Innlent

Lagði hald á skotvopn og fíkniefni í Grafarvogi

Andri Eysteinsson skrifar
Lögregla lagði hald á skotvopn í Grafarvogi í morgunsárið.
Lögregla lagði hald á skotvopn í Grafarvogi í morgunsárið. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bíl í Grafarvogi árla morguns. Við leit í bílnum fundust bæði fíkniefni og skotvopn sem lögregla lagði hald á.

Einnig hafði lögregla afskipti af akstri undir áhrifum í dag en til að mynda var ein bifreið stöðvuð á Kringlumýrarbraut rétt fyrir hádegi. Ökumaðurinn reyndist unnir áhrifum áfengis og fíkniefna, hann var án ökuréttinda. Ekki reyndist það allt sem að var í þeirri bifreið en farþegar reyndust fleiri en leyfilegt er.

Þá var tilkynnt um útafakstur við Rauðavatn klukkan 10:32, allir í bifreiðinni voru undir áhrifum og gista nú fangageymslur í þágu rannsóknar málsins. Bifreiðin, sem var talsvert skemmd, var flutt með dráttarbifreið af vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×