Milan Pavkov fékk beint rautt spjald seint í uppbótatíma fyrir ljótt brot á Leroy Sane í vináttulandsleik Þýskalands og Serbíu. Sane slapp ótrúlega vel en haltraði af velli skömmu síðar.
Germany head coach Joachim Low says Leroy Sane was "lucky" after a "vicious foul" on him by Serbia's Milan Pavkov https://t.co/Z3yk8Y1WVZpic.twitter.com/NoJ3Wu3QNK
— BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2019
Tímabilið hjá Leroy Sane hefði auðveldlega getað endað í gærkvöldi. Manchester City á möguleika á að vinna fjórfalt og það hefði verið grátlegt fyrir Þjóðverjann að missa af lokasprettinum.
„Þetta var grimmilegt brot og það á miðju vallarins í vináttulandsleik. Sane var heppinn að sleppa með meiðsli en menn fótbrotna í svona brotum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Joachim Löw eftir leikinn.
Löw tók það fram að hann hafi tekið leikmann sinn af velli vegna krampa en ekki vegna afleiðinga af þessu ljóta broti. „Þetta var mjög, mjög ljót brot,“ ítrekaði Joachim Löw en það má sjá hann á blaðamannafundinum hér fyrir neðan.
Milan Pavkov steig ofan á hægri fót Leroy Sane af miklum klunnaskap og átti rauða spjaldið svo sannarlega skilið.
Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli eftir að varamaðurinn Leon Goretzka jafnaði metin í seinni hálfleiknum. Löw sagði að serbneski landsliðsþjálfarinn hafi beðið hann afsökunar í leikslok.
Leroy Sane hobbled off in Germany's draw at home to Serbia but Joachim Low allayed injury concerns over the Manchester City star.#GERSRB#MCFCpic.twitter.com/t4WlJ5zqHX
— Omnisport (@OmnisportNews) March 21, 2019
