Flugmaðurinn sem flaug Sala var ekki með næturflugsréttindi Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2019 14:02 Dauði Sala var knattspyrnuheiminum áfall. Vísir/EPA Fullyrt er að flugmaðurinn sem flaug flugvélinni sem hrapaði yfir Ermarsundi með argentínska knattspyrnumanninum Emiliano Sala innanborðs í janúar var ekki með réttindi til að fljúga að nóttu til. Þá er talið að flugmaðurinn hafi verið litblindur. Sala var 28 ára gamall og var á leiðinni til Cardiff frá Nantes í Frakklandi þegar flugvélin hrapaði 21. janúar. Hann og flugmaðurinn, David Ibbotson, fórust með vélinni.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Ibbotson hafi aðeins haft leyfi til þess að fljúga í dagsbirtu. Bresk flugmálayfirvöld vildu ekki tjá sig um frétt þess en rannsóknarnefnd flugslysa þar í landi sagði að réttindi flugmannsins væru áfram til skoðunar í rannsókn hennar á slysinu. Upplýsingar um réttindi flugmanna eru ekki opinber í Bretlandi en í Bandaríkjunum, þar sem Ibbotson var einnig með réttindi, kemur fram að hann hafi þurft að fljúga með gleraugu vegna nærsýni. Þá var kveðið á um að allar takmarkanir í bresku skírteini hans giltu vestanhafs. Heimildarmaður BBC segir að geta flugmanns til þess að greina grænt ljós frá rauðu væri lykilatriði í að fljúga í myrkri. Ólöglegt sé að fljúga við skilyrði sem sem menn hafi ekki réttindi til. Það geti haft áhrif á tryggingarmál flugvélarinnar. Upphaflega átti Ibbotson að fljúga með Sala til Cardiff klukkan níu að morgni. Því var hins vegar frestað til klukkan 19:00 svo Sala gæti kvatt félaga sína í Nantes. Þá var klukkutími og tíu mínútur liðnar frá sólsetri. Samkvæmt evrópskum flugstjórnarlögum er nótt skilgreind sem tíminn frá hálftíma eftir sólsetur til hálftíma fyrir sólarupprás. Argentína Bretland Emiliano Sala Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Cardiff skildi Sala eftir einan á hótelherbergi“ Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. 1. mars 2019 08:30 Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Fullyrt er að flugmaðurinn sem flaug flugvélinni sem hrapaði yfir Ermarsundi með argentínska knattspyrnumanninum Emiliano Sala innanborðs í janúar var ekki með réttindi til að fljúga að nóttu til. Þá er talið að flugmaðurinn hafi verið litblindur. Sala var 28 ára gamall og var á leiðinni til Cardiff frá Nantes í Frakklandi þegar flugvélin hrapaði 21. janúar. Hann og flugmaðurinn, David Ibbotson, fórust með vélinni.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Ibbotson hafi aðeins haft leyfi til þess að fljúga í dagsbirtu. Bresk flugmálayfirvöld vildu ekki tjá sig um frétt þess en rannsóknarnefnd flugslysa þar í landi sagði að réttindi flugmannsins væru áfram til skoðunar í rannsókn hennar á slysinu. Upplýsingar um réttindi flugmanna eru ekki opinber í Bretlandi en í Bandaríkjunum, þar sem Ibbotson var einnig með réttindi, kemur fram að hann hafi þurft að fljúga með gleraugu vegna nærsýni. Þá var kveðið á um að allar takmarkanir í bresku skírteini hans giltu vestanhafs. Heimildarmaður BBC segir að geta flugmanns til þess að greina grænt ljós frá rauðu væri lykilatriði í að fljúga í myrkri. Ólöglegt sé að fljúga við skilyrði sem sem menn hafi ekki réttindi til. Það geti haft áhrif á tryggingarmál flugvélarinnar. Upphaflega átti Ibbotson að fljúga með Sala til Cardiff klukkan níu að morgni. Því var hins vegar frestað til klukkan 19:00 svo Sala gæti kvatt félaga sína í Nantes. Þá var klukkutími og tíu mínútur liðnar frá sólsetri. Samkvæmt evrópskum flugstjórnarlögum er nótt skilgreind sem tíminn frá hálftíma eftir sólsetur til hálftíma fyrir sólarupprás.
Argentína Bretland Emiliano Sala Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Cardiff skildi Sala eftir einan á hótelherbergi“ Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. 1. mars 2019 08:30 Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
„Cardiff skildi Sala eftir einan á hótelherbergi“ Cardiff yfirgaf Emiliano Sala og þurfti hann að koma sér sjálfur frá Nantes til Cardiff. Þetta segir fyrrum umboðsmaðurinn Willie McKay. 1. mars 2019 08:30
Nantes kvartaði til FIFA vegna greiðslunnar á Sala Franska liðið Nantes hefur lagt inn formlega kvörtun til FIFA vegna þess að Cardiff hefur ekki borgað fyrstu greiðsluna vegna Emiliano Sala. 28. febrúar 2019 09:30