Innlent

Konu bjargað úr sjónum við Ánanaust

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Ánanaustum í vesturbæ Reykjavíkur.
Frá Ánanaustum í vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um konu sem væri í sjónum við Ánanaust í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt. Konan náðist upp úr sjónum köld en óslösuð og var flutt á bráðamóttöku til frekari skoðunar.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar eftir nóttina. Tilkynnt var um tvo karlmenn að eiga við svalahurð á Berjavöllum í Hafnarfirði á öðru tímanum í nótt. Þeir eru sagðir hafa flúið af vettvangi þegar þeir urðu húsráðanda varir. Þeir fundust ekki.

Rétt eftir miðnætti var tilkynnt um mann sem reyndi að sparka upp hurð í Fróðengi í Grafarvogi. Maðurinn var farinn þegar lögreglu bar að garði.

Einn var fluttur á bráðamóttöku til að aðhlynningar eftir að lögreglu barst tilkynning um slagsmál í Álfheimum. Þá var tilkynnt um innbrot og þjófnað á Snorrabraut og er þjófurinn lögreglu ókunnur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×