Innlent

Unglingar tókust á í Glæsibæ

Kjartan Kjartansson skrifar
Ungmennin hópuðust saman við Glæsibæ og kom til átaka á milli einhverra þeirra.
Ungmennin hópuðust saman við Glæsibæ og kom til átaka á milli einhverra þeirra. Vísir/Vilhelm
Lögreglumenn höfðu afskipti af nokkrum unglingum eftir að tilkynnt var um átök hóps þeirra í verslunarmiðstöðinni Glæsibæ í Reykjavík skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Foreldrum þeirra sem áttu hlut að máli var gert viðvart.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur einnig fram að í tvígang hafi menn verið handteknir fyrir að ráðast á dyraverði í gærkvöldi og nótt. Maður sem réðst að dyravörðum í miðbænum á tólfta tímanum var yfirbugaður af dyravörðum. Að sögn lögreglu var hann afar óstýrlátur en ástand hans hafi lítið skánað þegar hann var færður á lögreglustöð. Hann var gistaður í fangageymslu í nótt.

Skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt var annar maður handtekinn á skemmtistað í miðborginni. Sá hafði slegið dyraverði. Hann var sömuleiðis vistaður í fangaklefa í nótt.

Um svipað leyti var maður handtekinn á bensínstöð í Árbænum fyrir að hafa veist að starfsmanni og hótað honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×