Trump dregur nýjar refsiaðgerðir skyndilega til baka Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2019 18:43 Eins og svo oft áður tilkynnti Trump um ákvörðun sína á Twitter. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann hefði dregið til baka nýjar refsiaðgerðir á Norður-Kóreu sem áttu að hafa verið kynntar fyrr í dag. Ekki er ljóst við hvaða aðgerðir forsetinn á en blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji aðgerðirnar ónauðsynlegar vegna þess að honum líki við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Reuters-fréttastofan segir að ekki sé ljóst til hvaða refsiaðgerða Trump hafi vísað þegar hann tísti í dag um að hann hefði gefið út skipun um að kalla aðgerðir sem „fjármálaráðuneytið tilkynnti um í dag“. Ráðuneytið greindi frá því að tvö kínversk skipafyrirtæki hefðu verið sett á svartan lista fyrir að hjálpa Norður-Kóreumönnum að komast í kringum viðskiptaþvinganir í gær. Það eru fyrstu nýju aðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn Norður-Kóreu eftir leiðtogafund Trump og Kim sem haldinn var í febrúar.It was announced today by the U.S. Treasury that additional large scale Sanctions would be added to those already existing Sanctions on North Korea. I have today ordered the withdrawal of those additional Sanctions!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 22, 2019 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, tísti ánægju sinni með þær aðgerðir í gær og lýsti þeim sem mikilvægum. Skipaiðnaðurinn yrði að gera meira til að stöðva ólöglegar skipaferðir Norður-Kóreumanna.Important actions today from @USTreasury; the maritime industry must do more to stop North Korea's illicit shipping practices. Everyone should take notice and review their own activities to ensure they are not involved in North Korea's sanctions evasion. https://t.co/AVnOPrWbH6— John Bolton (@AmbJohnBolton) March 21, 2019 Sarah Huckabee-Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, tiltók ekki hvaða aðgerðir Trump ætti við. „Trump forseta líkar við Kim formann og hann heldur að þessar refsiaðgerðir verði ekki nauðsynlegar,“ sagði Sanders. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann hefði dregið til baka nýjar refsiaðgerðir á Norður-Kóreu sem áttu að hafa verið kynntar fyrr í dag. Ekki er ljóst við hvaða aðgerðir forsetinn á en blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji aðgerðirnar ónauðsynlegar vegna þess að honum líki við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Reuters-fréttastofan segir að ekki sé ljóst til hvaða refsiaðgerða Trump hafi vísað þegar hann tísti í dag um að hann hefði gefið út skipun um að kalla aðgerðir sem „fjármálaráðuneytið tilkynnti um í dag“. Ráðuneytið greindi frá því að tvö kínversk skipafyrirtæki hefðu verið sett á svartan lista fyrir að hjálpa Norður-Kóreumönnum að komast í kringum viðskiptaþvinganir í gær. Það eru fyrstu nýju aðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn Norður-Kóreu eftir leiðtogafund Trump og Kim sem haldinn var í febrúar.It was announced today by the U.S. Treasury that additional large scale Sanctions would be added to those already existing Sanctions on North Korea. I have today ordered the withdrawal of those additional Sanctions!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 22, 2019 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, tísti ánægju sinni með þær aðgerðir í gær og lýsti þeim sem mikilvægum. Skipaiðnaðurinn yrði að gera meira til að stöðva ólöglegar skipaferðir Norður-Kóreumanna.Important actions today from @USTreasury; the maritime industry must do more to stop North Korea's illicit shipping practices. Everyone should take notice and review their own activities to ensure they are not involved in North Korea's sanctions evasion. https://t.co/AVnOPrWbH6— John Bolton (@AmbJohnBolton) March 21, 2019 Sarah Huckabee-Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, tiltók ekki hvaða aðgerðir Trump ætti við. „Trump forseta líkar við Kim formann og hann heldur að þessar refsiaðgerðir verði ekki nauðsynlegar,“ sagði Sanders.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Sjá meira