Banna sölu hálfsjálfvirkra vopna strax Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. mars 2019 07:52 Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Vísir/AP Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. Jacinda Ardern forsætisráðherra hefur nú kynnt nýtt lagafrumvarp eins og hún lofaði strax eftir morðin og býst hún við því að nýju lögin verði komin í gildi í kringum 11. apríl næstkomandi. Sala hálfsjálfvirkra vopna hefur þó verið bönnuð nú þegar. Ardern segir að sögu landsins hafi verið breytt til frambúðar með hryðjuverkinu og nú verði byssulöggjöfinni einnig breytt. Auk þess að banna skotvopnin verður líka lagt bann við allskyns aukahlutum sem gera fólki kleift að breyta venjulegum rifflum í árásarriffla sem hægt er að skjóta mörgum skotum úr á stuttum tíma, auk þess sem magasín sem taka fjölda skota verða einnig gerð ólögleg.Eigendum slíkra vopna verður gefinn frestur til að skila þeim til stjórnvalda sem greiða fyrir þau tiltekna upphæð. Ardern sagðist gera ráð fyrir því að þetta myndi kosta ríkið á um hundrað til tvö hundruð milljónir nýsjálenskra dala. Gróft reiknað samsvarar það um tólf milljörðum til 24 milljarða króna. Hún sagðist ekki vilja refsa löghlýðnum byssueigendum en hún sagðist búast við stuðningi þeirra. Aðgerðir þessar snerust um öryggi allra íbúa Nýja-Sjálands. Stuart Nash, lögreglumálaráðherra Nýja-Sjálands, sagði að aðgerðirnar myndu leiða til aukins öryggis á Nýja-Sjálandi. Árásarmaðurinn í Christchurch hafði keypt byssur sínar með löglegum hætti og þar að auki hafði hann keypt margra skota magasín og fleiri hluti á netinu sem gerðu byssurnar hættulegri.Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur ein af stærstu keðjum verslana sem selja skotvopn í landinu, Hunting & Fishing New Zealand, lýst yfir stuðningi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar.Darren Jacobs, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði ódæðið í Christchurch hafa sannfært forsvarsmenn fyrirtækisins að „stríðsvopn“ ættu sér ekki stað í verslunum þeirra, né Nýja-Sjálandi. Hann sagði að þó ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að banna slík vopn yrðu þau hvort sem er ekki seld lengur hjá H&F. Þar að auki ætli fyrirtækið að hætta að selja skotvopn á netinu. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32 Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. Jacinda Ardern forsætisráðherra hefur nú kynnt nýtt lagafrumvarp eins og hún lofaði strax eftir morðin og býst hún við því að nýju lögin verði komin í gildi í kringum 11. apríl næstkomandi. Sala hálfsjálfvirkra vopna hefur þó verið bönnuð nú þegar. Ardern segir að sögu landsins hafi verið breytt til frambúðar með hryðjuverkinu og nú verði byssulöggjöfinni einnig breytt. Auk þess að banna skotvopnin verður líka lagt bann við allskyns aukahlutum sem gera fólki kleift að breyta venjulegum rifflum í árásarriffla sem hægt er að skjóta mörgum skotum úr á stuttum tíma, auk þess sem magasín sem taka fjölda skota verða einnig gerð ólögleg.Eigendum slíkra vopna verður gefinn frestur til að skila þeim til stjórnvalda sem greiða fyrir þau tiltekna upphæð. Ardern sagðist gera ráð fyrir því að þetta myndi kosta ríkið á um hundrað til tvö hundruð milljónir nýsjálenskra dala. Gróft reiknað samsvarar það um tólf milljörðum til 24 milljarða króna. Hún sagðist ekki vilja refsa löghlýðnum byssueigendum en hún sagðist búast við stuðningi þeirra. Aðgerðir þessar snerust um öryggi allra íbúa Nýja-Sjálands. Stuart Nash, lögreglumálaráðherra Nýja-Sjálands, sagði að aðgerðirnar myndu leiða til aukins öryggis á Nýja-Sjálandi. Árásarmaðurinn í Christchurch hafði keypt byssur sínar með löglegum hætti og þar að auki hafði hann keypt margra skota magasín og fleiri hluti á netinu sem gerðu byssurnar hættulegri.Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur ein af stærstu keðjum verslana sem selja skotvopn í landinu, Hunting & Fishing New Zealand, lýst yfir stuðningi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar.Darren Jacobs, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði ódæðið í Christchurch hafa sannfært forsvarsmenn fyrirtækisins að „stríðsvopn“ ættu sér ekki stað í verslunum þeirra, né Nýja-Sjálandi. Hann sagði að þó ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að banna slík vopn yrðu þau hvort sem er ekki seld lengur hjá H&F. Þar að auki ætli fyrirtækið að hætta að selja skotvopn á netinu.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32 Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32
Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40
Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46
Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54