Ríkið ætlar ekki að greiða aukalega fyrir Herjólf Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 11:31 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið ætlar ekki að greiða rúmlega milljarðar króna aukagreiðslu sem pólsk skipasmíðastöð hefur lagt fram vegna byggingar nýrrar Vestmannaeyjarferju. Þetta fullyrðir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sem segir mögulegt að deila fari fyrir gerðardóm á Íslandi. Nýi Herjólfur hefur verið í smíðum hjá pólsku skipasmíðastöðinni Crist S.A. en upphaflega átti að afhenda ferjuna í fyrra. Ferjan er nú talin svo gott sem tilbúin en þá strandar á kröfu stöðvarinnar um 1,2 milljarða króna í aukagreiðslu sem nemur um þriðjungi af heildarverði hennar. Sigurður Ingi sagði kröfu skipasmíðastöðvarinnar tilhæfulausa í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vegagerðin hafi gert sérstaka samninga um öll viðbótarverk sem stöðin hafi unnið vegna ferjunnar. Því telji hann eðlilegt að Vegagerðin hafi leitað til danskrar sérhæfðrar lögfræðistofu. Lögmenn beggja aðila ræði nú saman. Verði ágreiningur áfram til staðar sé hægt að fara með málið fyrir gerðardóm í Reykjavík. Sagði Sigurður Ingi að það gæti orðið niðurstaðan. „Þessi reikningur verður ekki greiddur, ekki nema við séum dæmd til þess því hann er tilhæfulaus að okkar mati,“ sagði samgönguráðherrann. Ekki sé þó ætlunin að bíða eftir niðurstöðu gerðardóms áður en ferjan verður afhent. Sigurður Ingi sagði að það væri hluti af samningum nú að ganga frá því að skipið verði afhent og að skipasmíðastöðin fái lögbundna lokagreiðslu sína. Sagðist ráðherrann vonast til þess að ferjan fáist til Íslands á næstu vikum og fyrir sumarið. „Það er auðvitað háð því hvort að það séu eðlilegir viðskiptahættir sem eru stundaðir þarna,“ sagði hann. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11 Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45 Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Íslenska ríkið ætlar ekki að greiða rúmlega milljarðar króna aukagreiðslu sem pólsk skipasmíðastöð hefur lagt fram vegna byggingar nýrrar Vestmannaeyjarferju. Þetta fullyrðir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sem segir mögulegt að deila fari fyrir gerðardóm á Íslandi. Nýi Herjólfur hefur verið í smíðum hjá pólsku skipasmíðastöðinni Crist S.A. en upphaflega átti að afhenda ferjuna í fyrra. Ferjan er nú talin svo gott sem tilbúin en þá strandar á kröfu stöðvarinnar um 1,2 milljarða króna í aukagreiðslu sem nemur um þriðjungi af heildarverði hennar. Sigurður Ingi sagði kröfu skipasmíðastöðvarinnar tilhæfulausa í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vegagerðin hafi gert sérstaka samninga um öll viðbótarverk sem stöðin hafi unnið vegna ferjunnar. Því telji hann eðlilegt að Vegagerðin hafi leitað til danskrar sérhæfðrar lögfræðistofu. Lögmenn beggja aðila ræði nú saman. Verði ágreiningur áfram til staðar sé hægt að fara með málið fyrir gerðardóm í Reykjavík. Sagði Sigurður Ingi að það gæti orðið niðurstaðan. „Þessi reikningur verður ekki greiddur, ekki nema við séum dæmd til þess því hann er tilhæfulaus að okkar mati,“ sagði samgönguráðherrann. Ekki sé þó ætlunin að bíða eftir niðurstöðu gerðardóms áður en ferjan verður afhent. Sigurður Ingi sagði að það væri hluti af samningum nú að ganga frá því að skipið verði afhent og að skipasmíðastöðin fái lögbundna lokagreiðslu sína. Sagðist ráðherrann vonast til þess að ferjan fáist til Íslands á næstu vikum og fyrir sumarið. „Það er auðvitað háð því hvort að það séu eðlilegir viðskiptahættir sem eru stundaðir þarna,“ sagði hann.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11 Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45 Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11
Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39
200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45
Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30