Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Sigurður Mikael Jónsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 23. mars 2019 08:30 Frá upphafi göngu nemenda við Hagaskóla í gær vísir/vilhelm Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. Mótmæltu fyrirætlunum um að vísa hinni 14 ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar úr landi. „Ég held að starfsmenn Hagaskóla standi algjörlega með nemendum í þessu. Það eru allir stoltir og ánægðir með þetta,“ segir Ómar Örn Magnússon, kennari og verkefnisstjóri í Hagaskóla. Bróðurpartur allra nemenda skólans skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu gegn brottvísun afganskrar skólasystur sinnar og fjölskyldu hennar til Grikklands. Hundruð nemenda gengu síðan fylktu liði og afhentu útlendinganefnd kærumála og dómsmálaráðuneytinu ríflega sex þúsund undirskriftir þar sem þess er krafist að hinni fjórtán ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar verði ekki vísað úr landi. „Þetta gekk ótrúlegavel,“ sagði Svava Þóra Árna dóttir, nemandi í tíunda bekk í Haga skóla, og einn skipuleggjenda mót mælanna, í samtali við Fréttablaðið eftir aðgerðirnar í gærmorgun. Hún segir að af hentar hafi verið á milli 500 og 600 hand skrifaðar undirskriftir frá nemendum Hagaskóla og 6.200 rafrænar undirskriftir. Nemendur Hagaskóla eru um 600 og skrifuðu því langflestir, ef ekki allir, undir yfir lýsinguna. Nú vonist þau eftir viðbrögðum frá nýjum dómsmálaráðherra. „Núna tekur bara við bið. Við sjáum svo hvað gerist og hvernig verður tekið í undir skriftirnar. En ef ekkert gerist þá munum við halda á fram að berjast.“ Ómar Örn situr einnig í réttindaráði Hagaskóla sem ályktaði um málið fyrir rúmri viku þar sem því er beint til kærunefndarinnar að mál fjölskyldunnar verði tekið upp aftur. „Við lýstum eindregnum stuðningi við nemandann og fjölskyldu hennar og mótmælum öllum fyrirætlunum um að vísa þeim úr landi,“ segir Ómar og vísar í ályktun ráðsins. „Ég er gríðarlega stoltur af framgöngu krakkanna og hvað þau framkvæmdu þetta allt fagmannlega. Öll skipulagningin var þeirra og var hún öll til fyrirmyndar.“ Ómar Örn segist ekki halda að skrópið sem fylgdi stuðningsaðgerðum nemenda komi niður á þeim. „Ef ég væri nemandi að mótmæla þarna þá myndi ég bara vilja fá skróp í kladdann við tilefni sem þetta og ég held að þessir krakkar séu á þeirri línu.“ Ekki náðist í dómsmálaráðherra vegna málsins. Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42 Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. Mótmæltu fyrirætlunum um að vísa hinni 14 ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar úr landi. „Ég held að starfsmenn Hagaskóla standi algjörlega með nemendum í þessu. Það eru allir stoltir og ánægðir með þetta,“ segir Ómar Örn Magnússon, kennari og verkefnisstjóri í Hagaskóla. Bróðurpartur allra nemenda skólans skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu gegn brottvísun afganskrar skólasystur sinnar og fjölskyldu hennar til Grikklands. Hundruð nemenda gengu síðan fylktu liði og afhentu útlendinganefnd kærumála og dómsmálaráðuneytinu ríflega sex þúsund undirskriftir þar sem þess er krafist að hinni fjórtán ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar verði ekki vísað úr landi. „Þetta gekk ótrúlegavel,“ sagði Svava Þóra Árna dóttir, nemandi í tíunda bekk í Haga skóla, og einn skipuleggjenda mót mælanna, í samtali við Fréttablaðið eftir aðgerðirnar í gærmorgun. Hún segir að af hentar hafi verið á milli 500 og 600 hand skrifaðar undirskriftir frá nemendum Hagaskóla og 6.200 rafrænar undirskriftir. Nemendur Hagaskóla eru um 600 og skrifuðu því langflestir, ef ekki allir, undir yfir lýsinguna. Nú vonist þau eftir viðbrögðum frá nýjum dómsmálaráðherra. „Núna tekur bara við bið. Við sjáum svo hvað gerist og hvernig verður tekið í undir skriftirnar. En ef ekkert gerist þá munum við halda á fram að berjast.“ Ómar Örn situr einnig í réttindaráði Hagaskóla sem ályktaði um málið fyrir rúmri viku þar sem því er beint til kærunefndarinnar að mál fjölskyldunnar verði tekið upp aftur. „Við lýstum eindregnum stuðningi við nemandann og fjölskyldu hennar og mótmælum öllum fyrirætlunum um að vísa þeim úr landi,“ segir Ómar og vísar í ályktun ráðsins. „Ég er gríðarlega stoltur af framgöngu krakkanna og hvað þau framkvæmdu þetta allt fagmannlega. Öll skipulagningin var þeirra og var hún öll til fyrirmyndar.“ Ómar Örn segist ekki halda að skrópið sem fylgdi stuðningsaðgerðum nemenda komi niður á þeim. „Ef ég væri nemandi að mótmæla þarna þá myndi ég bara vilja fá skróp í kladdann við tilefni sem þetta og ég held að þessir krakkar séu á þeirri línu.“ Ekki náðist í dómsmálaráðherra vegna málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42 Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42
Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent