200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Sighvatur Jónsson skrifar 23. mars 2019 18:45 Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. Samninganefnd Vegagerðarinnar fór á fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Póllandi í vikunni. Rætt var um lokauppgjör vegna smíði nýs Herjólfs. Vegagerðin gerði skipasmíðastöðinni tilboð, búist er við svari á næstu dögum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni fer skipasmíðastöðin ekki fram á viðbótargreiðslu vegna aukaverka. Ástæða aukagreiðslunnar er sögð vera hærri heildarkostnaður við framkvæmdina en upphaflega var gert ráð fyrir.Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinAfhending dregist Eitt af þeim atriðum sem tekist er á um eru dagsektir vegna seinkunar verksins. Í fyrstu átti að afhenda nýjan Herjólf 1. júní í fyrra. Vegna breytinga var afhendingu seinkað til 1. ágúst á síðasta ári. Þá var samið um 140 daga seinkun til viðbótar. Svo tók við 30 daga tímabil án dagsekta. Vegagerðin miðar við að dagsektir hafi fallið á verkið frá miðjum janúar síðastliðnum. Dagsektir nema 25.000 evrum fyrstu 90 dagana, rúmum þremur milljónum króna á dag. Eftir það eru dagsektir 12.500 evrur, ríflega ein og hálf milljón króna á dag. Vegagerðin telur dagsektir vegna smíði nýs Herjólfs nema samtals 200 milljónum íslenskra króna. Smíði Herjólfs er á lokastigi. Úttektir og prófanir eru eftir. Vegagerðin metur það svo að skipið geti verið tilbúið til afhendingar um næstu mánaðamót, að því gefnu að samningar náist við skipasmíðastöðina um lokauppgjör. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Súðarvíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Sjá meira
Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. Samninganefnd Vegagerðarinnar fór á fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Póllandi í vikunni. Rætt var um lokauppgjör vegna smíði nýs Herjólfs. Vegagerðin gerði skipasmíðastöðinni tilboð, búist er við svari á næstu dögum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni fer skipasmíðastöðin ekki fram á viðbótargreiðslu vegna aukaverka. Ástæða aukagreiðslunnar er sögð vera hærri heildarkostnaður við framkvæmdina en upphaflega var gert ráð fyrir.Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi.VegagerðinAfhending dregist Eitt af þeim atriðum sem tekist er á um eru dagsektir vegna seinkunar verksins. Í fyrstu átti að afhenda nýjan Herjólf 1. júní í fyrra. Vegna breytinga var afhendingu seinkað til 1. ágúst á síðasta ári. Þá var samið um 140 daga seinkun til viðbótar. Svo tók við 30 daga tímabil án dagsekta. Vegagerðin miðar við að dagsektir hafi fallið á verkið frá miðjum janúar síðastliðnum. Dagsektir nema 25.000 evrum fyrstu 90 dagana, rúmum þremur milljónum króna á dag. Eftir það eru dagsektir 12.500 evrur, ríflega ein og hálf milljón króna á dag. Vegagerðin telur dagsektir vegna smíði nýs Herjólfs nema samtals 200 milljónum íslenskra króna. Smíði Herjólfs er á lokastigi. Úttektir og prófanir eru eftir. Vegagerðin metur það svo að skipið geti verið tilbúið til afhendingar um næstu mánaðamót, að því gefnu að samningar náist við skipasmíðastöðina um lokauppgjör.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Súðarvíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Sjá meira