Bílaleiga hefur dregist saman um fimmtung hjá AVIS Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2019 12:30 Axel Gómez framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs AVIS segir að brotthvarf WOW AIR af flugmarkaðnum hafi haft mikil áhrif síðustu daga Framkvæmdastjóri hjá Avis bílaleigu segir að fall WOW AIR hafi haft í för með sér um tuttugu prósent samdrátt hjá fyrirtækinu síðustu daga. Hann telur að höggið sé mun meira hjá minni fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem geti þýtt tímabærar sameiningar á næstu mánuðum og misserum. Fyrirtækið Avis er eitt stærsta bílaleigufyrirtæki landsins og er með fjölda leigustöðva um allt land. Axel Gómez framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs segir að brotthvarf WOW AIR af flugmarkaðnum hafi haft mikil áhrif síðustu daga. „Þetta hefur verið svona í takt við það sem við bjuggumst við og við erum að fylgjast vel með hversu alvarlegt það verður. En síðustu daga hefur samdrátturinn verið um 20%,“ segir Axel. Axel segir að fyrirtækið hafi byrjað að undirbúa þessa stöðu strax í vetur og telur að höggið sé mun meira hjá minni fyrirtækjum. „Þessi staða hefur gríðarlega áhrif á minni fyrirtæki. Þetta gæti því haft þau áhrif að fyrirtæki sameinist sem er löngu tímabært. Þau hafa verið alltof mörg,“ segir hann. Hann telur að sumarið í ferðaþjónustunni verði gott en það sé meiri óvissa með hvað tekur við eftir það. „Við náttúrulega sjáum að það er búið að vinna ótrúlegt kynningar-og markaðssstarf hér á landi. Það er ekki búið að segja upp ferðum í sumar en ég hef meiri áhyggjur af haustinu og vetrinum þar sem WOW AIR var mjög sterkt. Sumarið verður hins vegar gott,“ segir Axel Gómez. Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Framkvæmdastjóri hjá Avis bílaleigu segir að fall WOW AIR hafi haft í för með sér um tuttugu prósent samdrátt hjá fyrirtækinu síðustu daga. Hann telur að höggið sé mun meira hjá minni fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem geti þýtt tímabærar sameiningar á næstu mánuðum og misserum. Fyrirtækið Avis er eitt stærsta bílaleigufyrirtæki landsins og er með fjölda leigustöðva um allt land. Axel Gómez framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs segir að brotthvarf WOW AIR af flugmarkaðnum hafi haft mikil áhrif síðustu daga. „Þetta hefur verið svona í takt við það sem við bjuggumst við og við erum að fylgjast vel með hversu alvarlegt það verður. En síðustu daga hefur samdrátturinn verið um 20%,“ segir Axel. Axel segir að fyrirtækið hafi byrjað að undirbúa þessa stöðu strax í vetur og telur að höggið sé mun meira hjá minni fyrirtækjum. „Þessi staða hefur gríðarlega áhrif á minni fyrirtæki. Þetta gæti því haft þau áhrif að fyrirtæki sameinist sem er löngu tímabært. Þau hafa verið alltof mörg,“ segir hann. Hann telur að sumarið í ferðaþjónustunni verði gott en það sé meiri óvissa með hvað tekur við eftir það. „Við náttúrulega sjáum að það er búið að vinna ótrúlegt kynningar-og markaðssstarf hér á landi. Það er ekki búið að segja upp ferðum í sumar en ég hef meiri áhyggjur af haustinu og vetrinum þar sem WOW AIR var mjög sterkt. Sumarið verður hins vegar gott,“ segir Axel Gómez.
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira