Andri Rúnar Bjarnason skoraði þriðja og síðasta mark Helsingborg í 3-1 sigri á Norrköping í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Þetta var fyrsti leikur Andra Rúnars með Helsingborg í efstu deild en liðið vann B-deildina á síðasta tímabili. Bolvíkingurinn var markakóngur B-deildarinnar í fyrra og byrjar þetta tímabil af sama krafti og hann endaði það síðasta.
Staðan í hálfleik var 2-1, Helsingborg í vil. Rasmus Jönsson skoraði bæði mörk heimamanna en Jordan Larsson mark gestanna.
Þegar tíu mínútur voru til leiksloka gulltryggði Andri Rúnar svo sigur nýliðanna með sínu fyrsta marki í sænsku úrvalsdeildinni.
Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Norrköping og lék allan leikinn. Alfons Sampsted var ekki í leikmannahópi Norrköping í dag.
Andri Rúnar skoraði í fyrsta úrvalsdeildarleiknum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn




De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn
