okkur að því og það verður tími til þess undir þinglegri meðferð. Það myndi þýða að við þyrftum að draga úr útgjaldaáformum.“ Helstu útgjaldaaukningar núna eru til samgöngumála, eða sextán milljarða aukning yfir fimm ára tímabil, nýsköpunarmála, einnig sextán milljarðar og félagsmála, þar sem 25 milljarðar til viðbótar renna í málaflokkinn. Fjármunirnir fara að miklu leyti í kjarasamningsmál, líkt og lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf og hækkun stofnframlaga til almennra íbúða vegna húsnæðisátaks. Þá eru einnig gerðar viðbótaraðhaldskröfur varðandi opinber innkaup og launakostnað. „Sem að meðal annars getur leitt til þess að við tökum í gagnið tæknilausnir sem að kannski krefjast ekki sama mannfjölda og verið hefur. Á launaliðnum erum við að segja að við getum séð heilt yfir þennan lið vaxa um hálft prósent umfram verðlag. Það er eins konar aðhaldskrafa,“ segir Bjarni. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. Krafist er aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum en útgjöld til samgöngu- og félagsmála eru aukin. Verði WOW air gjaldþrota þarf að endurskoða áætlunina. Áætlunin verður lögð fyrir Alþingi á þriðjudag en í henni er horft til þess að efnahagshorfur hafi breyst töluvert á síðastliðnu ári. „Það er nokkuð lægri vöxtur á yfirstandandi ári en við áður sáum fyrir. Það er líka bara aðeins að hægja á hagvexti í hagkerfinu samkvæmt öllum spám. Það þýðir að útgjaldavöxturinn verður minni á næstu árum og við þurfum áfram að fara fram á hagræði og aðhald í opinberum rekstri,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Áfram er gert ráð fyrir hagvexti en horfur ársins breyst umtalsvert frá síðustu áætlun. Þá var gert ráð fyrir 2,8 prósenta vexti en nú er það 1,7 prósent. Það yrði minnsti vöxtur frá árinu 2012. Þessar tölur gætu hins vegar gjörbreyst. Í fjármálaáætlun segir að veruleg óvissa sé uppi um hagþróun næstu missera. Meðal stórra óvissuþátta er staða WOW air en mögulegt gjaldþrot félagsins hefði mikil áhrif á hagkerfið líkt og fram kemur í skýrslu Reykjavík Economics, sem fréttablaðið greindi frá í morgun. Þar segir að landsframleiðsla gæti dregist saman um 0,9 til 2,7 prósent á einu ári við gjaldþrot. Bjarni segir að áætlunin verði endurskoðuð fari félagið í þrot. „Alveg tvímælalaust. Ef það verða meiriháttar breytingar í nærumhverfinu eða annars staðar verðum við að aðlaga okkur að því og það verður tími til þess undir þinglegri meðferð. Það myndi þýða að við þyrftum að draga úr útgjaldaáformum.“ Helstu útgjaldaaukningar núna eru til samgöngumála, eða sextán milljarða aukning yfir fimm ára tímabil, nýsköpunarmála, einnig sextán milljarðar og félagsmála, þar sem 25 milljarðar til viðbótar renna í málaflokkinn. Fjármunirnir fara að miklu leyti í kjarasamningsmál, líkt og lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf og hækkun stofnframlaga til almennra íbúða vegna húsnæðisátaks. Þá eru einnig gerðar viðbótaraðhaldskröfur varðandi opinber innkaup og launakostnað. „Sem að meðal annars getur leitt til þess að við tökum í gagnið tæknilausnir sem að kannski krefjast ekki sama mannfjölda og verið hefur. Á launaliðnum erum við að segja að við getum séð heilt yfir þennan lið vaxa um hálft prósent umfram verðlag. Það er eins konar aðhaldskrafa,“ segir Bjarni.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira