Fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu: „Endilega kærðu þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2019 15:01 Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel þvertekur fyrir verkfallsbrot hafi verið framin á hans vakt. Ljósmyndin var tekin fyrir skömmu þegar atkvæðagreiðsla um verkfall fór fram. vísir/vilhelm Nokkrir verkfallsverðir og þar á meðal Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu. Blaðamaður náði tali af Sólveigu og nokkrum verkfallsvörðum á Suðurlandsbraut þegar þau voru á leiðinni frá hótel Nordica og á næsta hótel til að gæta að því að allt sé í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilur.„Endilega kærðu þetta vegna þess að við viljum fá úr því skorið“ Þegar fullyrðingin var borin undir Árna Val Sólonsson, eiganda Citi Park – hótelsins þvertók hann fyrir að vera verkfallsbrjótur. Hann segir að þessa stundina séu tveir ófélagsbundir starfsmenn að þrífa á hótelinu. „Ég sagði við hann [verkfallsvörðinn] endilega kærðu þetta vegna þess að við viljum fá úr því skorið. Þetta er ekki verkfallsbrot. Efling á ekki störfin. Það er stjórnarskrárvarinn réttur fólks að vera ekki félagsbundinn.“ Árni segir að forysta Eflingar haldi að þau eigi störfin. „Hann [verkfallsvörðurinn] sagðist eiga störfin hérna. Ég hélt nú ekki og sagðist eiga þau sjálfur. Ég skapaði þau og sá sem getur lagt þau niður, hann á þau. Ég get lagt störfin niður en ekki Efling og þar af leiðandi hlýt ég að eiga störfin.“En gilda ekki lög um verkföll í landinu?„Jújú, verkfallslögin eru þau að félagsbundnir menn eiga ekki að vinna og það er enginn félagsbundinn að vinna hérna hjá mér. Það er enginn meðlimur í Eflingu að vinna hjá mér,“ segir Árni og bætir við: „Það er bara ágreiningur um þetta á milli SA og þeirra. Það er bara þannig. Það eru hérna tveir ófélagsbundnir starfsmenn sem eru að vinna. Það er allt og sumt. Það er það sem hann heldur að sé verkfallsbrot.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Nokkrir verkfallsverðir og þar á meðal Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu. Blaðamaður náði tali af Sólveigu og nokkrum verkfallsvörðum á Suðurlandsbraut þegar þau voru á leiðinni frá hótel Nordica og á næsta hótel til að gæta að því að allt sé í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilur.„Endilega kærðu þetta vegna þess að við viljum fá úr því skorið“ Þegar fullyrðingin var borin undir Árna Val Sólonsson, eiganda Citi Park – hótelsins þvertók hann fyrir að vera verkfallsbrjótur. Hann segir að þessa stundina séu tveir ófélagsbundir starfsmenn að þrífa á hótelinu. „Ég sagði við hann [verkfallsvörðinn] endilega kærðu þetta vegna þess að við viljum fá úr því skorið. Þetta er ekki verkfallsbrot. Efling á ekki störfin. Það er stjórnarskrárvarinn réttur fólks að vera ekki félagsbundinn.“ Árni segir að forysta Eflingar haldi að þau eigi störfin. „Hann [verkfallsvörðurinn] sagðist eiga störfin hérna. Ég hélt nú ekki og sagðist eiga þau sjálfur. Ég skapaði þau og sá sem getur lagt þau niður, hann á þau. Ég get lagt störfin niður en ekki Efling og þar af leiðandi hlýt ég að eiga störfin.“En gilda ekki lög um verkföll í landinu?„Jújú, verkfallslögin eru þau að félagsbundnir menn eiga ekki að vinna og það er enginn félagsbundinn að vinna hérna hjá mér. Það er enginn meðlimur í Eflingu að vinna hjá mér,“ segir Árni og bætir við: „Það er bara ágreiningur um þetta á milli SA og þeirra. Það er bara þannig. Það eru hérna tveir ófélagsbundnir starfsmenn sem eru að vinna. Það er allt og sumt. Það er það sem hann heldur að sé verkfallsbrot.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05