Meint harðræði við mótmælendur til nefndar um eftirlit með lögreglu Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. mars 2019 10:21 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, á fundinum í morgun. vísir/vilhelm Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. Til stimpinga kom á Austurvelli þann 11. mars vegna tilraunar mótmælenda til að tjalda og vildu margir meina að lögreglan hefði gengið of hart fram gagnvart mótmælendum. Piparúða var meðal annars beitt en það er í fyrsta skipti síðan slíkt er gert frá árinu 2009. Í viðtali við Vísi daginn eftir tók aðalvarðstjóri lögreglu ekki undir það að lögreglan hafi beitt harðræði og sagði hann þjóðerni mótmælenda engu skipta. Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um aðgerðir lögreglu hófst klukkan 8:30 í morgun. Á meðal þeirra sem komu fyrir nefndina voru þau Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í máli Sigríðar Bjarkar að aðgerðir lögreglu væru komnar til nefndar sem hefur eftirlit með störfum lögreglunnar. Málið yrði yfirfarið af óháðum aðilum en fullt af myndefni er til frá Austurvelli, ekki síst frá 11. mars. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur mánuð til að greina erindið og senda það áfram til meðferðar hjá réttu embætti. Það embætti sem fær málið til meðferðar hefur síðan þrjá mánuði til að bregðast við. Þegar embættið hefur síðan brugðist við kvörtuninni eða eftir atvikum kæru, þá ef mál fer til saksóknara, ber að upplýsa nefndina um niðurstöðuna. Nefndin fær þá málið aftur til sín og fer yfir það. Hún getur þá, ef tilefni er til, komið að óbindandi tilmælum eða ábendingum um það sem betur má fara. Þannig er minnsti málsmeðferðartími fjórir mánuðir. Á fundinum kom fram að nefndin myndi geta staðið við að greina málið og senda það áfram innan mánaðar.Uppfært klukkan 11:38: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefði fjóra mánuði til að greina málið. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt. Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Segja frásögn lögreglunnar ekki sannleikanum samkvæm. 19. mars 2019 15:24 Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15 Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. Til stimpinga kom á Austurvelli þann 11. mars vegna tilraunar mótmælenda til að tjalda og vildu margir meina að lögreglan hefði gengið of hart fram gagnvart mótmælendum. Piparúða var meðal annars beitt en það er í fyrsta skipti síðan slíkt er gert frá árinu 2009. Í viðtali við Vísi daginn eftir tók aðalvarðstjóri lögreglu ekki undir það að lögreglan hafi beitt harðræði og sagði hann þjóðerni mótmælenda engu skipta. Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um aðgerðir lögreglu hófst klukkan 8:30 í morgun. Á meðal þeirra sem komu fyrir nefndina voru þau Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í máli Sigríðar Bjarkar að aðgerðir lögreglu væru komnar til nefndar sem hefur eftirlit með störfum lögreglunnar. Málið yrði yfirfarið af óháðum aðilum en fullt af myndefni er til frá Austurvelli, ekki síst frá 11. mars. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur mánuð til að greina erindið og senda það áfram til meðferðar hjá réttu embætti. Það embætti sem fær málið til meðferðar hefur síðan þrjá mánuði til að bregðast við. Þegar embættið hefur síðan brugðist við kvörtuninni eða eftir atvikum kæru, þá ef mál fer til saksóknara, ber að upplýsa nefndina um niðurstöðuna. Nefndin fær þá málið aftur til sín og fer yfir það. Hún getur þá, ef tilefni er til, komið að óbindandi tilmælum eða ábendingum um það sem betur má fara. Þannig er minnsti málsmeðferðartími fjórir mánuðir. Á fundinum kom fram að nefndin myndi geta staðið við að greina málið og senda það áfram innan mánaðar.Uppfært klukkan 11:38: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefði fjóra mánuði til að greina málið. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt.
Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Segja frásögn lögreglunnar ekki sannleikanum samkvæm. 19. mars 2019 15:24 Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15 Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Segja frásögn lögreglunnar ekki sannleikanum samkvæm. 19. mars 2019 15:24
Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45
Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15
Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15