Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: "Mér blöskraði og mér brá“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. mars 2019 13:20 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, á fundinum í morgun. vísir/vilhelm Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir að meðalhófs hafi verið gætt. Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um aðgerðir lögreglu hófst klukkan 8:30 í morgun. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. Til stimpinga kom á Austurvelli þann 11. mars vegna tilraunar mótmælenda til að tjalda og vildu margir meina að lögreglan hefði gengið of hart fram gagnvart mótmælendum. Piparúða var meðal annars beitt en það er í fyrsta skipti síðan árið 2009 en 130 mótmæli hafa verið hér á landi síðan.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn.vísir/vilhelmTelur lögreglu hafa beitt meðalhófi Á meðal þeirra sem komu fyrir nefndina voru þau Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir Þór útskýrði að einn mótmælanda hafi verið handtekinn fyrir að sparka ítrekað í lögreglumann og annar fyrir að reyna að koma í veg fyrir handtöku þess sem sparkaði í lögregluna. „Ég tel að lögregla hafi farið eftir því verklagi sem fyrir hana er lagt og ég tel líka að lögregla hafi beitt meðalhófi,“ sagði Ásgeir Þór og bætti við að piparúða hafi verið beitt eftir að þrjátíu til fjörutíu manna hópur hafi gert aðsúg að lögreglumönnum. Piparúðanum hafi verið beitt gegn mótmælendum í um eina mínútu eftir það. „Skipanir höfðu ekki virkað, tíu lögreglumenn geta ekki beitt lögreglutökum á þrjátíu til fjörutíu í einu, það hefur auga leið og það næsta í valdbeitingarstiga lögreglu er piparúði,“ segir Ásgeir Þór. Þá segir hann að eftir að valdbeitingunni var hætt hafi strax verið kallað á sjúkrabíl til þess að hlúa að þeim sem orðið höfðu fyrir piparúðanum.Frá nefndarfuni allsherjar- og menntamálanefndar í morgun.vísir/vilhelmSegir hörð viðbrögð lögreglu algjörlega tilefnislaus Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, varð vitni af mótmælunum en hún er ekki sammála því að meðalhófs hafi verið gætt. „Það var akkúrat að hefjast þingfundur á sama tíma og ég fór út og horfði á. Ég verð að segja að mér blöskraði og mér brá. Mér fannst þetta vera algjörlega tilefnislaust, þessi hörðu viðbrögð lögreglu,“ segir Rósa Björk sem veltir því fyrir sér hvort það skipti máli hverjir það eru sem mótmæli. Fram kom í máli Sigríðar Bjarkar að aðgerðir lögreglu væru komnar til nefndar sem hefur eftirlit með störfum lögreglunnar. Málið yrði yfirfarið af óháðum aðilum en fullt af myndefni er til frá Austurvelli, ekki síst frá 11. mars. Nefndin hefur fyrst mánuð til að skoða málið og senda til lögreglu en þá hefur lögregla þrjá mánuði til að fara yfir það áður en það er sent aftur til nefndarinnar. Nefndin mun því líklegast skila lokaskýrslu eftir fjóra mánuði.Fundinn má sjá hér fyrir neðan en athugið að blábyrjun hans vantar í myndskeiðið. Alþingi Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Vinstri græn Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir að meðalhófs hafi verið gætt. Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um aðgerðir lögreglu hófst klukkan 8:30 í morgun. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. Til stimpinga kom á Austurvelli þann 11. mars vegna tilraunar mótmælenda til að tjalda og vildu margir meina að lögreglan hefði gengið of hart fram gagnvart mótmælendum. Piparúða var meðal annars beitt en það er í fyrsta skipti síðan árið 2009 en 130 mótmæli hafa verið hér á landi síðan.Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn.vísir/vilhelmTelur lögreglu hafa beitt meðalhófi Á meðal þeirra sem komu fyrir nefndina voru þau Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir Þór útskýrði að einn mótmælanda hafi verið handtekinn fyrir að sparka ítrekað í lögreglumann og annar fyrir að reyna að koma í veg fyrir handtöku þess sem sparkaði í lögregluna. „Ég tel að lögregla hafi farið eftir því verklagi sem fyrir hana er lagt og ég tel líka að lögregla hafi beitt meðalhófi,“ sagði Ásgeir Þór og bætti við að piparúða hafi verið beitt eftir að þrjátíu til fjörutíu manna hópur hafi gert aðsúg að lögreglumönnum. Piparúðanum hafi verið beitt gegn mótmælendum í um eina mínútu eftir það. „Skipanir höfðu ekki virkað, tíu lögreglumenn geta ekki beitt lögreglutökum á þrjátíu til fjörutíu í einu, það hefur auga leið og það næsta í valdbeitingarstiga lögreglu er piparúði,“ segir Ásgeir Þór. Þá segir hann að eftir að valdbeitingunni var hætt hafi strax verið kallað á sjúkrabíl til þess að hlúa að þeim sem orðið höfðu fyrir piparúðanum.Frá nefndarfuni allsherjar- og menntamálanefndar í morgun.vísir/vilhelmSegir hörð viðbrögð lögreglu algjörlega tilefnislaus Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, varð vitni af mótmælunum en hún er ekki sammála því að meðalhófs hafi verið gætt. „Það var akkúrat að hefjast þingfundur á sama tíma og ég fór út og horfði á. Ég verð að segja að mér blöskraði og mér brá. Mér fannst þetta vera algjörlega tilefnislaust, þessi hörðu viðbrögð lögreglu,“ segir Rósa Björk sem veltir því fyrir sér hvort það skipti máli hverjir það eru sem mótmæli. Fram kom í máli Sigríðar Bjarkar að aðgerðir lögreglu væru komnar til nefndar sem hefur eftirlit með störfum lögreglunnar. Málið yrði yfirfarið af óháðum aðilum en fullt af myndefni er til frá Austurvelli, ekki síst frá 11. mars. Nefndin hefur fyrst mánuð til að skoða málið og senda til lögreglu en þá hefur lögregla þrjá mánuði til að fara yfir það áður en það er sent aftur til nefndarinnar. Nefndin mun því líklegast skila lokaskýrslu eftir fjóra mánuði.Fundinn má sjá hér fyrir neðan en athugið að blábyrjun hans vantar í myndskeiðið.
Alþingi Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Vinstri græn Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira