Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2019 10:38 Vél Icelandair flýgur hér yfir Reykjavík. Vísir/vilhelm Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Nú á ellefta tímanum hefur hluti hækkunarinnar gengið til baka og nemur nú um 9 prósentum sem stendur. Önnur félög í Kauphöllinni hafa þó lækkað það sem af er degi, flest um á bilinu 1 til 2,5 prósent. Síðast þegar bréf í Icelandair hækkuðu jafn skarpt, um síðastliðin mánaðamót, sagði greinandi að það væri til marks um mat markaðarins að samningaviðræður WOW og Indigo væru komnar í öngstræti. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair.“ Ætla má að þessa skörpu hækkun í dag megi því rekja til frétta morgunsins af viðræðum WOW Air og Indigo Partners, en talið er að nú sé tvísýnna um að þær nái fram að ganga. Ekki eru nema tæpar tvær síðan að því var lýst yfir að Indigo væri tilbúið að auka fjárfestingu sína í WOW um 15 milljónir dala, sem greinandi sem fréttastofa ræddi við taldi jákvæð tíðindi.Þá á WOW jafnvel að hafa falast eftir ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, er jafnframt sagður hafa leitað aftur til Icelandair um síðastliðin mánaðamót með það fyrir augum að fá þennan helsta keppinaut sinn aftur að samningaborðinu.Sjá einnig: WOW air falast eftir ríkisábyrgðÞó ekkert hafi orðið að því ber fréttaflutningur helgarinnar hins vegar með sér að WOW sé orðinn álitlegri kostur fyrir Icelandair eftir hrakfarir Boeing á síðustu dögum. Kyrrsetning á Boeing 737 Max-þotum um allan heim hafi skyndilega hækkað verðmæti leigusamninga WOW air á Airbus-vélum. Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um gang viðræðnanna, allt frá því að þær hófust formlega í lok nóvember. Indigo og WOW hafa gefið sér til loka þessa mánaðar til að ganga frá lausum endum og munu viðræðurnar því hafa staðið yfir í fjóra mánuði. Upplýsingafulltrúi Indigo Partners vildi þannig ekki tjá sig um gang viðræðnanna í samtali við ferðamálasíðuna Túrista í gærkvöldi, ekki einu sinni hvort samningaviðræðurnar væru yfirhöfuð í gangi. Upplýsingafulltrúi WOW skýldi sér á bakvið þá staðreynd að skuldabréf WOW væru skráð í kauphöll í Svíþjóð. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Nú á ellefta tímanum hefur hluti hækkunarinnar gengið til baka og nemur nú um 9 prósentum sem stendur. Önnur félög í Kauphöllinni hafa þó lækkað það sem af er degi, flest um á bilinu 1 til 2,5 prósent. Síðast þegar bréf í Icelandair hækkuðu jafn skarpt, um síðastliðin mánaðamót, sagði greinandi að það væri til marks um mat markaðarins að samningaviðræður WOW og Indigo væru komnar í öngstræti. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair.“ Ætla má að þessa skörpu hækkun í dag megi því rekja til frétta morgunsins af viðræðum WOW Air og Indigo Partners, en talið er að nú sé tvísýnna um að þær nái fram að ganga. Ekki eru nema tæpar tvær síðan að því var lýst yfir að Indigo væri tilbúið að auka fjárfestingu sína í WOW um 15 milljónir dala, sem greinandi sem fréttastofa ræddi við taldi jákvæð tíðindi.Þá á WOW jafnvel að hafa falast eftir ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, er jafnframt sagður hafa leitað aftur til Icelandair um síðastliðin mánaðamót með það fyrir augum að fá þennan helsta keppinaut sinn aftur að samningaborðinu.Sjá einnig: WOW air falast eftir ríkisábyrgðÞó ekkert hafi orðið að því ber fréttaflutningur helgarinnar hins vegar með sér að WOW sé orðinn álitlegri kostur fyrir Icelandair eftir hrakfarir Boeing á síðustu dögum. Kyrrsetning á Boeing 737 Max-þotum um allan heim hafi skyndilega hækkað verðmæti leigusamninga WOW air á Airbus-vélum. Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um gang viðræðnanna, allt frá því að þær hófust formlega í lok nóvember. Indigo og WOW hafa gefið sér til loka þessa mánaðar til að ganga frá lausum endum og munu viðræðurnar því hafa staðið yfir í fjóra mánuði. Upplýsingafulltrúi Indigo Partners vildi þannig ekki tjá sig um gang viðræðnanna í samtali við ferðamálasíðuna Túrista í gærkvöldi, ekki einu sinni hvort samningaviðræðurnar væru yfirhöfuð í gangi. Upplýsingafulltrúi WOW skýldi sér á bakvið þá staðreynd að skuldabréf WOW væru skráð í kauphöll í Svíþjóð.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00
WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15
Indigo íhugar að auka fjárfestingu í WOW Fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti orðið allt að 90 milljónir dollara, eða 15 milljónum meira en áður var lagt upp með. 9. mars 2019 11:55
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent