Tveir Íslendingar fá heilablóðfall á dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. mars 2019 19:30 Um tveir Íslendingar fá heilablóðfall á hverjum degi en áhættu þættirnir geta verið of hár blóðþrýstingur, of hátt kólesteról, undirliggjandi æðasjúkdómar eða óregla á viðkomandi manneskju. Magnús Hlynur Hreiðarsson fór á fræðslufund um heilablóðfall. Heilaheill er í fundarherferð um landið þar sem fundargestum er sagt frá öllu sem við kemur heilablóðfalli. Einn slíkur fundur var haldin nýlega á Hótel Selfossi. Heilablóðfall verður þegar æð sem flytur súrefnis- og næringarríkt blóð til ákveðins svæði heilans stíflast eða springur. Um tveir Íslendingar fá að meðaltali heilablóðfall á dag en sú tala fer þó sífellt lækkandi. En hverjir eru helstu áhættuþættirnir? „Það getur verið of hár blóðþrýstingur, það getur verið of mikið kólesteról, það getur verið óregla á mannskapnum, það geta verið ýmsir aðrir undirliggjandi hlutir, t.d. æðasjúkdómar. Það þarf að láta lækni strax vita af öllum þessum þáttum til þess að hann geti fylgst með líkama hvers og eins“, segir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla.Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla fór á kostum í erindi sínu á Selfossi um heilablóðfall og allt það helsta sem skiptir máli þegar um slíkt áfall er að ræða.Vísir/Magnús HlynurÞórir fékk heilablóðfall fyrir 14 árum, honum datt aldrei í hug að hann væri að fá slíkt áfall þrátt fyrir að nokkur einkenni gáfu til kynna að ekki væri allt með felldu. „Ég sagði við konuna mína áður en við fórum til læknis, eigum við að vera að gera vesen út af þessu, það er ekkert að mér, einhver flensa eða eitthvað jafnvægisleysi, skiptir engu máli en hún heimtaði það að ég færi til heimilislæknis“. Eftir heimsóknina til læknisins var Þórir sendur heim, lækninum þótti ekki ástæða til að gera neitt, en svo fékk hann slag morguninn eftir. En hverjar eru lífslíkur þeirra sem fá heilablóðfall? „Það eru margar tölur um það, það er talað um 12% af þeim sem fá heilablóðfall búi við varanlega örorku og eitthvað um 6% sem látast“, segir Þórir.Séra Baldur Kristjánsson fékk heilablóðfall fyrir sex árum.Vísir/Magnús HlynurSéra Baldur Kristjánsson, prestur í Þorlákshöfn fékk heilablóðfall fyrir sex árum. Því fylgdi málstol en hann hefur verið ótrúlega duglegur að ná málinu til baka. „Ég er enn þá að æfa mig þó sex ár séu liðin, þá er mér enn þá að fara fram að mínu viti. Ég hef stundað prestskap alla tíð, átti að vísu ósköp erfitt með að tala fyrst en með góðra manna hjálp þá gekk það“. Þá má geta þess að Heilaheill hefur komið uppi appi þar sem hægt er að fá upplýsingar um helstu einkenni heilablóðfalls og hringja þá beint í 112 sé grunur um slíkt.Mjög góð mæting var á fundinn á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Um tveir Íslendingar fá heilablóðfall á hverjum degi en áhættu þættirnir geta verið of hár blóðþrýstingur, of hátt kólesteról, undirliggjandi æðasjúkdómar eða óregla á viðkomandi manneskju. Magnús Hlynur Hreiðarsson fór á fræðslufund um heilablóðfall. Heilaheill er í fundarherferð um landið þar sem fundargestum er sagt frá öllu sem við kemur heilablóðfalli. Einn slíkur fundur var haldin nýlega á Hótel Selfossi. Heilablóðfall verður þegar æð sem flytur súrefnis- og næringarríkt blóð til ákveðins svæði heilans stíflast eða springur. Um tveir Íslendingar fá að meðaltali heilablóðfall á dag en sú tala fer þó sífellt lækkandi. En hverjir eru helstu áhættuþættirnir? „Það getur verið of hár blóðþrýstingur, það getur verið of mikið kólesteról, það getur verið óregla á mannskapnum, það geta verið ýmsir aðrir undirliggjandi hlutir, t.d. æðasjúkdómar. Það þarf að láta lækni strax vita af öllum þessum þáttum til þess að hann geti fylgst með líkama hvers og eins“, segir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla.Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla fór á kostum í erindi sínu á Selfossi um heilablóðfall og allt það helsta sem skiptir máli þegar um slíkt áfall er að ræða.Vísir/Magnús HlynurÞórir fékk heilablóðfall fyrir 14 árum, honum datt aldrei í hug að hann væri að fá slíkt áfall þrátt fyrir að nokkur einkenni gáfu til kynna að ekki væri allt með felldu. „Ég sagði við konuna mína áður en við fórum til læknis, eigum við að vera að gera vesen út af þessu, það er ekkert að mér, einhver flensa eða eitthvað jafnvægisleysi, skiptir engu máli en hún heimtaði það að ég færi til heimilislæknis“. Eftir heimsóknina til læknisins var Þórir sendur heim, lækninum þótti ekki ástæða til að gera neitt, en svo fékk hann slag morguninn eftir. En hverjar eru lífslíkur þeirra sem fá heilablóðfall? „Það eru margar tölur um það, það er talað um 12% af þeim sem fá heilablóðfall búi við varanlega örorku og eitthvað um 6% sem látast“, segir Þórir.Séra Baldur Kristjánsson fékk heilablóðfall fyrir sex árum.Vísir/Magnús HlynurSéra Baldur Kristjánsson, prestur í Þorlákshöfn fékk heilablóðfall fyrir sex árum. Því fylgdi málstol en hann hefur verið ótrúlega duglegur að ná málinu til baka. „Ég er enn þá að æfa mig þó sex ár séu liðin, þá er mér enn þá að fara fram að mínu viti. Ég hef stundað prestskap alla tíð, átti að vísu ósköp erfitt með að tala fyrst en með góðra manna hjálp þá gekk það“. Þá má geta þess að Heilaheill hefur komið uppi appi þar sem hægt er að fá upplýsingar um helstu einkenni heilablóðfalls og hringja þá beint í 112 sé grunur um slíkt.Mjög góð mæting var á fundinn á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent