Rændi og kveikti í skólarútu á Ítalíu Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2019 23:46 Börnin stunda nám í skóla í Vailati di Crema, austur af Mílanó. EPA/DANIELE BENNATI Lögregla í Mílanó á Ítalíu hefur handtekið 47 ára rútubílstjóra eftir að hann rændi rútu með 51 nemanda um borð, og kveikti síðar í henni. Börnin, sem sum hver höfðu verið bundin, komust öll lífs af eftir að lögreglu tókst að koma þeim út úr rútunni um glugga aftarlega í rútunni. Í frétt BBC segir að fjórtán hafi verið fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Bílstjórinn er ítalskur ríkisborgari af senegölskum uppruna. „Enginn mun lifa af,“ á maðurinn að hafa hrópað. Einn kennara barnanna, sem var um borð í rútunni, segir að hinn grunaði hafi verið mjög óánægður með harða stefnu ítalskra stjórnvalda þegar kemur að málefnum flóttafólks og hælisleitenda.Kraftaverk Francesco Greco, saksóknari í Mílanó, segir það kraftaverk að ekki hafi farið verr, þar sem þetta hefði getað endað með blóðbaði. Bílstjóranum hafði verið ætlað að keyra börnin, sem voru úr tveimur bekkjum, frá skóla í Vailati di Crema, austur af Mílanó, í líkamsræktarstöð. Hann ók rútunni hins vegar aðra leið og í átt að Linate-flugvellinum í Mílanó.Hringdi í móður sína Þegar maðurinn byrjaði að hóta börnunum með hníf hringdi einn nemandanna í móður sína sem tilkynnti svo málið til lögreglu. Lögreglu tókst að lokum að stöðva rútuna og koma börnunum úr um glugga aftarlega í rútunni þar sem búið var að brjóta glerið. Bílstjórinn hafði þá hellt niður bensíni, kveikti að lokum í rútunni og varð hún alelda á svipstundu. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, brast ókvæða við þegar hann var spurður út í málið og sagði gerandann vera með sakaferil að baki. Ítalía Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Lögregla í Mílanó á Ítalíu hefur handtekið 47 ára rútubílstjóra eftir að hann rændi rútu með 51 nemanda um borð, og kveikti síðar í henni. Börnin, sem sum hver höfðu verið bundin, komust öll lífs af eftir að lögreglu tókst að koma þeim út úr rútunni um glugga aftarlega í rútunni. Í frétt BBC segir að fjórtán hafi verið fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Bílstjórinn er ítalskur ríkisborgari af senegölskum uppruna. „Enginn mun lifa af,“ á maðurinn að hafa hrópað. Einn kennara barnanna, sem var um borð í rútunni, segir að hinn grunaði hafi verið mjög óánægður með harða stefnu ítalskra stjórnvalda þegar kemur að málefnum flóttafólks og hælisleitenda.Kraftaverk Francesco Greco, saksóknari í Mílanó, segir það kraftaverk að ekki hafi farið verr, þar sem þetta hefði getað endað með blóðbaði. Bílstjóranum hafði verið ætlað að keyra börnin, sem voru úr tveimur bekkjum, frá skóla í Vailati di Crema, austur af Mílanó, í líkamsræktarstöð. Hann ók rútunni hins vegar aðra leið og í átt að Linate-flugvellinum í Mílanó.Hringdi í móður sína Þegar maðurinn byrjaði að hóta börnunum með hníf hringdi einn nemandanna í móður sína sem tilkynnti svo málið til lögreglu. Lögreglu tókst að lokum að stöðva rútuna og koma börnunum úr um glugga aftarlega í rútunni þar sem búið var að brjóta glerið. Bílstjórinn hafði þá hellt niður bensíni, kveikti að lokum í rútunni og varð hún alelda á svipstundu. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, brast ókvæða við þegar hann var spurður út í málið og sagði gerandann vera með sakaferil að baki.
Ítalía Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira