Ár síðan vikuleg mótmæli hófust við landamæri Gasa og Ísrael Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 30. mars 2019 20:17 Þúsundir mótmælenda safnast saman við landamæri Gasa og Ísrael. Getty/Lior Mizrahi Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael, en mótmælin mörkuðu árs afmæli mótmælanna, en þau hófust þann 30. mars 2018. Mótmælendur brenndu dekk og köstuðu steinum, sem ísraelska varnarliðið, IDF, svaraði með kúlnaregni og táragasi. Tveir mótmælendur létu lífið samkvæmt palestínskum yfirvöldum, sem báðir voru 17 ára gamlir piltar, og sá þriðji lést í nótt, en tugir særðust. Mótmælendur krefjast þess að palestínskir flóttamenn geti snúið aftur til heimalands síns, sem nú er á valdi Ísraelsríkis. Að minnsta kosti 189 Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður hafa látið lífið í tengslum við mótmælin frá því í mars og þar til í desember 2018, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Rannsóknarnefnd á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hefur komist að því að af þeim 189 sem látist hafa hafi 35 verið börn, þrír merktir sjúkraliðar og tveir merktir fréttamenn. Ísraelska varnarliðið sagði að minnsta kosti 40.000 mótmælendur hafa safnast saman, en nokkur þúsund ísraelskra hermanna voru sendir að landamærunum. Mótmælin hafa verið studd af Hamas samtökunum sem nú fara með stjórn Gasa en þau hafa lýst því yfir að þau myndu reyna að halda mótmælendum í öruggri fjarlægð frá landamæramúrnum. Sáttasemjarar frá Sameinuðu þjóðunum og Egyptalandi hafa reynt að koma í veg fyrir að mótmælin stigmagnist en mótmælin voru eldheit vegna árása Ísraels á Gasa svæðið í liðinni viku, eftir að Palestínskar hersveitir skutu flaugum inn á landsvæði Ísrael. Fregnir hafa borist frá Palestínu um að Egypskir sáttasemjarar séu á góðri leið með að ná fram samkomulagi um vopnahlé á milli Palestínu og Ísrael. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Segir réttindi Palestínumanna hafa versnað á undanförnum árum Sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum segir Ísland hafa gengið fram með 6. október 2018 19:30 Varnarmálaráðherra Ísrael vill gera innrás á Gasa Avigdor Liberman segir hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár með því að veita Hamasliðum alvarlegt högg. 16. október 2018 10:54 Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32 Ísraelskar sprengjur féllu við almenningsgarð í Gaza Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gær. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014. 15. júlí 2018 08:06 Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael, en mótmælin mörkuðu árs afmæli mótmælanna, en þau hófust þann 30. mars 2018. Mótmælendur brenndu dekk og köstuðu steinum, sem ísraelska varnarliðið, IDF, svaraði með kúlnaregni og táragasi. Tveir mótmælendur létu lífið samkvæmt palestínskum yfirvöldum, sem báðir voru 17 ára gamlir piltar, og sá þriðji lést í nótt, en tugir særðust. Mótmælendur krefjast þess að palestínskir flóttamenn geti snúið aftur til heimalands síns, sem nú er á valdi Ísraelsríkis. Að minnsta kosti 189 Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður hafa látið lífið í tengslum við mótmælin frá því í mars og þar til í desember 2018, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Rannsóknarnefnd á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hefur komist að því að af þeim 189 sem látist hafa hafi 35 verið börn, þrír merktir sjúkraliðar og tveir merktir fréttamenn. Ísraelska varnarliðið sagði að minnsta kosti 40.000 mótmælendur hafa safnast saman, en nokkur þúsund ísraelskra hermanna voru sendir að landamærunum. Mótmælin hafa verið studd af Hamas samtökunum sem nú fara með stjórn Gasa en þau hafa lýst því yfir að þau myndu reyna að halda mótmælendum í öruggri fjarlægð frá landamæramúrnum. Sáttasemjarar frá Sameinuðu þjóðunum og Egyptalandi hafa reynt að koma í veg fyrir að mótmælin stigmagnist en mótmælin voru eldheit vegna árása Ísraels á Gasa svæðið í liðinni viku, eftir að Palestínskar hersveitir skutu flaugum inn á landsvæði Ísrael. Fregnir hafa borist frá Palestínu um að Egypskir sáttasemjarar séu á góðri leið með að ná fram samkomulagi um vopnahlé á milli Palestínu og Ísrael.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Segir réttindi Palestínumanna hafa versnað á undanförnum árum Sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum segir Ísland hafa gengið fram með 6. október 2018 19:30 Varnarmálaráðherra Ísrael vill gera innrás á Gasa Avigdor Liberman segir hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár með því að veita Hamasliðum alvarlegt högg. 16. október 2018 10:54 Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32 Ísraelskar sprengjur féllu við almenningsgarð í Gaza Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gær. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014. 15. júlí 2018 08:06 Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Sjá meira
Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10
Segir réttindi Palestínumanna hafa versnað á undanförnum árum Sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum segir Ísland hafa gengið fram með 6. október 2018 19:30
Varnarmálaráðherra Ísrael vill gera innrás á Gasa Avigdor Liberman segir hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár með því að veita Hamasliðum alvarlegt högg. 16. október 2018 10:54
Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32
Ísraelskar sprengjur féllu við almenningsgarð í Gaza Að minnsta kosti tveir unglingspiltar, 15 og 16 ára gamlir, létu lífið í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza svæðið í gær. Árásirnar voru þær umfangsmestu sem Ísraelsmenn hafa gert frá því Gaza var að stórum hluta lagt í rúst árið 2014. 15. júlí 2018 08:06
Stillt til friðar á Gasa Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé með aðstoð Egypta og Sameinuðu þjóðanna. 20. júlí 2018 21:15