Innlent

Erlendur ferðamaður varð fyrir líkamsárás í matvöruverslun

Sylvía Hall skrifar
Lögregla hafði í nógu að snúast í morgun.
Lögregla hafði í nógu að snúast í morgun. vísir/vilhelm
Lögreglan rannsakar nú líkamsárás sem erlendur ferðamaður varð fyrir í matvöruverslun á Laugavegi á sjöunda tímanum í morgun. Ferðamaðurinn hlaut minniháttar áverka en í dagbók lögreglu segir að málið verði kært.

Þá voru höfð afskipti af nokkrum ökumönnum í nótt en einn ökumaður var stöðvaður eftir mjög ógætilegan og ítrekaðan svigakstur í Kópavogi í morgun. Sá viðurkenndi háttsemi sína og var látin laus eftir skýrslutöku. Annar var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur en var látin laus að lokinni sýnatöku.

Í Grafarvogi vakti rásandi aksturslag ökumanns athygli lögreglu og var hann stöðvaður rétt eftir klukkan sjö í morgun. Ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og var bifreiðin ótryggð og á stolnum skráningarmerkjum. Ökumaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem frekari rannsókn fór fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×