Eyrún segir sig úr VG vegna breytinga á lögum um hatursorðræðu Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2019 12:42 Eyþrún er afar ósátt við fyrirhugaðar breytingar á lögum um hatursorðræðu. fbl/eyþór Eyrún Eyþórsdóttir, sem stýrt hefur hatursglæpadeild lögreglunnar, hefur sagt sig úr Vinstri grænum. En, hún hefur meðal annars verið varaþingmaður hreyfingarinnar. Þetta gerir hún vegna fyrirhugaðs stjórnarfrumvarps þar sem til stendur að breyta hinni umdeildu grein hegningarlaganna númer 233 a.Helför og þrælahald „Það truflar mig að VG sé að leggja til að lögleiða það sem mundi skilgreinast sem haturstjáning í dag... sérstaklega í ljósi þess að öfgaskoðanir, hatur gegn minnihlutahópum, andúð gegn múslimum og etc er að aukast til muna. Mér finnst þetta þannig alls ekki tíminn til að ræða lagabreytingartillögur í þessa átt,“ segir Eyrún til útskýringar. En hún tilkynnti um ákvörðun sína á Facebook í gærkvöldi. Eyrún er þannig að sögn óflokksbundin í fyrsta skipti í tæp tuttugu ár.Eyrún greindi frá ákvörðun sinni á Facebook í gærkvöldi.„Og á þar að leiðandi ekki á hættu á því að bera ábyrgð á að hérlendis verði tjáningarfrelsi hafið yfir vernd minnihlutahópa gegn hatri og andúð með því að haturstjáning verði gerð lögleg,“ segir Eyrún. Lögreglukonan notar nokkuð litríkt líkingarmál til að útskýra hversu ill áform er hér um að ræða:„Tjáningarfrelsishugtak sem einmitt er notað í dag sem tæki til að réttlæta andúð, ofsóknir, hatur, mismunun og annað slíkt gegn minnihlutahópum. Gleymum því ekki að helförin var lögleg, aðskilnaðarstefnur í S-Afríku og Bandaríkjunum voru löglegar, þrælahald var löglegt – þó eitthvað verði löglegt þýðir það ekki að það sé rétt.“ Lagabreytingin sem fór fyrir brjóst Eyrúnar Með frumvarpinu umrædda er lagt til að við 233. greinina a. bætist „enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“. Ákvæðið mun þannig hljóma í heild sinni: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun.“ Þetta telur Eyrún, eins og áður sagði, óásættanlegt. Alþingi Lög og regla Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur aukna áherslu á hatursglæpi Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur, fengin til að sinna málaflokknum. 15. janúar 2016 10:17 Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22 Segir „rassfasista“ og „hugsanalögreglu“ með tögl og hagldir á Íslandi Vilhjálmur Eyþórsson er meðal þeirra fyrstu sem hefur verið kærður fyrir meint hatursummæli í garð hinsegin fólks. 15. júní 2016 09:45 Fimmtíu hatursglæpir til rannsóknar á tveimur árum: „Þetta er gríðarleg aukning“ Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. 5. október 2017 20:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Eyrún Eyþórsdóttir, sem stýrt hefur hatursglæpadeild lögreglunnar, hefur sagt sig úr Vinstri grænum. En, hún hefur meðal annars verið varaþingmaður hreyfingarinnar. Þetta gerir hún vegna fyrirhugaðs stjórnarfrumvarps þar sem til stendur að breyta hinni umdeildu grein hegningarlaganna númer 233 a.Helför og þrælahald „Það truflar mig að VG sé að leggja til að lögleiða það sem mundi skilgreinast sem haturstjáning í dag... sérstaklega í ljósi þess að öfgaskoðanir, hatur gegn minnihlutahópum, andúð gegn múslimum og etc er að aukast til muna. Mér finnst þetta þannig alls ekki tíminn til að ræða lagabreytingartillögur í þessa átt,“ segir Eyrún til útskýringar. En hún tilkynnti um ákvörðun sína á Facebook í gærkvöldi. Eyrún er þannig að sögn óflokksbundin í fyrsta skipti í tæp tuttugu ár.Eyrún greindi frá ákvörðun sinni á Facebook í gærkvöldi.„Og á þar að leiðandi ekki á hættu á því að bera ábyrgð á að hérlendis verði tjáningarfrelsi hafið yfir vernd minnihlutahópa gegn hatri og andúð með því að haturstjáning verði gerð lögleg,“ segir Eyrún. Lögreglukonan notar nokkuð litríkt líkingarmál til að útskýra hversu ill áform er hér um að ræða:„Tjáningarfrelsishugtak sem einmitt er notað í dag sem tæki til að réttlæta andúð, ofsóknir, hatur, mismunun og annað slíkt gegn minnihlutahópum. Gleymum því ekki að helförin var lögleg, aðskilnaðarstefnur í S-Afríku og Bandaríkjunum voru löglegar, þrælahald var löglegt – þó eitthvað verði löglegt þýðir það ekki að það sé rétt.“ Lagabreytingin sem fór fyrir brjóst Eyrúnar Með frumvarpinu umrædda er lagt til að við 233. greinina a. bætist „enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“. Ákvæðið mun þannig hljóma í heild sinni: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun.“ Þetta telur Eyrún, eins og áður sagði, óásættanlegt.
Alþingi Lög og regla Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur aukna áherslu á hatursglæpi Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur, fengin til að sinna málaflokknum. 15. janúar 2016 10:17 Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22 Segir „rassfasista“ og „hugsanalögreglu“ með tögl og hagldir á Íslandi Vilhjálmur Eyþórsson er meðal þeirra fyrstu sem hefur verið kærður fyrir meint hatursummæli í garð hinsegin fólks. 15. júní 2016 09:45 Fimmtíu hatursglæpir til rannsóknar á tveimur árum: „Þetta er gríðarleg aukning“ Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. 5. október 2017 20:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur aukna áherslu á hatursglæpi Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur, fengin til að sinna málaflokknum. 15. janúar 2016 10:17
Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22
Segir „rassfasista“ og „hugsanalögreglu“ með tögl og hagldir á Íslandi Vilhjálmur Eyþórsson er meðal þeirra fyrstu sem hefur verið kærður fyrir meint hatursummæli í garð hinsegin fólks. 15. júní 2016 09:45
Fimmtíu hatursglæpir til rannsóknar á tveimur árum: „Þetta er gríðarleg aukning“ Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. 5. október 2017 20:00