Innlent

Hrifsaði síma af manni á Laugavegi og komst undan á hlaupum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þjófurinn komst undan á hlaupum.
Þjófurinn komst undan á hlaupum. Vísir/Vilhelm
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gær tilkynnt um að sími hefði verið hrifsaður af manni sem var á gangi á Laugavegi í miðbæ Reykjavíkur. Þjófurinn komst undan á hlaupum en ekki eru veittar frekari upplýsingar um málið í dagbók lögreglu.

Þá var maður handtekinn með mikið magn fíkniefna, grunaður um sölu og dreifingu slíkra efna. Hann var vistaður í fangaklefa. Einnig voru fjórir handteknir í hverfi 110 vegna sölu og dreifingu fíkniefna. Þeir eru einnig grunaðir um fleiri brot og voru vistaðir í fangaklefa. Málið er í rannsókn.

Tilkynnt var um árekstur í miðbænum. Meiðsl voru minniháttar en einn var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Annar bíllinn er óökufær eftir áreksturinn og var fluttur á brott með kranabíl. Þá var bifreið ekið á ljósastaur í Garðabæ en engin slys urðu á fólki.

Annað umferðaróhapp varð í Kópavogi þar sem bifreið var bakkað ofan í húsgrunn. Engin slys urðu heldur á fólki í því tilviki.

Þá var tilkynnt um mann sem var að kíkja á glugga í Breiðholti. Maðurinn fannst ekki þrátt fyrir leit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×